Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1972, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.12.1972, Blaðsíða 29
Verzlunarhús Breiðholtskjörs að kvöldlagi um það leyti sem jólaösin var að hefjast. Gólfflötur verziunarinnar er 420 fermetrar og kjallari fyrir vörulager er 480 fermetrar. dæmi ,því að í þeim er lagt miklu meira upp úr meðferð vörunnar og þjónustunni en verður í kjörbúð. Þó hefuv orðið áberandi breyting hvað snertir kjötdeildirnar í kjör- búðunum að því leyti til, að vöruvöndunin er orðin miklu meiri en áður. Þetta er verzl unareigendunum sjálfum að þakka, en svo má heldur ekki gleyma þætti þeirra, sem slátra og kjötiðnaðarmönnun- um. Meðferð öll á kjöti hefur stórum batnað. — Er kjötvaran á markað- inum hér á nvkkurn hátt sam- hærileg við það. so:v bekkist erlendis? — Hér er hægt að tá gcCt kjöt. Þnð hefur marg.-knis verið sagt, að jafnvel úr ,,belju“ eins og menn nefr.a það, mætti gera prýðiskjrt með því að láta það hanga rétt, í vissu hitastigi, ákveðinn tíma. Þannig má fá mjög got.t kjöt. En jafnvel bezta hráefn: má gjöreyðileggja með rang i meðhöndlun í sláturshúsi eðs í verzlun. Við látum nauta kjötið, sem selt er yfir borðið alltaf hanga ákveðinn tíma i réttum hita svo að það fái að brjóta sig. Svona nákvæm meðferð verður auðveldari hjá mér en mörgum öðrum kaup- mönnum, því að ég starfræki kjötvinnslu í sambandi við Breiðholtskjör og hef einn kjötiðnaðarmann, sem lagar allt kjötfars, kindabjúgu, kindakæfu og lifrarkæfu og álegg. — Kemur þetta betur út en að kaupa vöruna tilbúna frá kjötvinnslustöðvum? — Já. Vinnslan borgar upp ýmsa rýrnun, sem kemur fram annars staðar í verzlun- inni. Þetta er reynsla fleiri að- ila, sem við kjötvinnslu hafa fengizt . — Verða einhverjar vissar kjöttegundir undir í sam- keppni með auknu úrvali eða bitnar aukin fjölbreytni á kjötmarkaði fyrst og fremst á fisksalanum? — Ég held. að fólk borði minna af fiski fyrir bragðið. Aður fyrr hafði fólk fisk á borðum fjóra daga vikunnar á mörgum heimiium. En nú er hægt að fá kjötfars á sama verði og fiskinn og' við sjá- um æ fleiri dæmi um að 1 örn vilja alls ekki fisk. í K tmið- stöðinni hafði ég fisk tii sö'.: og þó að það væri eingöner verkaður fiskur var lyktin ott svo mikil, að ég sannfærðist um, að fiskurinn ætti ekki samleið með kjötinu. I Breið- holtskjöri leigi ég út hluta af verzlunarhúsinu fyrir fiskbúð. Ég veit, að erlendis, eins og í Danmörku og Þýzkalandi, er fiskur seldur í kjörbúðum, jafnvel lifandi upp úr kerjum, en slíkar tilraunir getum við ekki lagt út í vegna verðlags- ákvæðanna, sem gilda jafnt á fiski sem öðrum vörum. — Það er forvitnilegt að heyra, hvernig verzlunin hef- ur gengið í hverfi á við Breið- holt, þar sem er vissulega hærri hlutfallstala af efna- minna fólki en víða 1 eldri hverfum, þar sem fólk stendur ekki lcngur í húsbyggingum og er búið að koma sér vcl fyrir . — Ég byrjaði sem kaupmað- ur í Samtúninu og mjög marg- ir við.ikiptavinirnir voru efna- lítið fólk úr Höfðaborginni. En þetta fólk gerði öll sin við- skipti í búðinni hjá mé.', Það hafði ekki efni á að fara í heildverzlanirnar að kaupa hveitisekki eða appelsínukassa heldur keypti allar neyzluvör- ur í smásöluverzluninni. íbú- ar Höfðaborgarinnar höfðu peninga til að verzla fyrir og kannski var ástæðan sú, að þeir þurftu litla sem enga húsaleigu að greiða í bæjar- húsnæðinu. í Breiðholti njóta hinir efna- minnstu fyrirgreiðslu opin- berra aðila varðandi húsnæði og hafa því í mörgum tilfellum ekki eins miklar peninga- áhyggjur og þeir, sem sjálfir standa í að byggja. Þetta fólk fer ekki að rembast við að kaupa bíla eins og margir inna, þó að stórskuldugir séu f að er ánægt með húsgögnin sín og sjónvarpið en veitir sér aftur á móti oft meira til dag- legra þarfa en hinir, eins og til dæmis í mat. — Hvað er þetta stórt hús- næði, sem Breiðholtskjör er í? — Á jarðhæðinni eru 420 fermetrar og í kjallaranum 480 fermetrar. í honum er nú vörulager en átti upphaflega að vera vörumarkaður. Verzl- unin liefur orðið miklu meiri en ég gerði ráð fyrir sam- kvæmt þeim tölum, sem ég fékk útreiknaðar frá borgaryf- irvöldum á sínum tíma. íbúa- fjöldinn er miklu meiri og kaupgeta fólksins líka. í Breið- holti I sem er markaðssvæði mitt og annarrar verzlunar, verða um 1000 fleiri íbúar en reiknað hafði verið með, a!5 ég hygg, og þess er líka að gæta, að Breiðholt III. hefur verið í byggingu hálft annað FV 12 1972 29

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.