Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1972, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.12.1972, Blaðsíða 25
Greinar og viötöl Sérfræðingagrylan Eftir dr. Guðmund H/lagnússon, prófessor „Öll veröldin er leiksvið, þar sem allir vilja leika fíflið“, — þ. e. vinsælasta hlutverkið. Þannig skjöta öðru hvoru upp kollinum sjálfkjörnir alvitring- ar, sem reyna að slá sig til riddara á annarra kostnað. Ekki sjaldan verða hagfræðingar og viðskiptafræðingar fyrir barð- inu á þeim. Hvað veldur? SÉRHÆFING OG FRAMFARIR Engum dylst, að menn eru mismunandi hæfileiknm gædd- ir, þótt deilt sé um þátt erfða og uppeldis. Og mannkynið hef- ur lengstum komizt ;.f án sér- menntaðra lækna, hagfræðinga, örverufræðinga, töhusérfræð- inga og annarra ámóta sér- hæfðra manna, sbr. „Löngum var ég læknir minn, lögfræð- ingur, prestur“. En framfarirn- ar voru að sama skapi hægar. Hið nýja í hagsögu síðustu ald- ar er nokkurn vegir.n stöðugar framfarir. í sókn til bættra lífskjara hefur meira áunnizt á síðustu áratugum en öldum saman áður. Sérliæfingin er hvort tveggja í senn orsök og afleiðing efnahagsþróunarinn- ar. Ekkert þjóðfélag hefur treyst sér til að hafna alger- lega kostum sérþekkingarinn- ar, þótt jafnframt hafi orðið að kingja nokkrum göllum,. sem henni eru samfaia. TÆKNI OG HÆFILEIKAR Ekki skal lítið gert úr brjóst- vitinu, svo langt sem það næj- Það hefur jafrm verið talið gott að vita a.m.k. jafnlangt nefi sínu. En það væri ákaf- lega óhentug aðferð að prófa Pýþagórasarregluna í hvert skipM með því að taka í nefið og dýfa því ofan í vatn. Til- raunii c ■? miðlun þekkingar (gamallai og nýrrar) krefjast kerfisbundinna aðferða og ná- kvæmra kilgr iininga á við- fangsefni og hugtökum, þann- igaðsemminnst fari millimála, hvað gert hefur verið, eða við hvað er átt hverju sinni. í þessu felst vinnuhagræðing og tímasparnaður. En sífellt verð- ur að leita á ný þekkingarmið. Þess vegna er æskilegt, að menntakerfið sé þann veg úr garði gert, að það hvetji nem- endur til sjálfstæðrar hugsun- ar og til að bæta við þekkingar- forðann. EINFÖLD OG FLÓKIN VIÐFANGSEFNI Áður en leitazt mun við að skýra tilbúning sérfræðigrýl- unnar, er ekki úr vegi að setja fram nokkrar hugleiðingar um takmörk brjóstvits og sérþekk- ingar og stöðu sérfræðinga í þjóðfélaginu. Sum viðfangsefni eru „ein- föld“ í eðli sínu. Allir, sem ekki eru eitthvað á eftir, geta leyst þau hjálparlaust, enda þótt þeim kunni að farast verk- in misvel úr hendi. En jafnvel þótt verkefnið sé einfalt, kann að taka því að beita vélrænni aðferð við lausn þess, einkum ef endurtaka á sama handtak- ið mjög oft, sbr. flökunarvél í frystihúsi. Reyndar getur kostnaðarsamanburður gefið til kynna, að það borgi sig einung- is að nota vélina, þegar vinnu- aflið hefur ekki undan. Sömu- leiðis getur það verið mismun- andi, hvaða fisktegundir borga sig bezt. Þá getur viðfangsefnið verið „einfalt“, en kostnaðarsamt úr- lausnar, sbr. að hafa stjórn á rakamagni við garðyrkju. Enn ön iur verkefni eru þess eðlis, í.ð þau sýnast „einfaldari“ en þau eru, þ.e. „rétta“ svarið er annað en það, sem brjóstvitið gefur til kynna. Dæmi; Líkurn- ar fyrir því, að a.m.k. 2 í 23 manna hópi (völdum af handa- hófi) eigi sama afmælisdag eru rúmlega 50%. Hver mundi vilja veðja á þetta með jöfnum lík- um í fljótu bragði? Annað dæmi; Hver eru áhrif vaxta- hækkunar á ráðstöfun tekna einstaklings milli sparnaðar og neyzlu (í frjálsu þjóðfélagi)? Svarið fer algerlega eftir for- sendufn og er of flókið til að rekja hér. Hlutverk sérfræðingsins í öll- um þessum dæmum er að brjóta málin til mergjar og benda á lausnir. Þessar lausnir grund- vallast oftast á þeim þekking- arforða, sem fyrir hendi er. Ný tækni eða aðferðir verða ekki til á hverjum degi eða með skömmum fyrirvara. Stundum gerist það, að verkefnið hefur enga þekkta lausn, sem er al- gild. Má hér vísa til gerðar stundaskráa með aðstoð raf- reikna og þess, að fáar algild- ar niðurstöður eru fyrir hendi um fjölpörunarvandamál. Þá er og mannlegt, að hver og einn telji sig bera skynbragð á fjármál ríkisins og rekstur þjóðarbúsins sem eigin húshald, þótt hinum sömu dytti aldrei í hug að fjarlægja botnlangann úr fjölskyldumeðlimi eða smíða lendingarútbúnað fyrir þotur í frístundum sínum. Þannig mætti lengi telja. Stundum er skakkt vandamál leyst. Enn oft- ar er sennilega rétta vandamál- ið leyst of seint. Málin skipast þó á einhvern veg, en að halda að með því hafi rétta vandamál- ið verið leyst á réttum tíma með ákjósanlegasta hætti, væri mikil glámskyggni. Sérfræð- ingsins er að skilgreina „beztu lausn“, þ.e. þá leið, sem hag- kvæmust er til að ná tilteknu markmiði við tilteknar aðstæð- ur. Reyndar þarf oft að vega saman markmiðin og leiðirnar geta verið margar. Markmiðin og leiðirnar geta jafnvel verið innbyrðis háð, sbr. velferðar- hugtakið og full atvinna. FV 12 1972 25

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.