Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1975, Side 9

Frjáls verslun - 01.05.1975, Side 9
Nefnd Reykjavíkur- borgar, sem annast undir- búning hátíðarhalda 17. júní, efndi í fyrra til knattspyrnuleiks milli borgarfulltrúa og embœtt- ismanna borgarinnar á Laugadalsvellinum í til- efni þjóðhátíðar og má segja, að þetta hafi verið leikur ársins. Nefndar- menn eru óþrjótandi á nýjar h'ugmyndir um dag- skrá íþróttaviðburða. þjóð- hátíðardagsins, því að í ár hefur komið til tals að fulltrúar stjórnmálaflokk- anna í borgarstjórn heyi hjólreiðakeppni sín á milli og að lið vinnuveit- enda og launþega keppi í knattspyrnu. Hver veit nema vinnudeilur lands- ma.nna verði útkljáðar á Laugardalsvellinum að þessu sinni. Fullyrt er, að ósam- komulag innan félagssam- taka flugmanna hafi mjög torveldað lausn kjara- deilu stéttarinnar og Flug- leiða. Skiptast flugmenn í tvo hagsmunahópa: Flugfélagsmenn og Loft- leiðamenn. Stingur þetta nokkuð í stúf við and- rúmsloftið almennt innan Flugleiða, sem hefur ver- ið gott eftir atvikum síð- an sameining flugfélag- anna var hafin. Enn eimir þó nokkuð eftir af vissri viðkvæmni, sem sett hefur mark sitt á samskipti félaganna tveggja á liðnum áratug- um. Skemmtileg auglýs- ing, sem Flugleiðir ‘hafa birt upp á síðkastið í blöð- um með mynd af tveim iitlum strákum með flug- mannahúfur beggja fé- laga, er t. d. sögð hafa vakið upp þessar tilfinn- ingar hjá sumum eldri starfsmönnum. Ástæðan: Strákurinn með Loftleiða- húfuna er minni. Oft berast fréttir af slæmum fjárhag íþrótta- hreyfingarinnar. Raunar er mönnum svo rækilega innprcntað, að þar sé allt á hausnum, að enginn læt- ur sér hagnað til h'ugar koma. Þau gleðitíðindi hafa þó spurzt, að eitt sér- sambandanna innan Í.S.Í., hafi skilað álitlegum gróða á síðasta ári, einum 7 milljónum, og þar af 4 milljónum í ágóða af happdrætti. Geri aðrir betur. Þeir Guðni í Sunnu og Ingólfur í Útsýn hafa löngum eldað grátt silfur. Hefur viðureignin tekið á sig hinar ýmsu myndir og verið lengi aðhláturs- efni manna á meðal. Upp á síðkastið hefur málið þó færzt í öllu alvarlegra horf og er tímabundnum erfiðleikum og harðnandi samkeppni í ferðaskrif- stofurekstri um að kenna. Ymsar sögur eru sagðar af viðskiptum þeirra koll- eganna en síðustu blaða- skrif um svik eða ekki við íslenzka Spánarfara, hafa svo gjörsamlega gengið fram af fólki, að ábyrg yfirvöld hafa það á orði að grípa í taumana áður en þetta kostulega einvígi verður búið að koma óorði á allan ferða- skrifstofurekstur í land- inu. Þær fréttir berast frá Brussel, að Geir Hall- grímsson hafi á leiðtoga- fundi NATO notað hvert tækifæri til að kynna helztu ráðamönnum bandalagsins fyrirhugaða útfærslu íslenzku fisk- veiðilögsögunnar. Var eft- ir því tekið af hálfu er- Iendra fréttamanna og diplómata, er fylgdust með fundinum, hve greið- an aðgang íslenzki for- sætisráðherrann átti að liclztu ríkjaleiðtogum, sem þarna mættu. Sér- stakif fagnaðarfundir 'urðu með þeim Geir og Trudeau, forsætisráðherra Kanada, en þeir ræddust við í Ottawa fyrr á þessu ári sem kunnugt er. Er fullyrt, að íslendingar eigi nú ötulan stuðningsmann í Iandhelgismálinu, þar sem Trudeau er, og hugs- anlegt sé, að ísland og Kanada verði með sam- ræmdar aðgerðir í land- helgismálum. Meðal kaupsýslumanna er vart um annað meira rætt þessar vikurnar en hugsanlegar breytingar á umboðum fyrir Ford á ís- landi. Sagan segir, að við- ræður hafi farið fram um sameiningu umboðanna Sveinn Egilsson hf. og Kr. Kristjánssonar með þeim hætti, að fyrra fyrirtækið keypti umboð hins síðar- nefnda. Tölurnar, sem minnzt hefur verið á í þessu sambandi, skipta tugum milljóna. FV 5 1975 9

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.