Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1975, Blaðsíða 71

Frjáls verslun - 01.05.1975, Blaðsíða 71
Sígljái á bíla Fyrirtækið Gljáinn hf. kynnir japanska tækninýjung hér á landi Gert í samvinnu við Toyotavarahlutaumboðið Fyrirtækin Gljáinn hf. og Toyotavarahlutaumboðið hf., kynntu fyrir skömmu japanska tækninýjung frá fyrirtækinu Chitose Technology Co. í með- ferð bifreiðalakks. Hér er um að ræða EVERIDA- hitar og efnamqðferðina, sem hlotið hef- ur íslenzka heitið BRYN- GLJÁA-efnameðferðin, til að varna tæring'u bifreiðalakks og jafnframt gefa bifreiðinni lang- varandi sígljáa þannig, að hún virðist sem ný um ára.bil. Þess eru dæmi í Bretlandi og Japan, að bifreið, sem fór í gegnum BRYNGLJÁA-efna- meðferðina var sem ný í allt að 36 mánuði, án þess að bónkiút- ur kæmi nokkru sinni nálægt iakkinu. Tíminn einn getur leitt í ljós, hvort BRYNGLJÁA- efnameðferðin fær staðfzt ís- lenzka veðráttu svo lengi, en það er álit þeirra, sem að kynn- ingunni standa, að ástæða sé til bjartsýni um að svo verði, og að tryggt megi teljast, að hún dugi í lágmark 18—26 mánuði við venjulegar íslenzkar að- stæður. MEÐFERÐIN GERIR BIFREIÐINA SEM NÝJA Á AÐ LÍTA BRYNGLJÁA- ef nameðf erðin kom fyrst á markaðinn í Japan árið 1972 eftir 3 ára umfangs- miklar og strangar tilraunir og rannsóknir í efnafræði- og til- raunastofnun Chitose-fyrirtæk- isins og hefur breiðst hratt um lönd heims, einkum eftir að orkukreppan skall yfir og sala á nýjum bifreiðum minnkaði til muna, jafnframt því sem bifreiðaeigendur fóru að ieggja áherzlu á beíra viðhald bifreiða til að lengja endinguna. Það var forseti Chitosefyrir- tækisins, Isamu Kimura, efna- verkfræðingur að mennt, sem var upphafsmaðiur í BRYN- GLJÁA-efnameðferðinni. Hann hafði tekið eftir því á tíðum ferðum sínum til Bandaríkj- anna og Evrópu, að miklu meira af 5—7 ára gömlum bíl- um voru þar í umferð en í Japan. í Japan var algengt, að menn skiptu um bíla á 2—3 ára fresti, þar eð hið súlfasýru- mengaða regn í landinu, meng- að af útblástri ökutækja og reyk frá iðnaðarverksmiðjum, var mikill tæringarvaldur á lakki bifreiðanna, þannig að það missti allan gljáa, tók að ryðga og þar með málmurinn undir. Kimura taldi, að það hlyti að vera hægt að finna upp efni, sem gæti hamlað gegn þessari tæringu og jafnframt gefið lakkinu á bifreiðinni lang- varandi sígljáa, hinn sama og er á nýrri bifreið, er kaupand- in tekur við henni. Þetta tókst sem fyrr segir. Starfsmenn Gljáans hf. hafa gert ýmsar tilraunir til að kanna endingu þessarar með- ferðar, því að þeim fannst eins og ýmsum mun sjálfsagt finn- ast, ótrúlegt, að BRYNGLJÁA- meðferðin gæti verið svo end- ingargóð. Hafa þeir notað til þessara tilrauna ýmis sterk efni, sem nær öll hafa reyrnzt algerlega áhrifalaus, ef máln- ingaþynnir er undanskilinn. ÚTI Á LANDI LÍKA Framkvæmdastjóri Gljáans hf. er Pálmi Jónsson, en starfs- menn eru 4 og geta afkastað 5—6 bifreiðum á dag. í undirbúningi er að setja upp fleiri stöðvar úti á lands- byggðinni, m. a. Akureyri og Keflavík. FV 5 1975 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.