Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1973, Blaðsíða 75

Frjáls verslun - 01.03.1973, Blaðsíða 75
fyrirtækið Arabia og danska fyr- irtækið Kastrup og Holmegaard. Stór hluti starfseminnar er um- boðssala á byggingarvörum svo sem járni og stáli frá ýmsum löndum, glerull frá danska fyr- irtækinu Superfoss, málningar- vörur frá danska fyrirtækinu Sadolin og Holmblad, rúðugler frá Scanglas sem er sænskt- danskt fyrirtæki og fleira. Nath- an & Olsen hefur einnig umboð fyrir alþjóðlega risafyrirtækið I.T.T. og hefur flutt inn frá því efni fyrir Landssímann og fleiri aðila í stór verk. Á árum síð- ari heimsstyrjaldarinnar opnaði fyrirtækið skrifstofu í New York, sem Hilmar Fenger veitti forstöðu og var þá stofnað til fjölda nýrra viðskiptasambanda í Vesturheimi. Umboðssöluna sagði Hilmar bera fyrirtækið uppi fjárhags- lega, því við hana þyrfti ekki að leggja fram eigið fjármagn, en hann sagði það sitt álit að hér á landi væri heildsöluálagn- ing allt of lág og kæmi það nið- ur á neytandanum. SKORTIR HAGRÆÐINGU Afleiðing þessa væri sú að heildsölufyrirtækin gætu ekki boðið kaupmönnum neinn veru- legan afslátt við stór innkaup og því borgaði sig ekki fyrir þá að skipuleggja innkaup sín langt fram í tímann, en þetta sagði hann stuðla að hærra vöru- verði en vera þyrfti. Hilmar kvað það einn af sínum fram- tíðardraumum að augu verðlags- eftirlitsins íslenz'ka opnuðust fyrir þessari staðreynd og að hægt yrði að koma á slíkri hag- ræðingu fyrir alla aðila eins og tíðkast í öllum okkar nágranna- löndum. Sá fjármagnsskortur sem af þessu hlytist, ásamt verð- bólgu og gengisbreytingum sagði Hilmar að stæði fyrirtækj- um hér fyrir þrifum, þannig að þau hefðu ekki möguleika á að stækka eðlilega. Þess vegna væri fjöldi heildsölufyrirtækja hér mikill, mörg þeirra smá og sam- keppnin þar af leiðandi lítil. Hilmar Fenger hefur tekið virkan þátt í hagsmunafélögum stórkaupmanna. Hann hefur átt sæti í stjórn Félags íslenzkra stórkaupmanna og verið formað- ur þess í fjögur ár. Einnig hefur hann setið í stjórn Verzlunar- ráðs íslands og Tollvörugeymsl- unnar þar sem hann er varafor- maður. Bankamál: Innlánsaukning Búnaðarbankans mikil Innlánsaukning hjá Búnaðar- bankanum á s.l. ári var 829 milljónir en það er 28% af heildaraukningu viðskiptabank- anna. Alls námu innlán hjá bankanum 4244 milljónum króna sem er 22% heildarinn- lána viðskiptabankanna. Spariinnlán námu 3236 millj- ónum og höfðu aukizt um 21% en veltiinnlán, þ.e. innistæður i ávísana- og hlaupareikningum, námu 1008 milljónum og juk- ust um 36%, sem er óvenjuleg aukning. Heildarútlán námu 3653 millj- ónum króna og höfðu aukizt um 561 milljón á árinu eða 18.1%. Skiptast útlánin þannig: Víxillán 1320 milljónir, verð- bréf 872 milljónir, afurðalán 730 milljónir og yfirdráttarlán 730 milljónir. Yfirdráttarlánin fara minnkandi og eru víkjandi útlánaform. Skiptingin milli atvinnu- greina er þannig að um 30% fara til landbúnaðar, til iðnað- ar, verzlunar og opinberra að- ila fóru 15% í hverja grein, til einkaaðila um 11% og til samgangna og þjónustustarf- semi ferðamála 11%. Búnaðarbankinn var með á bundnum reikningi í Seðla- bankanum í árslok 792 millj- ónir, en 20% af innlánum eru bundin á þennan hátt. Á við- skiptareikningi Seðlabankans voru 347 milljónir og voru heildarinnistæður þar 1139 milljónir. Rekstrarafkoma bankans var góð og er eigið fé bankans nú um lOOimilljónir króna. Rekstr- arkostnaður varð 122 milljónir og hafði hækkað um 32%. Starfsmenn voru í árslok 205, þar af 53 í útibúum utan Reykjavíkur sem eru níu. Bankastjórar Búnaðarbankans eru Stefán Hilmarsson og Magn- ús Jónsson. Formaður banka- ráðs er Stefán Valgeirsson al- þingismaður. Innlán viðskiptabankanna Samkvæmt uppgjöri Seðla- bankans um s.l. áramót námu innlán í viðskiptabönkum 18,- 931 milljónum króna og skipt- ust þau þannig á milli bank- anna: Landsbankinn 7.516 Búnaðarbankinn 4.236 Útvegsbankinn 2.727 Samvinnubankinn 1.454 Verzlunarbankinn 1.292 Iðnaðarbankinn 1.254 Alþýðubankinn 452 Stærð bankanna hlutfallslega er þessi: Landsbankinn með 39,7%, Búnaðarbankinn 22,4%, Útvegsbankinn 14,4%, Sam- vinnubankinn 7,7%, Verzlunar- bankinn 6,8%, Iðnaðarbankinn 6,6% og Álþýðubankinn 2,4%. Hlutdeild viðskiptabankanna í heildaraukningu innlána á ár- inu 1972 er mjög athyglisverð- ur þar sem Búnaðarbankinn hef ur 28% af heildaraukningunni og er vöxtur Samvinnubankans einnig athyglisverður með 14%. Skipting á milli bankanna er. á þessa leið: Landsbankinn 31% Búnaðarbankinn 28% Útvegsbankinn 12,6% Samvinnubankinn 14% Verzlunarbankinn 2,5% Iðnaðarbankinn 6,2% Alþýðubankinn 5,7%. FV 3 1973 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.