Frjáls verslun - 01.12.1972, Blaðsíða 39
Um heima og geima
Litli Bill kom með miklum
bægslagangi inn á krá í Villta
vestrinu og öskraði:
— Hver hefur málað hest-
inn minn grænan?
Stórt og afar fyrirferðarmik-
ið vöðvafjall stóð upp frá borði
og svaraði:
— Það gerði ég og hvað
mcð það?
— Ekkert, svaraði Litli Bill.
Ég ætlaði bara að láta hig vita,
að hann er orðinn þurr og klár
fyrir aðra umferð.
Gestur á hóteli þurfti að
fara á salernið. Allt í einu var
barið í vegginn og spurt:
— Fyrirgefið, en þér hafið
víst ekki neitt umfram af
toilet-pappír?
— Nei, því miður. Ég er bú-
inn með rúlluna.
Tveggja mínútna þögn. Svo
var aftur barið í vegginn:
— Afsakið, mér þykir þetta
mjög miður. En það er víst
ekki gamalt dagblað í her-
berginu yðar?
— Því miður. Hér er ekkert
dagblað.
Aftur tveggja mínútna þögn
og enn var barið í vegginn:
— Segið mér, þér getið víst
ekki skipt þúsund króna seðli?
Þau sátu hamingjusöm í
bílnum í Ólafsfjarðarmúlanum
og horfðu á miðnætursólina.
— Ég elska miðnætursólina,
sagði Norðlendingurinn.
— Æ, það geri ég ekki,
svaraði vinkona hans. — Hún
minnir mig svo á manninn
minn, stór og rauð — og svo
allt þetta næturdroll.
Hann sat skjálfandi og ná-
fölur í stólnum hjá lækninum.
•— Nú gengur þetta ekki
lengur, læknir. Ég er að verða
vitlaus af þessari martröð, sem
angrar mig hverja einustu
nótt.
— Segðu mér frá þeirri síð-
ustu.
— Jú, í nótt voru konan
mín og krókódíll á harðahlaup-
um á eftir mér. Þau voru á
hælum mér, yfir holt og hæð-
ir, fen og opnar sléttur. Draum-
urinn var svo raunverulegur,
ég sá bókstaflega þessi ísköldu,
grænu augu, gular, hvassar
tennurnar og þetta ógurlega
gin . . . og hrjúfa húðina . . .
— Hvert þó í þreifandi.
— Þetta er nú ekki neitt,
læknir. Svo var það þessi ægi-
legi krókódíll . . .
— • —
Meistarinn var af gamla
skólanum og kunni alls ekki
vel við breytta og frjálslegri
starfsháttu á verkstæðinu. Dag
nokkurn talaði hann einslega
við nýja lærlinginn og sagði
óhress í bragði:
— Hefði þetta verið fyrir
fimmtán áriun myndi ég hafa
tekið svona svefngengil eins og
þig og lúbarið.
— Það var þér líkt, svaraði
lærlingurinn, því að þá var ég
bara tveggja.
Stjáni litli kom grátandi í
skólann og mjög miður sín.
Kennarinn vildi hughreysta
hann og spurði, hvað amaði að
honum:
— Það er hann pab'bi. Hann
er búinn að drekkja kettling-
unum mínum . . . öllum átta.
— Það var reglulega ljótt af
pabba þínum, sagði kennarinn.
— Já. Huuuu. Hann var bú-
inn að lofa, að ég fengi að gera
það sjálfur.
Það var á heræfingu:
Liðsforinginn: — Áður en
ráðizt er til atlögu gegn
óvininum er kallað: „Sjálf-
boðaliðar lilaupi af stað.“ —
Hvað gerir maður þá, 87?
87: — Gengur eitt skref til
hliðar, svo að sjálfboðaliðarnir
komist framhjá.
FV 12 1972
39