Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1973, Blaðsíða 77

Frjáls verslun - 01.03.1973, Blaðsíða 77
Marco: Nýjungar í veiðarfærum Marco h.f. var fyrst íslenzkra fyrirtækja til að flytja inn veiðarfæri frá Japan, að því er forstjórinn, Þórhallur Þoriáks- son, tjáði okkur, er við röbbuð- um við hann fyrir nokkrum dögum. Fyrirtækið hóf við- skipti við japanska risafyrir- tækið Momoi Fishing Net Manufacturing Company fyrir 18 árum, en það á dótturfyrir- tæki eða útibú í Taiwan, Tai- landi, Nígeríu, Perú og Banda- ríkjunum. Frá þessu fyrirtæki flytja þeir inn, enn í dag, nylonnet af öllum gerðum fyr- ir bátaflotann. Þessi innflutn- ingur ásamt innflutningi á plast- eða polyethylene botn- vörpum og tógi fyrir togara og togbáta er aðalviðskiptasvið Marco hf. í dag. Þessi plastefni eru keypt frá portúgalska fyr- irtækinu Cotesi. Þórhallur sagði okkur að hér á landi hefði á undanförnum áratug, eða um það bil, myndast eitilhörð samkeppni milli inn- flytjenda veiðarfæra og sagðist hann álíta að varla væri í nokkru öðru Evrópulandi eins mikið úrval veiðarfæra á boð- stólum og hér, og væri ein af- leiðing samkeppninnar sú að hér væru allar nýjungar í veiðarfæ- um fyrr á ferðinni en víðast ann- ars staðar. Sem dæmi um það nefndi hann að íslenzkir togar- ar hefðu notað plastefni í botn- vörpur löngu áður en notkun þess efnis varð almenn í Eng- landi, Þýzkalandi og víðar. Sem beina afleiðingu verzl- unarfrelsis og harðrar sam- keppni, kvaðst Þórhallur geta fullyrt, að verð á veiðarfærum á íslandi hafi t.d. verið mun lægra en í Noregi, þar sem er ríkiseinkasala á þessari vöru. Þetta kvað hann t.d. Færeyinga hafa notað sér á síldarárunum, en þá keyptu þeir fjölda herpi- nóta á íslandi, og einnig tölu- vert magn af þorskanetum. Meirihluti viðskipta Marco hf. er umboðssala, en einnig selja þeir af lager og hafa fyrir hann húsnæði á Langholtsveginum. Skrifstofur Marco h.f. eru í Að- alstræti 11, Morgunblaðshúsinu, og hjá fyrirtækinu vinna 6 manns. Asíufélagiðx Togarakaupin voru einn stærsti viðskiptasamningur einkafyrirtækis Asíufélagið var stofnað árið 1959 og hóf það þá innflutning á japönskum veiðarfærum frá Nishimen og Taito Seiko, sem er dótturfyrirtæki Taiyo Fisheries, stærsta fiskveiðifélags heims. Það eru aðallega nylon net sem félagið flytur inn þaðan, bæði ánetjunarnet og herpinætur. Á síðasta ári keypti Asíufélagið einnig frá Japan veiðarfæri fyr- ir togara í sambandi við milli- göngu þess um kaup á tíu tog- urum frá japönsku fyrirtækjun- um Niigata Engineering Com- pany Ltd. sem smíðar 4 þeirra og Narasaki Ship Building Com- pany Ltd. sem smíðar 6. I fram- haldi af þeim kaupum gerir Kjartan R. Jóhannsson forstjóri ráð fyrir að fyrirtækið snúi sér í auknum mæli að innflutningi á veiðarfærum fyrir togara. As- íufélagið hefur einnig flutt inn nylonnet frá Noregi, tóg frá Portúgal og fiskikassa frá Nor- egi. Félagið hefur verið braut- ryðjandi í sölu fiskikassa hér- lendis og er augljóst að sala á þeim er í miklum vexti, því sam- ið hefur verið um sölu á um sjötíu þúsund kössum á þessu ári. Kassar þessir eru gerðir úr plasti og eru ætlaðir til varð- veizlu í ísuðum fiski. Þeir eru framleiddir hjá fyrirtækinu Svein Strömberg & Co. A/S í Bodö í Noregi, en það fyrirtæki vinnur nú m. a. að hönnun á plastkörum til saltfiskverkunar sem og tilfærslu á fiski og á plast„pallettum“ fyrir vörulyft- ara. Asíufélagið hefur mikinn hug á að flytja inn þessar vörur. ,,Palletturnar“ eiga að þola einn- ar lestar þunga og þar sem þær eru úr plasti er mun auðveldara að halda þeim hreinum en tré- „pallettum“ þeim sem hingað til hafa verið notaðir. Innflutn- ingur félagsins er að mestu um- boðssala. Samningurinn um kaup tog- aranna tíu, sem Asíufélagið gerði á síðasta ári, er einn stærsti viðskiptasamningur einkafyrirtækis hérlendis, en kaupverð togaranna allra án veiðarfæra var um 13 milljónir Bandaríkjadala. Þetta eru allt skuttogarar af sömu gerð, 47 metra langir, 462 gr. brúttólest- ir. Togararnir verða allir af- greiddir á þessu ári, sá síðasti um mánaðamótin júlí/ágúst. Kaupendur þessara togara eru eftirtalin fyrirtæki: Síldar- vinnslan h.f. Norðfirði, Bergur- Huginn s.f. í Vestmannaeyjum, Tangi h.f. Vopnafirði, Miðfell h.f. Hnífsdal, Jökull h.f. Raufar- höfn, Hvalbakur s.f. Stöðvar- firði, Útgerðarfélag Skagfirð- inga h.f. Sauðárkróki, Hrað- frystihús Fáskrúðsfjarðar. Fá- skrúðsfirði, Útgerðarfélag Ólafs- fjarðar h.f. Ólafsfirði og Skag- strendingur h.f. Skagaströnd. Asíufélagið hefur einnig jafnan stundað nokkuð út- flutningsviðskipti. Hefur það aðallega flutt frystar rækjur til Noregs, Danmerkur og Eng- lands og söltuð grásleppuhrogn til Þýzkalands og Japans. Asíufélagið er nú til húsa að Vesturgötu 2 í Reykjavík. Þar hittum við Kjartan að máli og spurðum hann að gamni hvað væri verð á loðnunót af algengri stærð í dag. Hann kvað erfitt að nefna tölu í því sambandi þær gætu kostað allt frá 2y2 milljón og upp í fimm milljónir króna. FV 3 1973 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.