Frjáls verslun - 01.12.1972, Blaðsíða 27
Samtíðarmaður
Jón B. Þórðarson í Breiðholtskjöri:
„Því miður hlytur fólk, sem
kemur til vinnu í verzlun engan
undirbúning undir starfið.”
Hálfgert neyðarástand hjá Breiðholtskjöri vegna innbrota.
Jón B. ÞórSarson, kaupmaS-
ur í Reykjavík, rekur eina
nýjustu og glæsilegustu verzl-
un höfuSborgarinnar, BreiS-
holtskjör. Fyrstu kynni sín af
verzlun öSlaSist Jón þegar í
barnæsku viS ýmis aSstoSar-
störf í verzlun föSur síns,
ÞórSar Bjarnasonar, kaup-
manns á Akranesi. Eftir nokk-
urra ára sjómennsku kom Jón
í land og fór aS starfa sem af-
greiSslumaSur í verzluninni
Þrótti í Samtúni. ÞaS var áriS
1957 en fljótlega keypti Jón
þá verzlun og seldi matvörur,
þar á meSal kjötvöru. Næst lá
leiSin í KjötmiSstöSina viS
Laugalæk, sem Jón rak ásamt
verzluninni Þrótti um skeiS.
Nú var HeimahverfiS svokall-
aSa í uppbyggingu og tók Jón
þar verzlunina Heimakjör á
leigu og rak hana í tíu ár eSa
til ársins 1969, þegar BreiS-
holtskjör tók til starfa.
Jón B. Þórðarson hefur sem
sé fylgt Reykjavíkurborg i
vexti hennar austur á bóginn.
Hann hefur átt að viðskipta-
vinum fólk með mjög mismun-
andi fjárhagsgetu og verzlun-
ina hefur hann sjálfur stund-
að í misstóru og misgóðu hús-
næði. Er við hittum Jón að
máli í miðjum jólaönnunum i
verzluninni, vörpuðum við
fyrst fram þeirri spurningu,
hverjar honum þættu eftirtekt-
arverðastar breytingar í verzl-
uninni á þeim tíma, sem hann
hefur verið beinn aðili að
henni?
— Mest áberandi er að
sjálfsögðu vöruvalið, sem nú
er á boðstólum, sagði Jón.
Þegar ég var að byrja, höfð-
um við ekki nema eina tegund
af haframjöli, eina tegund af
salti og tómatsósu, svo að
nefnd séu dæmi, en núna eru
fáanleg fimm eða tíu mismun-
andi merki innan hvers vöru-
flokks. Það var ekkert val áð-
ur. Þekking viðskiptavinanna
er líka orðin svo áberandi
miklu meiri en áður. íslend-
ingar ferðast mikið erlendis og
kynnast þar matvælum ann-
arra þjóða. Þetta hefur þau
áhrif að fólkið er miklu vand-
látara þegar heim er komið og
gerir siauknar kröfur, bæði til
hráefnisins og líka þess, sem
fylgja skal svo að framreidd
verði gómsæt máltíð. Áður var
lambakjötið allsráðandi og
kjúklingum til dæmis fleygt.
Viðhorfið er gjörbreytt.
— En er ekki kaupniaðurinn
settur í talsverðan vanda, þeg-
ar hann á að velja. úr öllum
þessum tegundum við' innkaup
fyrir verzlunina?
— Tegundirnar skipta þús-
undum og það er fyrir öllu að
geta boðið sem mest úrval.
Samt verður að sjálfsögðu að
hafna einhverju og þá getur
verið úr vöndu að ráða. Kaup-
maðurinn þarf að þekkja vör-
una og hygg ég, að innflytj-
endur gætu til dæmis lagt
stórum meiri áherzlu á kynn-
ingu á sínum varningi með
því að senda kaupmönnum
sýnishorn af niðursuðuvör-
um, til dæmis, og gefa þeim
kost á að kynnast varningn-
um, eða bjóða slíka þjónustu í
eigin húsakynnum.
— Kjötmiðstöðin við Lauga-
læk var einvörðungu kjötverzl-
un. Er enn grundvöllur fyrir
rekstri slíkra sérbúða, ef svo
má að orði komast?
— Það er ekki grundvöllur
fyrir einhliða kjötbúð í dag.
Hins vegar finnst húsmæðrum
skemmtilegt að koma í kjöt-
búðir eins og þær gerast í
Danmörku, svo að nefnt sé
Jón: Sjónvarpskerfið í búðinni veitir mikið aðhald og minna er
um hnupl en ella.
FV 12 1972
27