Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1975, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.05.1975, Blaðsíða 33
Greinar 03 viðlSI Hagstjórn og tímatafir — eftir dr. Guftmund Magnússon, prófessor Menn furða sig oft á því hve seint brugðist er við ýmsum vanda á sviði efnahagsmála, svo og hve seint menn sjá, að eitthvað' þarf að gera. Stundum virðist einnig gripið til aðgerða á röng- um tíma og jafnvel efnahagsástand orðið allt annað þegar áhrif þeirra fara að segja til sín. Skal reynt að gera þessum málum nokkur skil. Tafirnar geta verið mismun- andi eðlis. Mikilvægastar eru sennilega þessar fjórar: 1. Eftirtektartöf. Tími getur liðið frá því eitt- hvað skeður, þar til eftir því er tekið. 2. Aðgerðartöf. Tími líður yfirleitt frá því að bi’eytingar verður vart þar til gripið er til aðgerða til mótvægis. 3. Áhrifatöf. Mislangur tími líður frá því ráðstafanir eru gerðar þar til þær fara að segja til sín. 4- Aðgcrða-afleiðingatöf. Þrjár fyrstu tafirnar mætti nefna stjórnmála- eða hag- stjórnartafir. Það fer síðan eftir gerð hagkerfisins hve- nær breytingin og mótaðr gerðir hafa „spilað út“. Timaskeiðið frá því að við vanda er brugðist þar til honum hefur verið eytt eða hann eyðist af sjálfu sér mætti nefna aðgerða- afleið- ingatöf. FÁDÆMA LÖNG AÐGERÐATÖF Ekki þarf að leita langt til að finna dæmi um framangreindar tafir. í upphafi síðastliðins árs var ljóst af samningum að verð fór lækkandi á mikilvægum fiskafurðum á ei’lendum mark- aði. Hve sólarmerki þurfa að vera skýr til þess að móta af- stöðu er erfitt að segja en eftir- tektartöfin er sennilega ekki sérlega löng. Hitt er svo annað mál að menn eru alltaf að vona að um svo afbrigðilegt og skammvinnt fyrirbæri sé að ræða að ekki sé vert að veita því athygli. Hins vegar var aðgerðatöfin fádæma löng. Stjórnmálaá- stæðiur réðu ferðinni og mót- vægisaðgerðir komu bæði of seint og urðu að sumu leyti sársaukafyllri en ella. Inn í þetta spinnst að efnahagsmálin eru á sífelldri hreyfingu, nýjar hræringar eiga sér stöðugt stað og sífellt þarf að huga að nýj- um málum og breyta til sam- ræmis við það sem úrskeiðis fer hverju sinni, sbr. síðar. Vegna þess að ytri aðstæður hafa haldið áfram að breytast (til hins verra í þetta skipti) hafa áhrif aðgerðanna orðið ó- skýr og máðst út. Grípa hefur orðið til enn nýrra aðgerða og óvíst jafnvel á þessu stigi hvaða áhrif þær hafa haft að öllu leyti. Enn óvissara er hvenær jafnvægi næst á ný, þ. e. hve- nær orsaka-afleiðingatöfin er á enda. GENGISFELLINGAR YFIRLEITT TVÆR í SENN Ef litið er yfir liðna tíð virð- ast ákvarðanatafirnar og áhrifa- tafirnar birtast í þeirri mynd að gengisfellingar koma yfir- leitt tvær í senn með skömmu millibili, en síðan er lengri tími milli hverra tveggja. Af þessu vii’ðist mega draga þær al- mennu ályktanir, að yfii’leitt sé beðið í lengstu lög með að bregðast við vanda og að fyrstu aðgerðir hrökkvi of skammt til að leysa hann, hvort sem þetta stafar af því að vandinn er van- metinn eða gengið er skemmra en nauðsynlegt er. Fleiri dæmi mætti taka. Oft eru verkefni þess eðlis að erfitt er að hætta við þau þegar hafist er handa. Gildir þetta í ríkum mæli um ýmsar opinberar framkvæmdir en þetta gerir aftur niðurskurð á fjárlögum erfiðan, ekki síst er líða tekur á árið- Þetta á einnig við um ýmsar aðgerðir í pen- ingamálum og atvinnumálum. Þess eru dæmi að atvinnuá- stand hafi snúist við þegar að- gerðir hafa farið aði segja til sín og þannig haft öfug áhrif við upphaflega fyrirætlun. Síðan eru að sjálfsögðu dæmi um hreina óstjórn frá sveiflujöfn- unarsjónarmiði, eins og þegar verði er haldið niðri á fram- leiðslu opinberra fyrirtækja og þau rekin með síauknum halla í góðæri, sem síðan þarf að FV 5 1975 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.