Frjáls verslun - 01.05.1975, Blaðsíða 19
IMý Volvo - verksmiðja í Kalmar:
Bylting í framleiðsluháttum
Horfið frá færibandavinnunni eins og hún hefur tíðkazt í bílaiðnaðinum
„Við höfum lagt okkur fram um að skipuleggja bílaframleiðslu þannig, að starfsfólkið eigi auðveld-
ara með að fá starfslega fullnægingu af vinnunni og meta gildi liennar. Því er líka gert kleift að
vinna saman í litlum hópum. Þegar starfsmennirnir telja vinnuna hafa gildi og leggja sig alla
fram, hlýtur varan, sem þeir framleiða, að vera í háum gæðaflokki.“
Litlar kaffistofur eins og þessar er nokkrar að finna í tengslum
við vinnusalina hjá Volvo í Kalmar.
Þetta sagði Pehr G. Gyllen-
hammer, forstjóri Volvo, þegar
hann opnaði nýja bílaverk-
smiðju fyrirtækisins í Kalmar í
Svíþjóð. Þessi verksmiðja er
talin einstök í sinni röð með
hliðsjón af skipulagi og er sögð
valda jafnmikilli byltingu í
framleiðgluháttum og færi-
bandaframleiðslan hjá Henry
Ford á sínum tíma.
HÓPVINNA OG
ÁBYRGÐARTILFINNING
Starfsmennirnir sjálfir hafa
lagt hönd á plóginn við skipu-
lag verksmiðjunnar. Áherzla
hefur verið lögð á að andrúms-
loftið yrði sem líkast því er
gerist á litlum verkstæðum.
Samsetningu bílanna er skipt á
milli 25 vinnuflokka, sem hver
um sig hefur ákveðið svæði í
verksmiðjunni til umráða.
Vinnustaðirnir eru bjartir og
rúmgóðir og er aðallega fyrir
komið við útveggi, þar sem
stórir gluggar skapa visst sam-
band við umheiminn. Mikið er
lagt upp úr því, að starfsfólkið
setji allan sinn metnað í fram-
leiðsluna, og hefur það tekizt
með því að einskorða ekki
vinnu þess við að herða eina
ákveðna skrúfu eða fást við
smáhluta í bílinn. Þvert á móti
hafa starfsmenn, innan hvers
hóps, orðiS sérfræðingar í sam-
setningu einstakra kerfisþátta í
bílnum, eins og t. d. stýrisbún-
aði, rafkerfi, klæðningu að inn-
an og öryggisbúnaði. Tækni-
mennirnir eiga þess kost að
hafa áhrif á starfsskipulagning-
una, verkaskiptingu innan hóps-
ins og ennfremur á vinnuhrað-
ann.
30. ÞÚS. BÍLAR Á ÁRI.
Meðan samsetning bílsins fer
fram er hann fluttur um verk-
smiðjugólfið á rafhlöðuknúnum
pöllum. Menn hafa því mjög
frjálsar hendur með skipulagn-
ingu starfsins, þar eð bíllinn er
ekki háður neinni framleiðslu-
keðju, heldur er hann algjör-
lega sjálfstæð eining. Með
tæknibúnaðj, sem Volvo-verk-
smiðjurnar urðu fyrstar til að
taka í notkun í bílaiðnaðinum,
er mögulegt að snúa bílnum 90
gráður á pallinum, þannig að
öll vinna við hann er fram-
kvæmd í réttri stöðu og á
þægilegan hátt-
í Kalmar-verksmiðjunni eru
framleiddir 30 þús. bílar á ári
á einni vakt. Þetta framleiðslu-
magn má tvöfalda með annarri
vakt. Um 100 milljónum
sænskra króna var varið til
byggingar þessarar verksmiðju.
FV 5 1975
19