Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1975, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.05.1975, Blaðsíða 41
þarna um óeðlilega mismunun að ræða. Félagið gerði ekki neinar at- hugasemdir við frumvarpið um efnahagsráðstafanir út af fyrir sig, en taldi, að rikisstjórnin hefði átt að draga verulega úr ríkisútgjöldum og skattheimtu til samræmis við þá skerðingu, sem átt hefur sér stað á rekstr- argrundvelli atvinnufyrirtækja og kjararýrnun almennings í landinu vegna versnandi af- komu þjóðarbúsins út á við. SEINAGANGUR VIÐ ÁKVÖRÐUN HEILDAR- RÁÐSTAFANA Stjórnin áleit að seinagangur stjórnvalda við ákvörðun nauð- synlegra hliðarráðstafana sam- fara gengisfellingunni, hafi ver- ið of mikill. Undirbúningur málsins og öflun stuðnings við lausn vandamálanna hafi tekið of langan tíma. Virðist sem hin pólitíska forysta rikisstjórnar- innar hafi ekki einbeitt sér nægilega að því að vinna að stuðningi við þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar voru taldar og því hafi m. a. dregist úr hófi fram að leggja þær fram. UPPSAGNIR STARFSFÓLKS Mjög hefur dregið úr inn- flutningi til landsins og eitt- hvað hefur verið um uppsagnir starfsfólks. Þó virðist sem fyrn- tækin haldi að sér höndum og sjái hvað verða vilji með fram- vindu mála á árinu, þannig að þau halda að sér höndum við ráðningu starfsfólks og ráða þá ekki nema það allra nauðsyn- legasta ef fólk hættir af ein- hverjum ástæðum. Ég vil engu spá um fram- vindu mála næstu vikur og mánuði, hvað snertir kjara- samninga og tel ekki rétt, að gera það á þessum tíma. UM BÍLAINNFLUTNINGINN Viðhorf Bílgreinasambands- ins til stöðu bílgreinarinnar í dag er í stuttu máli á þá leið, að bílainnflutningur er nú í al- giöru lágmarki og hafa aðeins um 1000 bílar verið fluttir inn undanfarna 7 mánuði, en eðli- legur innflutningur hefði verið um 3000 bílar á þessu tímabili. Álagning á bifreið er nú kom- in niður í 6,3% að viðbættum 5200 kr. á stykki eins og segir í tilkynningu verðlagsstjóra. Þessi álagning getur staðið und- ir rekstrinum ef að árssala er um 300 bílar cða fleiri á fyrir- tæki, sem þýðir að ársinnflutn- ingur þyrfti að vera a.m.k. 6000 bílar ef að vel flest bíla- innflutningsfyrirtæki ættu að standa sæmilega rétt eftir árið. Nú eru hins vegar horfur á að bílainnflutningur verði á árinu 1975 aðeins um 2500—3000 bíl- ar og má nærri geta, hvernig afkoma þessarar verzlunar verður á þessu ári, ef ekki verðr ur breytt um stefnu af hálfu hins opinbera varðandi sköttun á innflutningi nýrra bíla. Hvað gjaldeyrismálin snertir, þá var gjaldeyrisafgreiðsla stöðvuð vegna bílakaupa o. fl. i lok janúar og stóð langt á ann- an mánuð, og jók þetta að sjálf- sögðu enn á erfiðleika bílainn- flutningsfyrirtækja, ekki nóg með það heldur var greiðslu- frestur til kauna á bifreiðum, þ. e. langferðabifreiðum og vörubifreiðum skorinn niður um helming og gerir þetta sveitarfélögum og verktakafyr- irtækium mun erfiðara fyrir um slík bílakaup framvegis. ALLT OF LANGT GENGIÐ í SKATTHEIMTU AF BÍLUM Ofan á þetta bætist innflutn- ingsgjaldið, sem nú er orðið um 50% af fob-verði bíla, sem er náttúrlega frumorsök þess að bílainnflutningur hefur dregist svo mikið saman, sem raun ber vitni, og má t. d. nefna að vöru- bifreið, sem kostaði 1,9 milljón kr. i marz 1974 kostar nú 5,4 milljónir króna. Ríkið fékk í sinn hlut í marz 1974 kr. 866. 500, en nú fær þpð 2,3 milljónir. Á sama tíma hefur hlutur inn- flytienda í bílaverðinu staðið í stað eða vaxið miklu, miklu minna að tiltölu. Þessi tæki eru orðin gevnilega dýr, eins og af framansögðu má ráða, og er næsta furðulegt að ríkissjóður skuli telja sér hag af slíkri skattheimtu, þar sem sveit- arfélögin, sem ríkissjóður styrkir með ýmsum hætti, standa undir rekstri strætis- vagna og ýmissa langferðabíla og verða að greiða tugi milljóna króna með rekstrinum og eru styrkirnir að sjálfsögðu hærri eftir því sem tækin eru dýr- ari í innkaupi- Þá er furðulegt, að vörubíll, sem er atvinnu- tæki, skuli vera skattaður með þessum hætti og er þar um mikla mismunun að ræða mið- að við önnur atvinnutæki, eins og flugvélar, skip og varahluti til flugvéla, sem er allt saman tollfrjálst. Virðist augljóst, að ríkis- stjórnin hefur þegar gengið alltof langt í skattheimtu af þessum nauðsynjatækjum og er bilaeigendum nánast refsað fyr- ir það að eiga slík tæki, meðan slík skattheimta á sér stað. UM BÍLAVERKSTÆÐI Annað atriði, sem telja má gagnrýnisvert varðandi með- ferð mála í marz og apríl, er það að þegar að launasamning- arnir voru gerðir, þá voru þeir látnir virka aftur fyrir sig fram til 1. marz í fyrsta skipti hér á landi, en slík afturvirkni kem- ur sér afar illa fyrir bifreiða- verkstæði og önnur slík þjón- ustuverkstæði, sem selja út vinnu og má teljast mjög hæp- ið að verkstæðin nái þessu tapi upp nokkurn tíma þó svo að reiknað hafi verið inn í útseld- an taxta einhver uppbót vegna þessara töpuðu útseldu tíma. Enda gagnrýndi stjórn Sam- bands málm- og skipasmiðja, sem Bílgreinasambandið er að- ili að, harðlega þessa aftur- virkni í samningunum. Að framantöldu má ljóst vera, að bílgreinin á nú við verulegan vanda að stríða, sem er lítil bílasala, of lágir taxtar á útseldri vinnu verkstæðanna samfara sífelldum kostnaðai'- hækkunum, svo sem launa- hækkunum, hækkun á ýmsum rekstrarkostnaði eins og raf- magni, hita og olíu, en bílaverk- stæði úti um land hita húsa- kynni sín með olíu, og hafa því orðið fyrir slæmum búsifjum af völdum olíuhækkananna á undanförnum misserum. Er því verulegur taprekstur fyrirsjá- anlegur í þessari grein og gætir því svartsýni hjá forystumönn- um hennar um framvindu mála. FV 5 1975 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.