Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1975, Blaðsíða 82

Frjáls verslun - 01.05.1975, Blaðsíða 82
diriisijárn Viðskiptaþing Verzlunarráð íslands ákvað í vetur að taka upp þá nýbreytni í starfi sínu að boöa til viðskiptaþings að minnsta kosti á tveggja ára fresti til að fjalla um hag verzl- unarinnar í landinu og móta stefnu í mál- um Verzlunarráðs íslands. Þessi ákvörðun kom fyrst til framkvæmda nú í maímánuði er fjölsótt viðskiptaþing var haldiö í Reykjavík. Þingfulltrúar voru einróma þeirrar skoðunar, að allur undir- búningur þess hefði tekizt með ágætum og að ákjósanlegt tækifæri hefði gefizt til að skiptast þar á skoðunum um brýn hags- munamál verzlunarinnar á líðandi stund og hlýöa á vel unnin og fræðileg erindi sér- fræðinga um þau. Starfa viðskiptaþings hefur verið ítarlega getið í Morgunblaðinu, sem greindi vel frá almennum umræðum og erindum nokkurra framsögumanna. Þáttur annarra fjölmiðla i umsögnum um þingið hefur verið mjög rýr enda kannski ekki við öðru að búast af pólit- ískum ástæöum. Þó er skipulagi þingsins að sumu leyti líka um að kenna. Því var ekki ætlað að komast að ákveðnum niður- stöðum, sem túlkaðar yrðu í stuttum og hnitmiðuðum ályktunum. Hinir opinberu fjölmiðlar og sum dagblöðin virðast aftur á móti helzt leita næringar í niðursuðuvarn- ingi af því tagi um þessar mundir. Af því verða hagsmunasamtök eins og Verzlunar- ráð íslands að hafa hliösjón við undirbún- ing ályktunarhæfra funda og þinga. í því þjóðfélagi vígorða'og heimtufrekju, sem við nú lifum í, stoöar lítt að halda að sér hönd- um vegna eðlislægrar kurteisi. Rödd hins frjálsa atvinnureksturs verður að berast þjóðinni til eyrna ekki síður en belgingur- inn í verkalýðsrekendunum. Víti til varnaðar Ovenju kröftuglega hefur verið blásið í herlúðra undanfarið og þjóðin hefur sann- arlega haft tilefni til alvarlegrar umhugs unar um nokkur grundvallaratriði þess lýð- ræöislega stjórnarfars, sem hún hefur kosið sér. Eða kæra sig ekki allir kollótta nú orð- ið? Að því leyti til virðast íslendingar nálg- ast nágranna sína Breta með ískyggilegum hraða. En til þess er samanburðurinn gerður, að við megum láta reynslu Breta á síðustu tím- um okkur að kenningu verða. Brezkur fréttamaður, Robin Knight, sem starfar fyr- ir bandaríska vikuritið U.S. News and World Report, lýsti ógöngunum, sem þjóð hans er komin í, á mjög eftirtektarverðan hátt í blaðagrein nýlega. Hann segir meðal ann- ars: „Brezka þjóðin almennt, ekki nauðsyn- lega sem einstaklingar, er gráðug. Fórnir, sjálfsögun og virðing fyrir öðrum eða fyrir lögum og rétti — allar dyggðirnar, sem svo mikilvægar þóttu áður fyrrum tíðkast ekki lengur. Tökum lítið dæmi um árangur, — í viðskiptum, stjórnmálum, listum, vísindum, hvaðeina. Eitt sinn glöddust Lundúnabúar yfir góðu gengi annarra. Nú er tilhneiging- in sú að gera lítið úr afrekum. Ef einhverj- um tekst aftur á móti að hagnast á árang- ursríku starfi á einhverju sviði, sér ófrýni- legt skattkerfið brezka um að hirða afrakst- urinn. Það eru því fáir reiðubúnir að leggja eitthvað á sig til að ná árangri." Síðar í greininni segir: ,,An þess að undraverðar breytingar verði til hins betra, munu milljón menn ganga at- vinnulausir síðar á árinu. Um þessar mund- ir nema verðhækkanir 25% á ári, — eru miklu meiri en í flestum öðrum iönríkjum og næstum þrefalt hærri en í Bandaríkjun- um. En víðtækt atvinnuleysi og hættulega lítil aukning framleiðslu, sem er undir 2% á ári, virðast ekki valda verkalýðsleiðtogum áhyggjum. Þeir halda áfram að heimta kauphækkanir upp á 32,6%.“ Þannig er ástatt fyrir Bretum, sem um- heimurinn virðist sammála um að séu staddir á heljarþröminni. Maður, lít þér nær! 82 FV 5 1975
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.