Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1973, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.03.1973, Blaðsíða 37
Saltfiskverkun Gjörbreytt tækni í verkun hjá saltfiskstöðvunum Sextíu stöðvar framleiddu útflutningsverðmæti fyrir 2,2 milljarða á sl. ári. Saltfiskframleiðsla hefur lengi verið íslendingum í blóði borinn og þótt hljótt hafi verið um þessa atvinnugrein á seinni árum, er hér enn um stóra framleiðslugrein að rœða. Á síðastliðnu ári var fluttur út salfiskur fyrir um 2,2 milljarða íslenzkra króna, og er saltfiskurinn næst stærsti útflutningsliður þjóðarinnar fyrir utan frystar fiskafurðir. Um 220 framleiðendur verk- uðu saltfisk árið 1972, en að- eins um 94 þeirra framleiddu yfir 3 00 tonn á árinu, eða að jafnaði um 300 tonn. Þessir að- ilar skiluðu uin 84% af heild- arinagninu, en hinir 126 að- ilarnir framleiddu aðeins 16%, þessir aðilar gegna þó mikil- vægu hlutverki, þar sem þeir skila oft góðri vöru til út- flutnings. Saltfiskiðnaðurinn hefur gengið í gegnum mikið um- breytingatímabil á seinni ár- um og á fundi Félags áhuga- manna um sjávarútveg, flutti Loftur Loftsson, verkfræðing- ur fróðlegt erindi um þróun vélvæðingar í saltfiskstöðv- um. Fer úrdráttur úr erindi Lofts hér á eftir: 60 SALTFISKSTÖÐVAR Af þessum 94 aðilum, sem áður er getið voru 1/3 frysti- hús, en 2/3 eða rúmlega 60 voru saltfiskstöðvar. Þar eru sérstaklega þessar 60 saltfisk- stöðvar, sem mestum stakka- skiptum hafa tekið — litlu stöðvarnar hafa lítið bolmagn í fjárfrekar framkvæmdir og frystihúsin, sem framleiða um 1/3 af öllum saltfiskinum, en aðalleea lægri gæðaflokkana — hafa þessa framleiðslu sem hliðargrein og leggja því að sjálfsögðu höfuðáherzlu á aðalframleiðsluna — frystingu. im, l,r\M apl 4 i| Fljótvirkar vinnsluaðferðir eru mikilvœgar til að saltfiskur falli ekki í mati og verði. NÝTT AÐGERÐARKERFI Vélvæðing er aðallega fólg- in í afkastamiklu aðgerðar- kerfi, sem gerir kleift að koma fiski á sem skemmstum tíma úr fiskmóttöku í gegnum fisk- aðgerð í salt með sem fæstum mönnum og án sérstaks erfiðis. Þetta er mjög þýðingarmikið í saltfiskstöðvum — í fyrsta lagi, þar sem erfitt er að ná í mikinn mannskap við fiskað- gerð þegar mikill fiskur berst að og eins hefur gömul reyn- sla sýnt að saltfiskur fellur í mati (og verði) ef það dregst að gera að og koma fiskinum í salt. Er því oft unnið að þessu strax á kvöldin, þegar fiskinum er landað hér á vetrarvertíðinni. Helztu tæki og útbúnaður við þennan fyrsta þátt í fram- leiðslunni eru færibönd í fisk- móttöku og í aðgerðarsal, sem færa fisk úr fiskmóttöku á mílli vinnustaða og véla og eins flytja jafnhraðan bein, slóg og lifur frá aðgerðar- svæðinu út í kassa. Þá eru þarna 3 standard vélar, þ.e. hausunarvél, vösk- unarvél og flatningsvél, sem er dýrasti hluti kerfisins. flatn- ingsvélin kostar núna rúml. 3 milljónir, kr. en allt vinnslu- kerfið kostar ca 4Y2 milljónir kr. — og er átt við færibönd, vélar, beina- og slógkassa úti og vinnsluborð og þess háttar. Núna eru hér í notkun 75 flatningsvélar en margar stöðvar hafa gott færi- bandakerfi þótt þar vanti flatningsvél, en eins og fyrr segir, þá eru þær dýrar og erfitt er að fá þær. NÝ TÆKNI VIÐ FRUM- SÖLTUN FISKS Þá hefur ný tækni haldið innreið sína við frumsöltun fisks. Eru þessi tæki fólgin í því að í stað þess að flytja flattan fisk að stæðum og salta hann í skafla með miklu salt- magni á milli laga, þá er núna flatti fiskurinn saltaður beint ofan í kassa staðsetta hjá FV 3 1973 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.