Frjáls verslun - 01.05.1975, Blaðsíða 69
Dægrastytting fyrir erlenda gesti:
Tízkusýningar á Loftleiðum
— í hádeginu á föstudögum í surnar
Fyrir nokkru hófust að nýju að Hótel Loftleiðum sýningar á ís-
lenzkum hcimilisiðnaði, fatnaði og skartgripum. Þetta er fjórða
sumarið, scm efnt er til slíkra sýninga, og verða þær í Blómasal
hótelsins á föstudögum kl. 12.30 til 13.00.
í Blómasal er að venju hægt
að fá fjölbreyttan mat frá
„Grillinu“, ásamt hinu mjög
svo vinsæla kalda borði. Á
kalda borðinu er úrval glæsi-
legra rétta, svo sem síldarréttir
margskonar og íslenzkur mat-
ur, sem útlendingar hafa gam-
an af að bragða á. Með kalda
borðinu fá útlendingar afhent-
an bækling, þar sem islenzku
réttirnir eru kynntir.
GÓÐ KYNNING FYRIR
ERLENDA GESTI
Tízkusýningarnar í sumar
verða með svipuðu sniði og und-
anfarin ár. Þetta er nú orðinn
fastur liðiur í starfsemi hótels-
ins og hefur likað mjög vel af
gestum. Að auki er þessi
stutta, en mjög svo vel skipu-
lagða sýning ákaflega vinsæl
hjá íslendingum, sem hafa gert
sér far um að snæða í Blómasal
þá daga sem sýningar eru
haldnar. Dæmi eru til að hópar
og saumaklúbbar komi þangað
til að horfa á sýninguna yfir
góðri máltíð. Er sérstaklega
mælt með sýningum þessum
fyrir fólk, sem fær erlenda
gesti.
Að sýningunni standa sem áð-
ur, Rammagerðin, íslenzkur
heimilisiðnaður og Hótel Loft-
leiðir- Sýningarstúlkur eru frá
Modelsamtökunum, undir
stjórn frú Unnar Arngrímsdótt-
ur. Kynnar í sumar verða
Hrafnhildur Schram og Bessí
Jóhannsdóttir.
FERÐALEIKHÚSIÐ SÝNIR
í SUMAR
„Light Nights“ Ferðaleikhús
frú Kristínar Guðbjartsdóttur
verður nú fjórða sumarið í röð
í ráðstefnusal hótelsins- Hefst
það 15. júlí og stendur fram í
lok ágústmánaðar. Sýningar
fara fram á ensku fjögur kvöld
í viku — á mánudögum, þriðju-
dögum, miðvikudögum og
fimmtudögum. Dagskráin verð-
ur fjölbreytt að vanda með
margskonar fróðleik um sögu
lands og þjóðar, sem ei’lendum
ferðalöngum mun án efa þykja
foi'vitnilegt á að hlýða.
Tvær af
sýningar-
dömunum,
í Model-
samtökun-
um, sem
sýna
hádegis-
verðar-
gestum
á Hótel
Loftleiðum
íslenzkar
tízdíu-
vörur.
IÞRÓTT ABLADIÐ
Sérrit um íþróttir og útilíf
Góð lesning í góða veðrinu
Áskriftarsími 82300
FV 5 1975
69