Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1973, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.03.1973, Blaðsíða 11
með tvöföldun afla til löndunar í höfuðborginni, ef togararnir landa meira heima en gert hefur verið. LANDRÝMI STÆKKAR Árin 1969-1971 var árlega landað úr togurunum í Reykja- vík 23.300 tonnum að meðaltali, en 15.200 tonn sigldu þeir með til útlanda. Ef siglingar út legð- ust niður má gera ráð fyrir 8.800 tonna aflaaukningu. Sá útreikn- ingur er miðaður við gömlu tog- arana. Spá miðuð við hámarks- löndun nýju togarana hljóðar upp á 55 þús. tonn á ári. Á þessum forsendum hafa líka verið gerðar tillögur um aukn- ingu landssvæðis hafnarinnar fyrir vestan Grandagarð, um tæpa 10 hektara. Til samanburð- ar má nefna, að öll Örfirisey er 4 hektarar. Á þessari nýju upp- fyllingu skapast aðstaða fyrir vinnslustöðvarnar og yrðu það að minnsta kosti 2 hektarar, sem hver stöð þyrfti til að reisa ný frystihús, Hugmyndin er síðan sú, að af 1- inn komi á land við bakkann á Grandagarði austanverðum, fari úr sameiginlegri fiskmóttöku í hinar einstöku vinnslustöðvar og frá þeim af tur í frystigeymslu úti á hafnarbakka, þar sem af- urðirnar munu bíða útflutnings. Gæti það hugsanlega orðið sameininleg geymsla fyrir all- ar stöðvarnar. Álls kostar fram- kvæmdin við aukið landrými við Grandagarð um 200 mill- jónir, eða 2000 krónur fer- meterinn með fullgerðum göt- um og lögnum. Tvö viðlegupláss verða fyrir togara við löndunartæki í fiski- höfninni og hugsanlega má landa úr fjórum samtímis. Að löndun lokinni verða skipin síð- an flutt yfir á bryggjuvængi, sem ganga út frá bakkanum og fá þar ís og aðra þjónustu. MÝNDI SPARA EINN ÚTHALDSDAG Enn liggur ekki ljóst fyrir, hvort fiskurinn verður settur í kassa um borð í skipunum eða hvort það verður gert við lönd- unina. Til álita kemur líka að landað verði með loftsogi og að fiskurinn fari síðan á færibandi í móttökuna. Loftsogsaðferðin hefur reynzt erfiðlega í Evrópu en ryður sér aftur á móti til rúms í Bandaríkjunum og hefur hlotið þar talsverða viðurkenn- ingu. Fiskurinn gæti líka með þessu móti farið á fæxúbandi beint í vinnslustöðina. Geymsluaðstaða yrði fyrir 650 tonn af fiski á viku í hinni nýju móttökustöð en alls gætu 2000 tonn farið um hana, ef vinnslu- stöðvar hefðu fullkomlega und- an. Að meðaltali hefur veriði reiknað með, að úr hverjum togara komi 180-215 tonn og er í útreikningum sérfræðinga gert ráð fyrir 15 skipum. Hafnarstjóri tjáði FV, að gott þætti ef löndun úr togara væri lokið á einum degi við núver- andi aðstæður, en annar dag- ur færi svo í þjónustu við hann. Við breytinguna, sem nú er fyr- irhuguð, ætti þetta hvorttveggja að geta farið fram samdægurs, þannig að einn úthaldsdagur gæti bætzt við, ef samningar við áhafnir skipanna leyfðu. ís- inn myndi afgreiddur frá sam- eiginlegri framleiðslustöð og yrði hann fluttur beint í skipið frá stöðinni á færibandi, og af- greiðsla skipsins tæki þá ekki nema tvo tíma. ísframleiðslu- stöðin myndi hafa framleiðslu- getu upp á 200 tonn á sólarhring og kosta 60 milljónir króna. Sagðist hafnarstjóri að lokum vona, að samvinna tækist með útgerðaraðiljum og eigendum vinnslustöðvanna um þessar framkvæmdir, sem yrðu mjög til að bæta aðstöðu togara og úti- legubáta í Reykjavík, þeirra skipa, sem mest leggja upp af afla til vinnslustöðvanna. ÚTGERÐ — FISKVERKUN HRAÐFRYSTIHÚS — VERZLUN • Rekum hvers konar fiskverkun og fiskvinnslu, svo og síldarsöltun. • Leigjum veiðiskipum viðlegupláss, svo og íbúð, bcitinga- og aðgerðar- pláss. Veitum margs konar þjónustu. • Höfum umboð fyrir Olíufélagið Skeljung lií'. og Sjóvátryggingafélag Islands lif. MÍÐNES HF. Sandgerði Símar 92-7403 (skrifst.), 92-7405 (fiskverkun) og 92-7418 (hraðfrystihús). FV 3 1973 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.