Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1973, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.03.1973, Blaðsíða 57
segir einnig, að ekki verði smíð- aðir fleiri togarar til ferskfisk- veiða. Nordsee-útgerðin er að breyta 8 gömlum frystitogur- um í ferskfiskveiðitogara, sem nothæfir eru til veiða í 5-8 ár til viðbótar, að sögn Dr. Pesch- au. Hin öra breyting, sem nú á sér stað á úthafsveiðiflotanum er afar kostnaðarsöm og útgerð- in getur ekki ein staðið undir henni óstudd. Þýzk stjórnvöld hafa fallizt á að veita útgerðinni aðstoð. Útgerðarfélag, sem fest- ir kaup á nýjum verksmiðjutog- ara, verður að leggja fram milli 20-30% af kaupverðinu. Ríkið veitir þá kaupandanum 25% lán, með 4% ársvöxtum. Mis- muninn verður útgerðin að fá hjá lánastofnunum, gegn veði í skipinu, en vextir af slíkum lánum eru milli 8 og 9 af hundr- aði, en ríkið greiðir 3% vaxt- anna, sem raunverulega er eins konar ríkisstyrkur. Þessir skilmálar eru aðgengi- legir fyrir útgerðina, enda eru mörg skip í pöntun og andrúms- loftið innan útgerðarinnar hef- ur sjaldan verið eins gott. Vest- ur-þýzka útgerðin er tilbúin í fiskislaginn á Atlantshafinu á komandi árum og áratugum. Vestur-Þjóðverjar eiga jafn- framt nokkur rannsóknarskip í smíðum, sem aðstoða eiga tog- araflotann við úthafsveiðar. Eins og við vitum, þá eiga Vest- ur-Þjóðverjar einhverja beztu fiskirannsóknastofnun heims — Bundesforschungsanstalt fúr fischerei — þar sem fjöldi vel menntaðra fiskifræðinga og vís- indamanna starfar. Þýzkir útgerðarmenn segja, að þrátt fyrir allar þessar já- kvæðu breytingar, þá á útgerð- in við mörg vandamál að glíma. Rolf Hageman sagði nýverið, m.a.: „Fiskiðnaðurinn býr yfir miklum möguleikum, en við er- um ekki ánægðir með stuðning stjórnmálamanna við útgerðar- málin, sem þyrfti að vera mun meiri. Josef Ertl, sjávai’útvegs- ráðherra, er vinveittur útgerð- inni og gerir henni mikið gagn. Að honum undanskildum, þá eigum við engari talsmann á stjórnmálasviðinu og með til- komu EBE, þá búum við við tvær stjórnir — þ. e. a. s. í Bonn og í Brussel“. Að lokum má geta þess, að út- gerðarmenn í öðrum löndum Efnahagsbandalagsins hafa ekki síður áhyggjur af þessari staðreynd, en þeir þýzku. Fiskiskipafloti heimsins 15.000 skip Samkvæmt nýjustu skrám Lloyd’s yfir fiskiskipaflotann í heiminum hefur skipum, stærri en 100 brúttórúmlestir, fjölgað svo, að árið 1972 var flotinn samanlagt 15.000 skip, og hafði þá fjölgað um 3.500 skip síðan 1969. Þó að samanlögð stærð allra þessara skipa sé tiltölulega lítil er samt eitt skip af hverjum fjórum í heiminum — utan herskipaflota — notað til fiskveiða. Ef aðeins er litið á tonnafjöldann, kemur í ljós, að sovézki fiskiskipaflotinn einn er um helmingur af þeim 9,6 milljón tonnum, sem fiskiskipafloti heimsins nemur samtals. FÁIR STÓRIR í skréftium er getið 101 ríkis, sem talið er eiga fiskiskip stærri en 100 tonn, en aðeins 13 þeirra áttu flota, sem var hver um sig 100.000 brúttórúmlestir eða meira. Þar af geta aðeins fjögur, þ. e. a. s. Bandaríkin, Noregur, Kanada og Perú talizt fyrst og fremst strandríki. Þó væri rangt að álíta, að vaxandi skipastóll væri aðeins bein afleiðing af auknum úthafsveiðum. í skýrslum Lloyd’s kemur fram, að Perúmenn, sem árið 1969 áttu 294 skip, áttu orðið í fyrra 590 skip. Mexikanar hafa aukið fjölda stærri fiskiskipa sinna úr 13 í 104 á sama tíma, Danir úr 151 í 221 og Suður-Afríkubúar úr 100 í 121, svo að dæmi séu nefnd. FÆKKAÐI HJÁ VESTUR-ÞJÓÐVERJUM Það er ljóst, að á síðustu fjórum árum hafa orðið litlar breytingar á fjölda fiskiskipa þeirra þjóða, sem hvað kunnastar eru fyrir veiðar á fjarlægum miðum. Brezki fiskiskipaflotinn stækkaði úr 578 í 589 skip, en tonnafjöld- inn varð eftir sem áður svipaður. Skipum Vestur-Þjóðverja fækkaði úr 215 í 149 skip og frönskum fiskiskipum úr 663 í 632. Skipaskrárnar sýna þó líka, að sum ríki eru að bæta við sig skipum í mjög auknum mæli til veiða á úthöfunum. Árið 1969 áttu Japanir 2.067 veiðiskip og 58 verksmiðju- skip og flutningaskip fyrir fiskveiðiflotann. í fyrra voru veiðiskipin orðin 2.830 og verksmiðju- og flutningaskip alls 68. Sömuleiðis hefur spánski flotinn stækkað úr 1.289 skip- um 1969 í 1.424 í fyrra. Fiskiskipakostur Pólverja óx úr 198 í 239, sá rúmenski úr 6 í 20 og hinn búlgarski úr 9 í 16. Formósubúar áttu tvö skip stærri en 100 lestir 1969, en á síðasta ári voru þau orðin 194. Floti Kúbu stækkaði úr 136 í 191. SOVÉTMENN EIGA METIÐ En öll þessi þróun er þó smámunir hjá fjölgun úthafs- veiðiskipa Sovétmanna á sama tímabili. Sovézki flotinn af þessari umræddu stærð, 100 tonn og meira, var árið 1969 alls 2604 veiðiskip og 304 verksmiðju- og flutningaskip. í fyrra voru veiðiskipin orðin 3.247 og verksmiðju- og flutn- ingaskipin 494. Verksmiðju- og flutningaskipum yfir 10.000 tonn hefur fjölgað úr 66 í 100 á þessu fjögurra ára tímabili og veiðiskipum yfir 2.000 tonn úr 382 í 574. FV 3 1973 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.