Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1972, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.12.1972, Blaðsíða 19
Útlönd Geimf erðatækni: Vmsar nýjar uppgötvanir þegar notaðar við lækningar Ósjaldan hafa forstöðumenn bandarísku geimferðaáætlunar- innar verið spurðir, livað hinn almenni skattgreiðandi beri úr býtum, eftir að 25 milljörðum dollara hefur verið varið til Apollo - tunglferðaáætlunarinn- ar. Er það nokkuð annað en hnefafylli af grjóti frá tungl- inu? Forstöðumennirnir svara því til, að auk ýmissa vísindalegra uppgötvana, sem mánagrjótið sé eins konar minnisvarði um, hafi fjöldinn allur af býsna hagnýt- um nýjungum komið fram í beinu sambandi við geimferða- undirbúninginn. LÆKNAVÍSINDIN Á sviði læknisfræðinnar hafa nýjar uppfinningar orðið til vegna tilrauna til að fylgjast með líkamlegu ástandi geim- faranna á ferðalögum þeirra. í hinum fullkomnari sjúkra- húsum getur ein hjúkrunarkona fylgzt með fjölda sjúklinga í gjörgæzludeildum með því að hafa auga á tækjaborðinu, sem jafnan gefur til kynna, hvern- ig líðan hvers og eins er þá stundina. f Huntsville í Alabama hefur verið hönnuð afar fullkomin sjúkrastofa, þar sem safnað hef- ur verið saman alls konar upp- finningum geimferðastofnun- arinnar. Hún er hönnuð fyrir svo til algjörlega lamaða sjúkl- inga, þannig að með ýmsum stjórntækjum er unnt að opna glugga, kveikja og slökkva Ijós og stilla sjónvarpið, — aðeins með því einu að renna auga, þrýsta eyra að kodda eða blása á sérstaka plötu. Tækin, sem stjórnast af hreyf ingu augans, hafa komið fram vegna þess, að geimfarar verða að geta haft stjórn á geimskip- um, þó að þeir geti hvorki hreyft legg né lið vegna ofur- þunga aðdráttaraflsins, sem á þeim hvílir, þegar eldflaug hef- ur sig á loft. Slíkur stjórnbúnaður hefur líka verið settur á hjólastóla, þannig að næstum gjörlamað fólk getur farið ferða sinna nokkuð greiðlega. í St. Luke’s sjúkrahúsinu í Denver getur líka að sjá eina „hliðarframleiðsluna“, sem til hefur orðið fyrir tilverknað geimferðasérfraeðinga. í dauð- hreinsaðri skurðstofu þar nota læknar jafnan glerhjálma yfir höfðinu til að koma í veg fyrir að sýkja sjúklinginn á meðan tímaJfrekar aðgerðir fara fram. Önnur uppgötvun mun gera læknum kleift að horfa á mynd af starfandi hjarta sjúklings. Þetta verður mögulegt með því að beina hárnákvæmum upp- lýsingum um æðaslög inn í tölvu, sem umbreytir upplýsing- um í mynd af hjartanu. Ýmsir Hjdlmar, sem geimtceknifrœðingar hafa hannað, eru notaðir í dauðhreinsuðum skurðstofum til að koma í veg fyrir sýkingu. „Beta" fataefnið á myndinni til hœgri getur ekki brunnið. Það er einnig árangur af tilraunum í sambandi við geimferðaáœtl- unina. FV 12 1972 19

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.