Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1975, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.05.1975, Blaðsíða 9
Nefnd Reykjavíkur- borgar, sem annast undir- búning hátíðarhalda 17. júní, efndi í fyrra til knattspyrnuleiks milli borgarfulltrúa og embœtt- ismanna borgarinnar á Laugadalsvellinum í til- efni þjóðhátíðar og má segja, að þetta hafi verið leikur ársins. Nefndar- menn eru óþrjótandi á nýjar h'ugmyndir um dag- skrá íþróttaviðburða. þjóð- hátíðardagsins, því að í ár hefur komið til tals að fulltrúar stjórnmálaflokk- anna í borgarstjórn heyi hjólreiðakeppni sín á milli og að lið vinnuveit- enda og launþega keppi í knattspyrnu. Hver veit nema vinnudeilur lands- ma.nna verði útkljáðar á Laugardalsvellinum að þessu sinni. Fullyrt er, að ósam- komulag innan félagssam- taka flugmanna hafi mjög torveldað lausn kjara- deilu stéttarinnar og Flug- leiða. Skiptast flugmenn í tvo hagsmunahópa: Flugfélagsmenn og Loft- leiðamenn. Stingur þetta nokkuð í stúf við and- rúmsloftið almennt innan Flugleiða, sem hefur ver- ið gott eftir atvikum síð- an sameining flugfélag- anna var hafin. Enn eimir þó nokkuð eftir af vissri viðkvæmni, sem sett hefur mark sitt á samskipti félaganna tveggja á liðnum áratug- um. Skemmtileg auglýs- ing, sem Flugleiðir ‘hafa birt upp á síðkastið í blöð- um með mynd af tveim iitlum strákum með flug- mannahúfur beggja fé- laga, er t. d. sögð hafa vakið upp þessar tilfinn- ingar hjá sumum eldri starfsmönnum. Ástæðan: Strákurinn með Loftleiða- húfuna er minni. Oft berast fréttir af slæmum fjárhag íþrótta- hreyfingarinnar. Raunar er mönnum svo rækilega innprcntað, að þar sé allt á hausnum, að enginn læt- ur sér hagnað til h'ugar koma. Þau gleðitíðindi hafa þó spurzt, að eitt sér- sambandanna innan Í.S.Í., hafi skilað álitlegum gróða á síðasta ári, einum 7 milljónum, og þar af 4 milljónum í ágóða af happdrætti. Geri aðrir betur. Þeir Guðni í Sunnu og Ingólfur í Útsýn hafa löngum eldað grátt silfur. Hefur viðureignin tekið á sig hinar ýmsu myndir og verið lengi aðhláturs- efni manna á meðal. Upp á síðkastið hefur málið þó færzt í öllu alvarlegra horf og er tímabundnum erfiðleikum og harðnandi samkeppni í ferðaskrif- stofurekstri um að kenna. Ymsar sögur eru sagðar af viðskiptum þeirra koll- eganna en síðustu blaða- skrif um svik eða ekki við íslenzka Spánarfara, hafa svo gjörsamlega gengið fram af fólki, að ábyrg yfirvöld hafa það á orði að grípa í taumana áður en þetta kostulega einvígi verður búið að koma óorði á allan ferða- skrifstofurekstur í land- inu. Þær fréttir berast frá Brussel, að Geir Hall- grímsson hafi á leiðtoga- fundi NATO notað hvert tækifæri til að kynna helztu ráðamönnum bandalagsins fyrirhugaða útfærslu íslenzku fisk- veiðilögsögunnar. Var eft- ir því tekið af hálfu er- Iendra fréttamanna og diplómata, er fylgdust með fundinum, hve greið- an aðgang íslenzki for- sætisráðherrann átti að liclztu ríkjaleiðtogum, sem þarna mættu. Sér- stakif fagnaðarfundir 'urðu með þeim Geir og Trudeau, forsætisráðherra Kanada, en þeir ræddust við í Ottawa fyrr á þessu ári sem kunnugt er. Er fullyrt, að íslendingar eigi nú ötulan stuðningsmann í Iandhelgismálinu, þar sem Trudeau er, og hugs- anlegt sé, að ísland og Kanada verði með sam- ræmdar aðgerðir í land- helgismálum. Meðal kaupsýslumanna er vart um annað meira rætt þessar vikurnar en hugsanlegar breytingar á umboðum fyrir Ford á ís- landi. Sagan segir, að við- ræður hafi farið fram um sameiningu umboðanna Sveinn Egilsson hf. og Kr. Kristjánssonar með þeim hætti, að fyrra fyrirtækið keypti umboð hins síðar- nefnda. Tölurnar, sem minnzt hefur verið á í þessu sambandi, skipta tugum milljóna. FV 5 1975 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.