Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1973, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.03.1973, Blaðsíða 27
FISKIFRETTIR IILAÐAITKI FlSJÁLSItAll VEltZLUNAR Samtíðarmaður, Einar Guðfinnsson útgerðarmaður: „Það hefur verið gæfa mín að njóla ávallt trausts fólksinséi Velta fyrirtækjanna í Bolungarvík 400 milljónir — IJnnið að gerð innri hafnar Svo er um mörg byggðar- Iög á íslandi, að í atvinnu- sögu þeirra ber hátt nöfn ein- stakra athafnamj>nna. sem af miklum dugnaði rifu sig upp úr landlægri örbirgð og settu á stofn atvinnurekstur, sem með tímanum hefur vax- ið upp í að verða meginburð- arás atvinnulífs byggðarlags- ins. Lífsafkoma flé'stra ef ekki allra íbúa þessarra staða hefur verið undir því komin, að athafnamaðurinn hefði kjark og þolgæði til að takast á við hina margvísleg- ustu erfiðleika, sem sveiflu- kennd þróun íslenzks efna- hagslífs hefur getið af sér. Þessum mönnum hefur nú fækkað og enginn er lengur jafn- áberandi aflvaki í margvísleg- ustu málefnum sinnar heima- byggðar og Einar Guðfinnsson, utgerðarmaður í Bolungarvík. Það þarf ekki að litast lengi um í Bolungarvík til að komast að raun um að þar er byggð í ör- um vexti og að þar vegnar fólki vel. Bolungarvík er girt háum fjöllum á þrjá vegu og opnu ísafjarðardjúpinu að norðan. Þó að einangrun geti orðið þar al- gjör á vetrum, þegar Óshlíðar- vegur lokast og Djúpið kemst í sinn versta ham, hefur íbúum Bolungarvíkur fjölgað jafnt og þétt og talar það sínu máli um afkomu manna í byggðarlaginu. BLÍÐAN FYRIR VESTAN Þegar tíðindamaður FV lagði leið sína vestur að hitta Einar Guðfinnsson var víðs fjarri að hann kæmist á nokkurn minnsta hátt í snertingu við það vetrar- ríki, sem svo margar sögur fara af frá þessum slóðum. ísaf jarðar- flugvöllur var opinn í blíðasta logni, snjór var að bráðna í f jöll- um, vegurinn fyrir Óshlíð greið- fær eins og að sumarlagi, og það reyndist engin bjartsýni að ætla að komast suður til Reykjavíkur aftur strax daginn eftir. Áætl- unin stóðst í hvívetna. En einmitt fyrir þær sakir, að svo fyrirhafnarlítið getur ver- ið að komast landshorna á milli nú á dögum og svo miklum gjör- breytingum hafa lífsvenjur fólks um land allt tekið, verður það þeim mun áhugaverðara að kynnast ferli athafnamanna á borð við Einar Guðfinnsson, sem iétu frumstæð skilyrði fyrstu áratuga aldarinnar ekki aftra sér frá að vinna stórvirki og skara fram úr enn í dag. Það var verið að landa loðnu úr Eldborginni við bryggju Einar Guðfinnsson við líkan af sexæringnum Tóta, sem hann var eitt sinn tormaður á. FV 3 1973 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.