Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1973, Page 8

Frjáls verslun - 01.03.1973, Page 8
OMÐSPOMt... Unnið er kappsamlega að tilraunum til að sameina svo- nefnda „vinstri menn“ á íslandi. Björn Jónsson og Gylfi Þ. Gíslason ásamt Hannibal Valdimarssyni ætla sér að ná settu marki í haust með aðstoð nokkurra ungra Framsóknar- manna. Nú mun í ráði að hefja útgáfu blaðs fyrir hönd þess- arar fylkingar og er Elías S. Jónsson, formaður Sambands ungra Framsóknarmanna, nefndur sem væntanlegur rit- stjóri þess. Margir svokallaðir hægri Framsóknarmenn eru orðnir mjög uggandi um framtíð flokks síns eftir að ágreiningur helztu stuðningsmanna ríkis- stjórnarinnar varð jafnaugljós og eftir yfirlýsingar Björns Jónssonar um bull og þvaður stjórnarblaðanna og hið breytta álit Hannibals Vali- marssonar á hlutverki Haag- dómstólsins í landhelgismál- inu. Mjög sterkar raddir eru nú uppi innan Framsóknarflokks- ins um að ráðherrum flokks- ins beri að beita sér fyrir þingrofi ekki seinna en í maí. Segja hinir sömu, að stjórnar- samstarfið sé augljóslega dauðadæmt. Því sé bezt fyrir Framsókn að hoppa af núna í staðinn fyrir að staða flokks- ins komist í meira óefni en þegar er orðið. Samtök húseigenda í Vest- mannaeyjum beita sér nú fyrir því, að hafinn verði í alvöru undirbúningur að gerð nýrrar hafnar við suðurströndina. Dyr- hólaeyjaráformin eru til athug- unar, en ennfremur vilja Vest- mannaeyingar, að kannaðir verði möguleikar á liafnargerð í Þykkvabænum, samkvæmt áætlunum, sem bandaríski hcr- inn lét gera fyrir 20 árum. Þessi mynd birtist nýlega í v-þýzku blaði og lýsir hug- m.yndum teiknarans um „skæruhernað“ íslenzku vík- inganna gegn erlendum land- helgisbrjótum. Þær fregnir hafa flogið að undanförnu að „leynivopn“ landhelgisgæzlunnar sé kann- ski ekki jafndularfullt og sumir hafa viljað láta i veðri vaka, þó að ekki sé beitt ná- kvæmlega sömu aðferð og á þessari meðfylgjandi mynd. Eftir sýningu sjónvarps- mynda nýverið segja menn að leynivopnið sé: vírkaðall með beittum króki á endanum, en þetta dragi varðskipið þvert á strekkta togvíra landhelgis- brjótanna og slíti þá í sundur, þegar bezt tekst til! Veitingamenn hafa snúizt mjög öndverðir gegn hug- myndum um að hækka hið svonefnda rúllugjald á veit- ingastöðum úr 25 kr. í 100 kr. til eflingar ferðamálasjóði. Er hugmynd veitingamanna sú að senda inn vínveitingaleyfi sín og halda aðeins dansleiki með vínveitingum í nafni ýmissa félagasamtaka, ef reynt verður að hækka rúllugjaldið. — © — Rannsóknastofa Háskólans við Barónsstíg mun búa við mjög þröngan kost og skiln- ingur æðstu stiórnvalda á starfi þeirrar merku stofnunar er enginn. Þar eru m. a. fram- kvæmdar krufningar til læknis- fræðilegra rannsókna með það fyrir augum að staðið verði betur að vígi í baráttunni við sjúkdóma. Meðan fólki fjölgar og þörf er fyrir mjög auknr rannsóknir á eðli sjúkdóma eru krufn- ingar hjá þessari stofnun ekki nema þriðjungur hjá því sem var fyrir sex árum. — © — Kommúnistar eru búnir að tapa áttinni, því að nýlega var haldinn fundur hjá Alþýðu- bandalaginu til að reyna að finna „hina íslenzku leið til sósíalismans“, og samkvæmt auglýsingu Þjóðviljans vita menn ekki, hvort það er sú hin sovézka, kínverska, kúb- anska eða stefna Alliendes, for- seta i Chile. Á þessum fundi mætti Ragnar Arnalds og sagði, að Alþýðublandalagsmenn yrðu að halda áfram stjórnarsam- starfinu, „af því að ekki mætti sannast fyrir fólkinu, að vinstri flokkarnir gætu ekki unnið saman, eins og Morgunblaðið hefði haldið fram“. Taldi Ragn- ar líka, að fólk vildi hægfara þróun í átt til sósíalismans á Islandi. Gall þá við rödd í salnum, sem spurði: — Hvaða helvítis fólk ertu alltaf að tala um, maður? Tóku menn undir það á fundinum, að ástæðulaust væri að spekúlera mikið í því, sem „fólkið“ vildi og segði. 8 FV 3 1973

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.