Frjáls verslun - 01.12.1972, Blaðsíða 26
Ekki má heldur gleyma rann-
sókna- og kennsluhlutverkinu.
Með rannsóknum er aflað nýrr-
ar þekkingar til hagnýtra nota
síðar meir og kennslan miðlar
þekkingunni og tryggir endur-
nýjun mannaflans.
Ýmis dæmi eru til um, að
spáð hafi verið fyrir lausn
þeirra með fræðilegum hætti.
Þannig var rannsóknum beint
að því að smíða rafeindatæki
(transistora) a. m. k. tíu árum
áður en hagkvæm lausn fannst.
Þá getur og sérþekking eða upp-
götvun á einu sviði átt sér hlið-
stæðu á öðrum sviðum. Lögmál-
ið um pendúlinn og endur-
færslu (feedback) var fyrst
uppgötvað í úragerð, en hið
sama lögmál gildir t.d. um
launafl í rafmagnsfræði, stýris-
loka á gufuvél og margfeldis-
áhrif í þjóðhagfræði.
En göt geta orðið milli sér-
greina og sérhæfingin sjálf svo
mikil, að einungis er unnt að
tryggja árangur hennar með
áætlanagerð, skipulagi og
stjórnun. Það er þess vegna
ekki tilviljun, að talað er um
,,stjórnunarbyltinguna“ sem
hliðstæðu iðnbyltingarinnar.
Hví er miðlungsmennskan nú
upphafin og það er í tízku að
tala um sérfræðingavaldið?
Stundum er eflaust um
öfund eða vanmáttarkennd að
ræða. Þetta eitt mundi þó tæp-
ast nægja til að skapa sérfræði-
grýluna. Ástæðunnar verður að
leita dýpra í því, sem er að
gerast í íslenzku þjóðlífi: Skóla-
kerfi í stað sjálfsmenntunar.
Aukin sérhæfing á öllum svið-
um. Aukin áherzla á ný mark-
mið, sbr. félagsleg viðhorf. Kyn-
slóðaskipti í íslenzku atvinnu-
lífi.
Hrakspár erlendra höfunda
um tækniveldið og viðvaranir
um aumara og snauðara mann-
líf. Sumir stjórnmálamenn telja
sér hag í því að slá á strengi
þjóðerniskenndar og sérstöðu ís-
lenzks atvinnulífs. Þó er í hinu
orðinu viðurkennt, að sérfræð-
inga vanti út á landsbyggðina!
FJÖLDI SÉRFRÆÐINGA OG
STARFSVETTVANGUR
Vissulega er það dulbúið lof
á þá 3—4 þúsund menn með
háskólapróf, sem starfandi eru
í þjóðfélaginu, að vald þeirra
og þekking skuli vera ógnvaldur
samtíðarinnar. Fæð þeirra ein
sýnir glögglega, að sérfræði-
grýlan er ekki á rökum reist.
vel þótt allir sérfræðingar
landsins væru í Reykjavík,
gætu þeir ekki einir sér komið
manni úr sínum hópi á þing.
Miklu réttara væri að benda
á, að tiltölulega fáir þessara
manna starfa beint í þágu frum-
vinnslu- og úrvinnslugreina og
að þörf er á menntun með mis-
munandi innihaldi og mismun-
andi lengd á æ fleiri sviðum.
Sá ótti, sem alið er á milli
sjálfsmenntunar og sérskólunar,
er reistur á röngum forsendum.
Líklegt er, að sá sjálfmenntaði
maður, sem skarar fram úr á
einhverju sviði, hefði einnig
orðið frábær sérfræðingur.
WfklMM
Vjvoívodkvinnof»oö3í<»L04>vJv«rt
íjbjvoaoftor. ^
PÍCLt' sotn DÖr f'« fot R>f;n,
fÓrkbrmg: ÖPÍ fín»$ ttgons
PIERRE ROBERT
AFTER SHAVE
FYRIR
— KARLMENN —
MÁTULEGA ILMSTERKT
MÁTULEGA ÓDÝRT
P.R. SHAVING LATHER
P.R. COLOGNE
P.R. DEODORANT
P.R. DUSCH CREAM
P.R. HAIR CREAM
P.R. HAIR LOTION
P.R. HAIR FIX
P.R. AFTER SHAVE CREAM
P.R. AFTER SHAVE
DEMI SEC
P.R. AFTER SHAVE SEC
H
p
SUÐURLANDSBRAUT 10 —
SÍMI 85080.
UdlMP/1
d&m&riólzci
26
FV 12 1972