Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1973, Side 37

Frjáls verslun - 01.03.1973, Side 37
Saltfiskverkun Gjörbreytt tækni í verkun hjá saltfiskstöðvunum Sextíu stöðvar framleiddu útflutningsverðmæti fyrir 2,2 milljarða á sl. ári. Saltfiskframleiðsla hefur lengi verið íslendingum í blóði borinn og þótt hljótt hafi verið um þessa atvinnugrein á seinni árum, er hér enn um stóra framleiðslugrein að rœða. Á síðastliðnu ári var fluttur út salfiskur fyrir um 2,2 milljarða íslenzkra króna, og er saltfiskurinn næst stærsti útflutningsliður þjóðarinnar fyrir utan frystar fiskafurðir. Um 220 framleiðendur verk- uðu saltfisk árið 1972, en að- eins um 94 þeirra framleiddu yfir 3 00 tonn á árinu, eða að jafnaði um 300 tonn. Þessir að- ilar skiluðu uin 84% af heild- arinagninu, en hinir 126 að- ilarnir framleiddu aðeins 16%, þessir aðilar gegna þó mikil- vægu hlutverki, þar sem þeir skila oft góðri vöru til út- flutnings. Saltfiskiðnaðurinn hefur gengið í gegnum mikið um- breytingatímabil á seinni ár- um og á fundi Félags áhuga- manna um sjávarútveg, flutti Loftur Loftsson, verkfræðing- ur fróðlegt erindi um þróun vélvæðingar í saltfiskstöðv- um. Fer úrdráttur úr erindi Lofts hér á eftir: 60 SALTFISKSTÖÐVAR Af þessum 94 aðilum, sem áður er getið voru 1/3 frysti- hús, en 2/3 eða rúmlega 60 voru saltfiskstöðvar. Þar eru sérstaklega þessar 60 saltfisk- stöðvar, sem mestum stakka- skiptum hafa tekið — litlu stöðvarnar hafa lítið bolmagn í fjárfrekar framkvæmdir og frystihúsin, sem framleiða um 1/3 af öllum saltfiskinum, en aðalleea lægri gæðaflokkana — hafa þessa framleiðslu sem hliðargrein og leggja því að sjálfsögðu höfuðáherzlu á aðalframleiðsluna — frystingu. im, l,r\M apl 4 i| Fljótvirkar vinnsluaðferðir eru mikilvœgar til að saltfiskur falli ekki í mati og verði. NÝTT AÐGERÐARKERFI Vélvæðing er aðallega fólg- in í afkastamiklu aðgerðar- kerfi, sem gerir kleift að koma fiski á sem skemmstum tíma úr fiskmóttöku í gegnum fisk- aðgerð í salt með sem fæstum mönnum og án sérstaks erfiðis. Þetta er mjög þýðingarmikið í saltfiskstöðvum — í fyrsta lagi, þar sem erfitt er að ná í mikinn mannskap við fiskað- gerð þegar mikill fiskur berst að og eins hefur gömul reyn- sla sýnt að saltfiskur fellur í mati (og verði) ef það dregst að gera að og koma fiskinum í salt. Er því oft unnið að þessu strax á kvöldin, þegar fiskinum er landað hér á vetrarvertíðinni. Helztu tæki og útbúnaður við þennan fyrsta þátt í fram- leiðslunni eru færibönd í fisk- móttöku og í aðgerðarsal, sem færa fisk úr fiskmóttöku á mílli vinnustaða og véla og eins flytja jafnhraðan bein, slóg og lifur frá aðgerðar- svæðinu út í kassa. Þá eru þarna 3 standard vélar, þ.e. hausunarvél, vösk- unarvél og flatningsvél, sem er dýrasti hluti kerfisins. flatn- ingsvélin kostar núna rúml. 3 milljónir, kr. en allt vinnslu- kerfið kostar ca 4Y2 milljónir kr. — og er átt við færibönd, vélar, beina- og slógkassa úti og vinnsluborð og þess háttar. Núna eru hér í notkun 75 flatningsvélar en margar stöðvar hafa gott færi- bandakerfi þótt þar vanti flatningsvél, en eins og fyrr segir, þá eru þær dýrar og erfitt er að fá þær. NÝ TÆKNI VIÐ FRUM- SÖLTUN FISKS Þá hefur ný tækni haldið innreið sína við frumsöltun fisks. Eru þessi tæki fólgin í því að í stað þess að flytja flattan fisk að stæðum og salta hann í skafla með miklu salt- magni á milli laga, þá er núna flatti fiskurinn saltaður beint ofan í kassa staðsetta hjá FV 3 1973 37

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.