Frjáls verslun - 01.12.1972, Blaðsíða 23
Alþjóðastjórnmál
Viðhorfin í Vestur-
Evrópu
Ástæða að greina á milli viljayfirlýsinga
og endanlegs samkomulags.
Áhrifamestu ríkisstjómir í
austri og vestri hafa upp á
síðkastið látið fara frá sér ýms-
ar yfirlýsingar, sem þykja spá
góðu um, að friðvænlegar
horfi í samskiptum stórveld-
anna en oft áður. Ástæða er þó
til að greina þarna á milli vilja-
yfirlýsingar og endanlegs sam-
komulags. Margliáttaðar við-
ræður fara fram milli fulltrúa
stórveldanna, en vera má, að
Ieiðin til samninga verði enn
löng og ströng.
Kosningarnar í Bandaríkjun-
um og Vestur—Þýzkalandi nú
fyrir skemmstu hafa okkað svo
á þjóðir Vestur—Evrópu, að
þær finna til viss öryggis vegna
þess stöðugleika í stjórnmála-
legri forystu, sem umræddar
kosningar hafa staðfest.
ÞINGAÐ VÍÐA
Undanfarið hafa verið haldn-
ir fundir fulltrúa ýmissa V,-
Evrópuríkja í Helsinki, Genf,
Haag og Bonn. Þar hafa þeir
ýmist rætt við Bandaríkjamenn,
Sovétmenn og leiðtoga annarra
Austur—Evrópuríkja, eða bara
sín á milli. Af hálfu fulltrúa
Vesturveldanna er það almenn
skoðun, að skapa verði ,,nýja
Evrópu“ en þó ekki of fljótt.
Á þingmannafundi NATO,
sem haldinn var í Bonn, voru
fulltrúar mjög jákvæðir gagn-
vart þeirri þróun, sem nú á sér
stað í Washington og Moskvu.
Það voru ekki sýnileg nein
merki um ótta vegna þeirra
samninga, sem risaveldin kunna
að hafa í undirbúningi.
SOVÉZKT „HLUTLEYSI“
Þó komu fram á fundinum
vissar áhyggjur út af Atlants-
hafsbandalaginu. Fyrrverandi
yfirmaður herja NATO í Norð-
ur—Evrópu, Walter Walker,
hershöfðingi frá Bretlandi,
gagnrýndi stefnu bandalagsins
og sagði, að það væri orðið
hernaðarstofnun með of marga
í vinnu og of mikinn tækjabún-
að, en þyrfti hins vegar „skarp-
ari tennur og styttri hala“.
Hershöfðinginn taldi, að fyrir
Sovétríkjunum vekti ekki að
hernema lönd Vestur—Evrópu
eins og gert var í Tékkóslóvak-
íu, heldur vildu þau vinna að
því, að Vestur—Evrópa yrði
,,hlutlaus“ samkvæmt sovézkri
skilgreiningu, og hlyti þar með
svipuð örlög og Finnland.
Sumir bandarísku þingmann-
anna, sem fundinn sóttu, segja,
að Evrópubúarnir geri sér ekki
ljósa grein fyrir þeirri út-
breiddu skoðun í Bandaríkjun-
um, að kalla beri bandarískt
herlið heim frá Evrópu í stór-
um stíl.
Sumir vestur-evrópsku stjórn-
málamennirnir töldu, að Banda-
rikjamennirnir vanmætu auk-
inn þrýsting á að ríkisstjórnir í
Evrópu drægju úr útgjöldum
sínum til hermála. Þó vægi
þar á móti, að Vestur—Evrópu-
búar væru almennt enn mjög
tortryggnir í garð Sovétstjórn-
arinnar og efuðust um, hver
hinn raunverulegi tilgangur
hennar væri.
„Þ J ÓÐFRELSISHRE YFIN G
EVRÓPU“.
Sovétmenn, sem aðild eiga
að fundi 34 ríkja í Helsinki,
þar sem unnið er að undirbún-
ingi ráðstefnu um öryggis-
mál Evrópu, hafa þar að
margra dómi 1 frammi brögð,
sem þegar eru kunn. Það er
hugmyndin um „þjóðfrelsis-
hreyfingu“, sem þeir vilja út-
færa í álfunni allri. Minnihluti
harðlínukommúnista reynir að
hvetja andstæðinga sína til sam-
vinnu á ríkisstjórnargrundvelli
til þess að ná einhverju sam-
eiginlegu markmiði. í Helsinki
eru það ríkisstjórnir en ekki
bara einstakir stjórnmálamenn,
er eiga hlut að máli. Hið „sam-
eiginlega markmið“, sem
kommúnistar vilja að stefnt sé
að, gæti sem bezt verið: „Eng-
ar amerískar herstöðvar í Ev-
rópu“.
Hugsum okkur, að þetta tæk-
ist í Helsinki, sem þó er ekki
útlit fyrir, að því er stjórn-
málasérfræðingar telja. Þá
myndu kommúnistarnir smám
saman breyta eðlilegum regl-
um um samstarf í ríkisstjórn,
jafnan með samþykki annarra
flokka, svo lengi sem þeirra
væri þörf.
Þannig brauzt minnihlutinn
til valda í rússnesku bylting-
unni og með sama hætti komust
kommúnistar í valdastólana í
Tékkóslóvakíu. Þetta er leiðin,
sem kommúnistar fara til þess
að komast til meiri áhrifa en
kjörfylgi þeirra veitir þeim
lýðræðislegt umboð til.
FV 12 1972
23