Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1972, Page 9

Frjáls verslun - 01.03.1972, Page 9
Kristján Ragnarsson: Mjög alvarlegur vinnuafls- skortur framundan Afli næst ekki upp úr togurunum vegna manneklu Mjög alvarlegur skortur á vinnuafli í sjávarútveginum blasti við nú, þegar bátarnir á vetrarvertíð skiptu yfir af línu á net, að sögn Kristjáns Ragn- arssonár, formanns Landssam- bands ísl. útvegsmanna. Gífur- legir örðugleikar voru fram- undan, miklu meiri en á mörg- um undanfömum árum, á öll- um sviðum. Nefndi Kristján sem dæmi, að afli næðist ekki upp úr togurunum í Reykjavík- urhöfn vegna manneklu. Er stórkostlegur vandi fyrirsjáan- legur, þegar togararnir fara að landa hér heima á vertíðinni. Fyrir skömmu var skýrt frá því, í fréttum, að togarinn Hafliði frá Siglufirði hefði siglt milli hafna, allt suður til Reykjavíkur, í þeim tilgangi að fá mannskap um borð. Það gekk ekki og hefur Hafliða nú verið lagt á Siglufirði. Taldi Kristján Ragnarsson, að skip- verjar á Hafliða væru nú komnir á atvinnuleysisskrá á Siglufirði ásamt þeim fjöl- mörgu, sem þar voru fyrir, er skipið sigldi út fjörðinn í leit að mannskap. FÆREYINGAR HAFA NÓG AÐ SÝSLA HEIMA Tilraunir hafa verið gerðar til að fá Færeyinga til vinnu á vertíðinni, og eru hér nú nokkrir tugir manna. Ekki hef- ur tekizt að fá fleiri vegna gjörbreytts atvinnuástands í Færeyjum frá því sem var t.d. á árunum 1956— 1958, þegar 1300 Færeyingar komu til starfa á íslandi yfir vertíðina. í fyrra voru kannaðir mögu- leikar á, að fá hingað Skota til starfa. Það tókst ekki. írar voru hér við vinnu fyrir nokkr- um árum, en þær tilraunit; gáfust ekki vel og taldi Krist- Er hcetta á, að hluta bátaflotans verði lagt vegna skorts á mönnum? FV 3 1972 9

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.