Frjáls verslun - 01.05.1975, Blaðsíða 63
Fyririaeki, framleiðsla
Bókaklúbbur Almenna bókafélagsins:
Félagar orðnir á f jórða þúsund
Þurfaað kaupa fjórar bækur fyrstu átján mánuðina sem þeir eru í klúbbnum
I fyrra stofnaði Almcnna bókafélagið Bókaklúbb AB og fyrir
skömmu átti FV tal af Antoni Kærnested, sölusitjóra félagsins,
um starfsemina. Hann sagði, að ástæðan fyrir stofnun klúbbsins
væri sú, að þegar sölukerfi AB var endurskoðað fyrir tveim ár-
um kom í ljós, að það var orðið heldur slakt og nýjar leiðir voru
nauðsynlegar.
Varð þá til hugmyndin að
bókaklúbbnum, enda var ekki
annað sjáanlegt en að bóka-
klúbbur gæti gengið hér eins
og annars staðar. Bestu hug-
myndum úr norskum og dönsk-
um bókaklúbbum var safnað
saman og Bókaklúbbur AB
byggður upp á þeim.
GÓÐAR VIÐTÖKUR ÞEGAR
í UPPHAFI
Anton sagði að viðtökur
hefðu strax verið góðar. Byrjað
var á að senda eldri félögum í
AB fréttabréf um klúbbinn og
urðu strax um 2000 eldri félag-
ar í AB nýir félagar í klúbbn-
um. Félagar eru nú komnir á
fjórða þúsund, en Anton sagði
að takmarkið væri, að þeir
yrðu ekki færri en fimm þús-
und, fyrr væri ekki tryggt, að
hægt yrði að gefa út nægilega
ódýrar bækur.
Klúbburinn er stofnaður með
það fyrir augum að 'hægt sé að
gefa félögum klúbbsins kost á
fjölbreyttu úrvali bóka á betra
verði en yfirleitt gerist á al-
mennum bókamarkaði. í stuttu
máli er fyrirkomulag hans
þannig að ailir sem náð hafa
lögræðisaldri geta oi'ðið þátt-
takendur, en menn utan kiúbbs-
ins geta ekki fengið þær sex til
átta bækur, sem klúbburinn
gefur út árlega.
BÆKUR KYNNTARí
FRÉTTABRÉFI
Félagsmönnum er sent frétta-
bréf AB, þar sem næsta bók er
kynnt og höfundur hennar
einnig, greint frá verði, stærð
o. fl. Vilji félagsmaður ekki
næstu bók, tilkynnir hann það
til klúbbsins i tæka tið en sú
eina skylda er lögð á herðar
nýjum félögum að þeir kaupi
fjórar bækur fyrstu 18 mánuð-
ina, sem þeir eru í klúbbnum.
Félagsgjöld eru engin og
fréttabréfið er ókeypis. 1
hverju fréttabréfi er skrá yfir
aukabækur, sem félagsmenn
geta valið úr. Valbækurnar eru
nú 15 og sagði Anton að verð-
mismunurinn miðað við al-
mennan markað væri allt upp í
500 krónur. Valbækurnar kosta
800 krónur og má þar nefna
bækur eins og Norðan við stríð,
eftir Indriða G. Þorsteinsson og
Manillai'eipið eftir Veijo Meri.
Anton lagði að lokum áherslu á
að félagar bókaklúbbsins öfl-
uðu nýrra félaga, því með þvi
móti stuðluðu þeir að enn hag-
stæðari kjörum í framtíðinni.
Anton Kærnested sölustjóri Almenna bókafélagsins.
FV 5 1975
63