Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1972, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.12.1972, Blaðsíða 33
VÍN SKAL TIL VINAR DREKKA Fróðleikur um vín og vínnotkun. Fæst í næstu bókabúð. Neytandinn er farinn að líta á þetta sem sjálfsagða þjónustu og ætlast til þess að geta feng- ið mjólkina með annarri neyzluvöru. Þegar ég þarf hins vegar að afgreiða matvöru- sendingu heim til viðskipta- vinarins, verð ég að labba út í mjólkurbúð og kaupa mjólk á búðarverði til að hafa með í sendingunni, sé um hana beðið, eins og oft er. Nú fyrir skömmu hóf verzl- unarfyrirtæki nokkurt mjólkur sölu í húsnæði, sem upphaf- lega var byggt til iðnreksturs. Þegar fulltrúar Mjólkursam- sölunnar voru spurðir, á hvaða forsendu viðkomandi aðili hefði fengið mjólkursöluleyfi, var svarið einfaldlega: „Þeir hafa gamalt leyfi“. Enginn veit ,hvað það þýð- ir eða hvernig slíkt leyfi er til komið. Á sama hátt má segja, að ég hafi gamalt leyfi, því að í bráðabirgðahúsinu, sem ég starfaði fyrst í uppi í Breiðholti, seldi ég mjólk. Ég er sannfærður um að þetta fyrirkomulag mun breyt- ast mjög fljótlega og mjólkin kemur almennt í verzlanir eins og aðrar neyzluvörur. — Eru einhverjir augljósir gallar á því að hefja verzlun í jafnstóru húsnæði og í Breið- holtskjöri miðað við þær fyrri verzlanir, sem þú hefur rekið? — Það verða langtum minni tækifæri fyrir mig til að fylgj- ast með högum viðskiptafólks- ins. Nú eru um 20 manns í vinnu hjá mér og kynni af- greiðslufólksins af þeim, sein í búðina koma til að verzla, verða ópersónulegri en áður var. Nú býður maður rétt „góð- an dag“ í stað þess aðáðurvoru persónuleg mál viðskiptavinar- ins rædd meðan hann var af- greiddur. Hins vegar hefur verzlun í stærri stíl haft þann kost í för með sér, að lánsvið- skiptin þekkjast varla orðið. Hin persónulegu kynni áður leiddu til þess, að kaupmaður- inn skrifaði hjá fólkinu, gat tæpast komizt hjá því vegna kunningsskaparins, sem orðinn var. Nú reyna menn kannski einu sinni að fá skrifað en þá segir afgreiðslustúlkan, að það sé ekki gert og síðan er ekki beðið um það meir. Ég tel það afar veigamikið, að um leið og ég flutti þarna upp eftir tók ég ákvörðun um að hætta að lána. Það var ótrúlegur elt ingarleikur við menn í sam- bandi við þessi lánsviðskipti. — Að lokum, Jón. Er nægi- legt framboð á hæfu starfs- fólki til að vinna í verzlunum um þessar mundir? — Það er mjög misjafnt. Persónulega hef ég verið býsna heppinn í flestum til- fellum .En því miður hlýtur fólk, sem kemur til vinnu í verzlunum, engan undirbúning undir starfið. Það hefur enga tilsögn fengið. Ef það hefur hins vegar áhuga getur það komizt mjög vel inn í starfið á skömmum tíma. Kaupmenn hafa oft velt því fyrir sér, hvernig megi bæta úr þessu og ég held, að afgreiðslufólk- ið myndi mjög gjarnan vilja sækja námskeið, ef þau væru í boði. Ég get nefnt sem dæmi þá skólun í afgreiðslustörfum, sem 18 ára sonur minn hlýtur núna úti í Danmörku. Hann verður þar í hálft ár við nám í verzlun. Fyrsta mánuðinn var hann látinn vera niðri í kjall- ara og taka vörur upp úr kössum, verðmerkja þær og flytja síðan í hillur í verzlun- inni. Síðan fer hann í kjötdeild- ina og er látinn kynnast þeirri starfsemi, sem þar fer fram. Ef ir áramótin fer hann í græn- metisdeildina og svo á bóklegt námskeið. Þetta tel ég að þurfi nauðsynlega að gera hérna heima á Islandi, sagði Jón B. Þórðarson að lokum. BÖlLffi QpV° m vélrHunartfóll HVfLlÐ MEÐAN ÞÉR VJNNIÐ SAVO-sióll er vandaður stóll. BÚSLÓÐ Húsgagnaverzlun VIÐ NÓATÚN — SÍMI 18520 AIJGLVSIÐ í ÍSLEIMDIIMGI ÍSAFOLD útbreiddasta dreifbýlisblaði landsins. FV 12 1972 33

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.