Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1975, Page 82

Frjáls verslun - 01.05.1975, Page 82
diriisijárn Viðskiptaþing Verzlunarráð íslands ákvað í vetur að taka upp þá nýbreytni í starfi sínu að boöa til viðskiptaþings að minnsta kosti á tveggja ára fresti til að fjalla um hag verzl- unarinnar í landinu og móta stefnu í mál- um Verzlunarráðs íslands. Þessi ákvörðun kom fyrst til framkvæmda nú í maímánuði er fjölsótt viðskiptaþing var haldiö í Reykjavík. Þingfulltrúar voru einróma þeirrar skoðunar, að allur undir- búningur þess hefði tekizt með ágætum og að ákjósanlegt tækifæri hefði gefizt til að skiptast þar á skoðunum um brýn hags- munamál verzlunarinnar á líðandi stund og hlýöa á vel unnin og fræðileg erindi sér- fræðinga um þau. Starfa viðskiptaþings hefur verið ítarlega getið í Morgunblaðinu, sem greindi vel frá almennum umræðum og erindum nokkurra framsögumanna. Þáttur annarra fjölmiðla i umsögnum um þingið hefur verið mjög rýr enda kannski ekki við öðru að búast af pólit- ískum ástæöum. Þó er skipulagi þingsins að sumu leyti líka um að kenna. Því var ekki ætlað að komast að ákveðnum niður- stöðum, sem túlkaðar yrðu í stuttum og hnitmiðuðum ályktunum. Hinir opinberu fjölmiðlar og sum dagblöðin virðast aftur á móti helzt leita næringar í niðursuðuvarn- ingi af því tagi um þessar mundir. Af því verða hagsmunasamtök eins og Verzlunar- ráð íslands að hafa hliösjón við undirbún- ing ályktunarhæfra funda og þinga. í því þjóðfélagi vígorða'og heimtufrekju, sem við nú lifum í, stoöar lítt að halda að sér hönd- um vegna eðlislægrar kurteisi. Rödd hins frjálsa atvinnureksturs verður að berast þjóðinni til eyrna ekki síður en belgingur- inn í verkalýðsrekendunum. Víti til varnaðar Ovenju kröftuglega hefur verið blásið í herlúðra undanfarið og þjóðin hefur sann- arlega haft tilefni til alvarlegrar umhugs unar um nokkur grundvallaratriði þess lýð- ræöislega stjórnarfars, sem hún hefur kosið sér. Eða kæra sig ekki allir kollótta nú orð- ið? Að því leyti til virðast íslendingar nálg- ast nágranna sína Breta með ískyggilegum hraða. En til þess er samanburðurinn gerður, að við megum láta reynslu Breta á síðustu tím- um okkur að kenningu verða. Brezkur fréttamaður, Robin Knight, sem starfar fyr- ir bandaríska vikuritið U.S. News and World Report, lýsti ógöngunum, sem þjóð hans er komin í, á mjög eftirtektarverðan hátt í blaðagrein nýlega. Hann segir meðal ann- ars: „Brezka þjóðin almennt, ekki nauðsyn- lega sem einstaklingar, er gráðug. Fórnir, sjálfsögun og virðing fyrir öðrum eða fyrir lögum og rétti — allar dyggðirnar, sem svo mikilvægar þóttu áður fyrrum tíðkast ekki lengur. Tökum lítið dæmi um árangur, — í viðskiptum, stjórnmálum, listum, vísindum, hvaðeina. Eitt sinn glöddust Lundúnabúar yfir góðu gengi annarra. Nú er tilhneiging- in sú að gera lítið úr afrekum. Ef einhverj- um tekst aftur á móti að hagnast á árang- ursríku starfi á einhverju sviði, sér ófrýni- legt skattkerfið brezka um að hirða afrakst- urinn. Það eru því fáir reiðubúnir að leggja eitthvað á sig til að ná árangri." Síðar í greininni segir: ,,An þess að undraverðar breytingar verði til hins betra, munu milljón menn ganga at- vinnulausir síðar á árinu. Um þessar mund- ir nema verðhækkanir 25% á ári, — eru miklu meiri en í flestum öðrum iönríkjum og næstum þrefalt hærri en í Bandaríkjun- um. En víðtækt atvinnuleysi og hættulega lítil aukning framleiðslu, sem er undir 2% á ári, virðast ekki valda verkalýðsleiðtogum áhyggjum. Þeir halda áfram að heimta kauphækkanir upp á 32,6%.“ Þannig er ástatt fyrir Bretum, sem um- heimurinn virðist sammála um að séu staddir á heljarþröminni. Maður, lít þér nær! 82 FV 5 1975

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.