Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1973, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.03.1973, Blaðsíða 8
OMÐSPOMt... Unnið er kappsamlega að tilraunum til að sameina svo- nefnda „vinstri menn“ á íslandi. Björn Jónsson og Gylfi Þ. Gíslason ásamt Hannibal Valdimarssyni ætla sér að ná settu marki í haust með aðstoð nokkurra ungra Framsóknar- manna. Nú mun í ráði að hefja útgáfu blaðs fyrir hönd þess- arar fylkingar og er Elías S. Jónsson, formaður Sambands ungra Framsóknarmanna, nefndur sem væntanlegur rit- stjóri þess. Margir svokallaðir hægri Framsóknarmenn eru orðnir mjög uggandi um framtíð flokks síns eftir að ágreiningur helztu stuðningsmanna ríkis- stjórnarinnar varð jafnaugljós og eftir yfirlýsingar Björns Jónssonar um bull og þvaður stjórnarblaðanna og hið breytta álit Hannibals Vali- marssonar á hlutverki Haag- dómstólsins í landhelgismál- inu. Mjög sterkar raddir eru nú uppi innan Framsóknarflokks- ins um að ráðherrum flokks- ins beri að beita sér fyrir þingrofi ekki seinna en í maí. Segja hinir sömu, að stjórnar- samstarfið sé augljóslega dauðadæmt. Því sé bezt fyrir Framsókn að hoppa af núna í staðinn fyrir að staða flokks- ins komist í meira óefni en þegar er orðið. Samtök húseigenda í Vest- mannaeyjum beita sér nú fyrir því, að hafinn verði í alvöru undirbúningur að gerð nýrrar hafnar við suðurströndina. Dyr- hólaeyjaráformin eru til athug- unar, en ennfremur vilja Vest- mannaeyingar, að kannaðir verði möguleikar á liafnargerð í Þykkvabænum, samkvæmt áætlunum, sem bandaríski hcr- inn lét gera fyrir 20 árum. Þessi mynd birtist nýlega í v-þýzku blaði og lýsir hug- m.yndum teiknarans um „skæruhernað“ íslenzku vík- inganna gegn erlendum land- helgisbrjótum. Þær fregnir hafa flogið að undanförnu að „leynivopn“ landhelgisgæzlunnar sé kann- ski ekki jafndularfullt og sumir hafa viljað láta i veðri vaka, þó að ekki sé beitt ná- kvæmlega sömu aðferð og á þessari meðfylgjandi mynd. Eftir sýningu sjónvarps- mynda nýverið segja menn að leynivopnið sé: vírkaðall með beittum króki á endanum, en þetta dragi varðskipið þvert á strekkta togvíra landhelgis- brjótanna og slíti þá í sundur, þegar bezt tekst til! Veitingamenn hafa snúizt mjög öndverðir gegn hug- myndum um að hækka hið svonefnda rúllugjald á veit- ingastöðum úr 25 kr. í 100 kr. til eflingar ferðamálasjóði. Er hugmynd veitingamanna sú að senda inn vínveitingaleyfi sín og halda aðeins dansleiki með vínveitingum í nafni ýmissa félagasamtaka, ef reynt verður að hækka rúllugjaldið. — © — Rannsóknastofa Háskólans við Barónsstíg mun búa við mjög þröngan kost og skiln- ingur æðstu stiórnvalda á starfi þeirrar merku stofnunar er enginn. Þar eru m. a. fram- kvæmdar krufningar til læknis- fræðilegra rannsókna með það fyrir augum að staðið verði betur að vígi í baráttunni við sjúkdóma. Meðan fólki fjölgar og þörf er fyrir mjög auknr rannsóknir á eðli sjúkdóma eru krufn- ingar hjá þessari stofnun ekki nema þriðjungur hjá því sem var fyrir sex árum. — © — Kommúnistar eru búnir að tapa áttinni, því að nýlega var haldinn fundur hjá Alþýðu- bandalaginu til að reyna að finna „hina íslenzku leið til sósíalismans“, og samkvæmt auglýsingu Þjóðviljans vita menn ekki, hvort það er sú hin sovézka, kínverska, kúb- anska eða stefna Alliendes, for- seta i Chile. Á þessum fundi mætti Ragnar Arnalds og sagði, að Alþýðublandalagsmenn yrðu að halda áfram stjórnarsam- starfinu, „af því að ekki mætti sannast fyrir fólkinu, að vinstri flokkarnir gætu ekki unnið saman, eins og Morgunblaðið hefði haldið fram“. Taldi Ragn- ar líka, að fólk vildi hægfara þróun í átt til sósíalismans á Islandi. Gall þá við rödd í salnum, sem spurði: — Hvaða helvítis fólk ertu alltaf að tala um, maður? Tóku menn undir það á fundinum, að ástæðulaust væri að spekúlera mikið í því, sem „fólkið“ vildi og segði. 8 FV 3 1973
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.