Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1975, Qupperneq 19

Frjáls verslun - 01.05.1975, Qupperneq 19
IMý Volvo - verksmiðja í Kalmar: Bylting í framleiðsluháttum Horfið frá færibandavinnunni eins og hún hefur tíðkazt í bílaiðnaðinum „Við höfum lagt okkur fram um að skipuleggja bílaframleiðslu þannig, að starfsfólkið eigi auðveld- ara með að fá starfslega fullnægingu af vinnunni og meta gildi liennar. Því er líka gert kleift að vinna saman í litlum hópum. Þegar starfsmennirnir telja vinnuna hafa gildi og leggja sig alla fram, hlýtur varan, sem þeir framleiða, að vera í háum gæðaflokki.“ Litlar kaffistofur eins og þessar er nokkrar að finna í tengslum við vinnusalina hjá Volvo í Kalmar. Þetta sagði Pehr G. Gyllen- hammer, forstjóri Volvo, þegar hann opnaði nýja bílaverk- smiðju fyrirtækisins í Kalmar í Svíþjóð. Þessi verksmiðja er talin einstök í sinni röð með hliðsjón af skipulagi og er sögð valda jafnmikilli byltingu í framleiðgluháttum og færi- bandaframleiðslan hjá Henry Ford á sínum tíma. HÓPVINNA OG ÁBYRGÐARTILFINNING Starfsmennirnir sjálfir hafa lagt hönd á plóginn við skipu- lag verksmiðjunnar. Áherzla hefur verið lögð á að andrúms- loftið yrði sem líkast því er gerist á litlum verkstæðum. Samsetningu bílanna er skipt á milli 25 vinnuflokka, sem hver um sig hefur ákveðið svæði í verksmiðjunni til umráða. Vinnustaðirnir eru bjartir og rúmgóðir og er aðallega fyrir komið við útveggi, þar sem stórir gluggar skapa visst sam- band við umheiminn. Mikið er lagt upp úr því, að starfsfólkið setji allan sinn metnað í fram- leiðsluna, og hefur það tekizt með því að einskorða ekki vinnu þess við að herða eina ákveðna skrúfu eða fást við smáhluta í bílinn. Þvert á móti hafa starfsmenn, innan hvers hóps, orðiS sérfræðingar í sam- setningu einstakra kerfisþátta í bílnum, eins og t. d. stýrisbún- aði, rafkerfi, klæðningu að inn- an og öryggisbúnaði. Tækni- mennirnir eiga þess kost að hafa áhrif á starfsskipulagning- una, verkaskiptingu innan hóps- ins og ennfremur á vinnuhrað- ann. 30. ÞÚS. BÍLAR Á ÁRI. Meðan samsetning bílsins fer fram er hann fluttur um verk- smiðjugólfið á rafhlöðuknúnum pöllum. Menn hafa því mjög frjálsar hendur með skipulagn- ingu starfsins, þar eð bíllinn er ekki háður neinni framleiðslu- keðju, heldur er hann algjör- lega sjálfstæð eining. Með tæknibúnaðj, sem Volvo-verk- smiðjurnar urðu fyrstar til að taka í notkun í bílaiðnaðinum, er mögulegt að snúa bílnum 90 gráður á pallinum, þannig að öll vinna við hann er fram- kvæmd í réttri stöðu og á þægilegan hátt- í Kalmar-verksmiðjunni eru framleiddir 30 þús. bílar á ári á einni vakt. Þetta framleiðslu- magn má tvöfalda með annarri vakt. Um 100 milljónum sænskra króna var varið til byggingar þessarar verksmiðju. FV 5 1975 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.