Frjáls verslun - 01.08.1971, Side 26
Vörurnar hafa mest auglyst
» © » g p
sig sjaltar
Byggingarvöruverzlun Kjart-
ans Jónssonar sýnir fullbúið
baðherbergi í nýtízkulegasta
búningi. Fyrirtækið selur IFÖ-
vörur frá IFÖ-Verken í Bro-
Kjartan Jónsson.
mölla í Svíþjóð, sem eru
stærstu verksmiðjur sinnar teg-
undar í allri Evrópu. IFÖ-
postulínsvörurnar hafa hið
létta og aflíðandi ítalska lag,
sem meðal annars gerir hreins-
un vaska og annarra hreinlæt-
istækja auðvelda.
Auk IFÖ-hreinlætistækjanna
sýnir fyrirtækið blöndunartæki,
baðker o. fl. frá vestur-þýzku
fyrirtæki.
Byggingarvöruverzlun Kjart-
ans Jónssonar og Veggfóðrar-
inn h.f. veyða saman með sýn-
ingardeild, þar sem bæði fyrir-
tækin leggja fram sinn skerf
til að gefa gestum kost á að
sjá, hvernig baðherbergi lítur
út, búið vörum frá þeim. Við
komum auga á þarfaþingið
„bidet“ og spyrjum Kjartan,
hvort Islendingar séu meira
farnir að kunna að meta þetta
gagn, sem víða er talið ómiss-
andi í baðherbergjum. „Það
selst talsvert núorðið,“ segir
Kjartan. „Fólk er smám saman
að kynnast því, og það notar
það áfram, þegar það hefur
einu sinni kynnzt kostum þess.“
FV: Hverjir eru þínir helztu
viðskiptavinir?
K.J.: „Það er fyrst og fremst
unga fólkið, og þetta merki
nýtur mjög vaxandi vinsælda
hjá því. Auk þess seldum við
til dæmis öll hreinlætistækin í
Tollstöðvarbygginguna nýju, og
við höfum selt sjúkrahúsum og
mörgum öðrum, ekki sízt hrað-
frystihúsum á Vestfjörðum,
sem nú eru að endurbæta hrein-
lætisaðstöðuna hjá sér með til-
liti til nýju reglnanna um út-
flutning á bandaríska markað-
inn.
Okkur hefur alla tíð gengið
ágætlega, frá því að ég stofnaði
fyrirtækið árið 1967, og salan
er stöðugt að aukast. Við höf-
um ágæta aðstöðu hér að Hafn-
arstræti 19, mitt í borginni.
Hér höfum við gott geymslu-
rými og dyr í allar fjórar átt-
ir, sumar fyrir viðskiptavini og
aðrar fyrir aðflutninga.“
FV: Bindur þú miklar vonir
við vörusýninguna?
K.J.: „Eftir þeirri þátttöku,
sem hefur verið í þessum sýn-
ingum, þá hef ég mikla trú á,
að þetta geti haldið áfram. Við
gerum okkur góðar vonir um
sýninguna. Við höfum auglýst
tiltölulega lítið í fjölmiðlum,
því að reynslan hefur verið sú,
að þessar vörur auglýsa sig
sjálfar, þegar fólk segir öðru
frá reynslu sinni.
Sýningarþátttakan í
samræmi við brezku
vikurnar
„Það er óvenjulegt fyrir
brezka framleiðendur að „sýna
allt“,“ segir Brian Holt, ræðis-
maður Bretlands á íslandi. „Við
erum að mestu hættir því á
Bretlandi. Þar eru vörusýning-
ar venjulega miðaðar við ein-
hverja sérstaka grein hverju
sinni.“
Verzlunarráðið brezka skipu-
leggur á vörusýningunni sér-
staka brezka deild, þar sem
rúmlega þrjátíu brezk fyrir-
tæki eiga vörur.
Brezki verzlunarfulltrúinn,
Ralph Hannam, tók í sama
streng. Hann sagði, að þessi
sýningarþátttaka væri í sam-
ræmi við „brezku vikurnar" í
borgum víða um heim, þar sem
brezkir framleiðendur hafa
kynnt vörur sínar.
Báðir lögðu áherzlu á, að
þátttaka brezku fyrirtækjanna
væri ágæt auglýsing fyrir þau,
enda væri það mat brezka
verzlunarráðsins. Að ýmsu leyti
mætti líta á þetta sem athug-
un, og mætti búast við mun
meira framlagi brezkra fyrir-
tækja á sýningum á íslandi í
framtíðinni, ef vel tækist til.
Ralph Hannam sagði þó, að
brezk stjórnvöld veittu nú
Ralph Hannam.
21
FV 8 1971 — FYLGIRIT