Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1975, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.05.1975, Blaðsíða 28
afgangurinn eru notaðir bílar. Árin 1971—1974 hafa verið fluttir inn 7399 nýir bílar að meðaltali á ári, sem er mjög eðlilegt eða um 10% af heildar- bilaeign landsmanna. Nú er aft- ur á móti augljóst að bílarnir verða eldri og verri eins og sölutregðan ber með sér. Sem dæmi um hana er innflutning- urinn fyrstu þrjá mánuði þessa árs 615 bílar á móti 2941 á sama tíma í fyrra. F.V-: — Á aðalfundi Bíl- greinasambandsins var ályktað, að óeðlilega mikill bílainnflutn- ingur í fyrra væri fyrst og fremst afleiðing rangrar gengis- skráningar og jafnvægisleysis í efnahagsmálum. Verða nú inn- flytjendur ekki samt að taka á sig nokkra ábyrgð á því, að hér eru hundruð óseljanlegra bíla, sem liggja undir skemmdum? Ásgeir: — Þessi mikli inn- flutningur í fyrra var fyrst og fremst afleiðing óvissun.nar í efnahagsmálum. Fólk hafði mikla peninga milli handanna og það var öllum ljóst, að grip- ið yrði til harkalegra aðgerða. Þær komu hins vegar seint og um síðir, en fólk var búið að koma fjármunum sínum í ló áður. Undir slíkum kringum- stæðum er mjög freistandi fyrir bílaumboð að flytja mikið inn. Við sátum uppi með 50 ó- selda bíla þegar gengisfellingin reið yfir í fyrrahaust. Fyrr á haustinu héldum við bílasýn- ingu, þar sem 80 manns skráðu sig fyrir nýjum bílum og gerð- um við pantanir í samræmi við það. Þegar á reyndi hættu flest- ir þessara kaupenda við. Ég ætla ekki að gera tilraun til að spá í endalok þessa máls. Bílaumboðin eru um 20 talsins og mörg þeirra sitja uppi með bíla frá því í fyrra. Mér reikn- ast til að samtals séu þessir 'bíl- ar nú um 1200. Umboðin bera mikinn kostnað af þeim, bæði vexti og geymslugjöld og vandamálið getur orðið mjög alvarlegt ef t.d. verksmiðjurnar gefa umboðunum ekki afslátt. Það eru þær hins vegar tregar til að gera, því að með því yrði verðhlutföllunum öllum raskað og það gæti stórskaðað söluna í framtíðinni. Vegna þess, að ýmsir hafa rætt um þennan innflutning sem einhvers konar glæpaverk vil ég benda á að andvirði þess- ara bíla er á að gizka 360 milljónir í gjaldeyri. Menn sjá ofsjónum yfir þessu, á sama tíma og rætt er um að kaupa skuttogara fyrir milljarð, þrátt fyrir þær bláköldu staðreyndir sem fyrir liggja um taprekstur togaraútgerðarinnar- F.V.: — Hvernig standa. á- lagningarmál hjá bílainnflutn- ingsfyrirtækjunum? Hvaða á- hrif gæti aukið frjálsræði í á- lagningarmálum haft á stöðu þessara fyrirtækja og fyrir hag bílakaupenda? Ásgeir: — Nú er álagningin ákveðin 6,3% af kostnaðarverði fólksbifreiðar og 5200 krónur að auki án tillits til verðs á bíln. um. Ég býst fastlega við að bílarnir myndu hækka eitthvað, þó misjafnlega eftir verðflokk- um, ódýrari bílarnir mest, en þeir dýrari minna, ef álagning- in yrði leyfð frjáls. Ástæðan er sú, að innflutningsfyrirtækin hafa ekki nægilegt rekstrarfé- Með frjálsri álagningu myndi skapast meira svigrúm til að veita afslætti og það kæmi við- skiptavinunum til góða. Við ríghöldum í þessa álagningu nú og víkjum ekki frá henni. Væri álagningin frjáls gæti hugsazt, að í vissum tilfellum, yrði hún lægri en nú. í Svíþjóð fara bílakaupendur á milli borga og bjóða í bílana. Svipað þessu gæti gerzt hér, ef álagn- ingarreglur breyttust. F.V.: — Hvernig skiptist söluverð bílsins í einstaka þætti, þ. e. a. s. verð frá fram- lciðanda, gjöld og tolla til ríkis, beinan kostnað og álagningu? Ásgeir: — Mér reiknast til að skiptingin á fólksbifreið sé þannig: F.o.b.-verð 28,9%, kostnaður vegna flutnings, trygginga og hafnargjalda 6,6 %, tollur, innflutningsgjald, gúmmígjald og söluskattur er 59,3% og álagning 5,3% af söluverðinu. F.V.: — Hvað verður helzt gert til að bæta viðgerðarþjón- ustu við bílaeigendur oe: hvað er það einkanlega, sem háir rekstri bifreiðaverkstæða? Ásgeir: — Rekstur verkstæð- anna stendur alveg í járnum um þessar mundir og það eru álagningarmálin sem valda því. Útseld vinna er nú að meðaltali 770 krónur á tímann en þar af eru launin og launatengd gjöld 79%. Ég hef kannað, hvað verð- ið á útseldri vinnu þyrfti að vera til að viðgerðirnar bæru sig og var útkoman 1183 krón- ur á timann- Við myndum ekki reka bifreiðaverkstæði nú nema af því að við þurfum að yfir- fara nýja bila, áður en þeir eru settir á götuna, og líka vegna þessarar siðferðjlegu skyldu, sem okkur finnst við bera gagn- vart eigendum Volvo-bíla, — að veita þeim nauðsynlega þjón- ustu. Ef ég leigði út verkstæðið og gæfi bifreiðavirkjanum afslátt af varahlutum, er líklegt að verkstæðið bæri sig hjá honum. Harðnaði eitthvað á dalnum hjá okkur myndi þessi afsláttur ekki verða veittur og þess vegna verða verkstæðin að geta borðjð sig á vinnunni. Þannig reiknum við dæmið út. Það eru líka fjölmörg verkstæði starf- rækt, sem engan afslátt fá hjá varahlutaverzlunum og verða að ná endum saman með vinn- unni einni. Viðgerðir hafa mjög dregizt saman að undanförnu. Núna þurfa menn að bíða eftir 10 þús. kílómetra skoðun í 3 vikur en biðin var 3 mánuðir í fyrra. Þá urðu menn líka að biða í 3—4 vikur eftir að koma bíl á verk- stæði til viðgerðar sem nú tek- ur 10 daga. Vegna peningaá- standsins hjá fólki nú er hætt við, að bílaviðgerðir verði látn- ar sitja á hakanum, ef mögulegt er. Við höfum haft þann sið, að hringja í eigendur bíla, sem eru til viðgerðar hjá okkur, og láta vita, ef einhverjar frekari bil- anir koma í ljós við skoðun. I fyrra var oftast ákveðið á stundinni að láta gera við, en nú spyrja menn, hvað viðgerð- in muni kosta og svo hvort ekki megi komast af án hennar ein- hvern tíma. F.V.: — Hverjar eru skyldur bílaumboða hér í sambandi við vara.hlutaþjónustu oj viðgerð- ir? 28 FV 5 1975
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.