Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1975, Qupperneq 9

Frjáls verslun - 01.07.1975, Qupperneq 9
Það leynir sér ekki, að Morgunblaðið á í striði við Ólaf Jóhannesson mn þessar mundir. Sem við- skiptaráðherra og þar með æðsta ráð í verðlags- málum hefur Ólafur mein- að Morgunblaðinu að hækka gjöld sín í sam- ræmi við aukinn kostnað, sem útgáfunni fylgir. ÓI- afur ku brosa út í annað um leið og hann nær sér niðri á Mogganum, í fyrsta lagi af því að hann sér veldi Tímans fara vaxandi, en í öðru lagi þykist hann ná fram hefndum fyrir marga skráveifuna, sem Moggi gerði honum á vinstri- stjórnarárunum. — • — Bílainnflytjendur fagna mjög bættum kjörum, í viðskiptum við Eimskip. Félagið hefur lækkað farmgjöld á bifreiðum svo um munar enda höfðu bíiainnflytjendur hótað að hætta að verzla við Eimskip og annast flutn- ingana með eigin skipi. Ýmsum öðrum hópum innflytjenda finnst þeir mættu njóta sömu vildar- kjara. Hafa því allmargir stórkaupmenn íhugað að- gerðir til að fá lækkuð farmgjöld með Eimskip eða skipakaup að öðrum kosti. — • — Kaupmenn gerast nú langeygir eftir nýrri lög- gjöf um verðmyndun, við- skiptahætti og verðgæzlu, sem ríkisstjórnin var búin að lofa við gerð stjórnar- sáttmálans. Forsætisráð- herrann hefur ítrekað þessi fyrirheit við for- ystumenn verzlunarsam- takanna, en viðskiptaráð- herrann hefur viljað sýna vald sitt og tefur fram- gang málsins. Virðist Geir Hallgrímsson hafa látið í minni pokann fyrir Ólafi Jóhannessyni í þessu máli. Margir hafa haft orð á því, hve hvimleiður fréttalestur í hljóðvarp- inu er oft á tíðum. Svo virðist sem fréttaþulir hefji lesturinn óundirbún- ir, þagnir eru oft langar og leiðréttingar á texta algengar eftir að lestur er hafinn. Ekki mun því um að kenna, að tími gef- ist ekki til yfirlestrar fréttahandrita hjá þulun- um heldur er þarna um að ræða einhvers konar styrjöld milli þula og fréttamanna. Þykjast þul- ir vera að ná sér niðri á fréttamönnum með þvi að leiðrétta málfar þeirra frammi fyrir alþjóð með viðeigandi stami og at- hugasemdum. Væri ósk- andi að einhver valda- aðili hjá stofnuninni kæmi í veg fyrir áfram- haldandi barnaskap af þessu tagi. — • — Skuldir Islcndinga við Rússa eru gcysiháar orðn- ar eins og afþjóð veit. í stað þess að borga þeim í hörðum gjaldeyri hafa fjármálayfirvöld tekið fegins hendi tilboðum Sovétmanna um að greiða í íslenzkum peningum inn á reikning í Seðlabankan- um. Þetta hefur verið gert varðandi greiðslur fyrir sovézka búnaðinn í Sigölduvirkjun t. d. Reikningur þessi hjá Seðlabankanum mun vera á nafni rússneska sendiráðsins. Er nema von að menn spyrji, hvað ym- rætt sendiráð geri við nokkra milljarða króna. sem færðar eru inn á reikning þess hér? Hryðjuverk glæpa- flokka í nágrannalöndun- um og þó einkum árásin á vestur-þýzka sendiráðið í Stokkhólmi i vor hafa vakið íslenzk lögregluyfir- völd til alvarlagrar um- hugsunar um ástand öi'- yggisgæzlu hér á landi. Hafa sérstakar sveitir lög- reglumanna nú fengið þjálfun í meðferð ný- tízkuvopna, sem gera mætti ráð fyrir að nota þyrfti í viðureign við harðsoðinn glæpalýð. Hafa æfingar farið fram á lokuðum svæðum í ná- grenni Sandskeiðsins. — • — Og þessa seljum við ekki dýrari en við keypt- um hana: Erlent f jármálafyrir- tæki lánaði stórar upp- hæðir vegna skipakaupa Hafskips hf. nú nýlega. Sá duglegi athafnamaður Magnús Magnússon, for- stjóri skipafélagsins, mun persónulega vera ábyrgur fyrir miklum fjárfúlgum í þessu áþmbandi. Það varð til þess <að hinir erlendu lánadrottnar gerðu kröfu um að fá að Iíftryggja Magnús upp á einar 250 milljónir króna. Magnús er mikill maður vexti en vart munu dæmi um jafnháa líftryggingu manna hérlendis. FV 7 1975 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.