Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1975, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.07.1975, Blaðsíða 18
Hagvöxturinn í OECD-lönd- um var að meðaltali meir en 5% á ári á tímabilinu 1960- 1970. Efasemdamennirnir bú- ast ekki við nema 2-3% hag- vexti árlega næstu fimm til tíu árin. Þar með mun nýjum at- vinnutækifærum fjölga hægar en áður. Ríkisstjórnir, sem nú verða að glíma við atvinnu- leysi, burtséð frá því, hvaða að- gerðir munu reynast nauðsyn- legar í framtíðinni, hafa aukið margs konar félagslega aðstoð til að létta byrðarnar, sem at- vinnuleysinu fylgja. Kvartað er undan því, að ríf- leg framlög af þessu tagi hvetji fólk fremur til að „láta skrá sig“ heldur en leita að vinnu. Hins vegar hafa tiltölulega há- ar atvinnuleysisbætur og aðrar félagslegar aðgerðir átt sinn þátt í að koma í veg fyrir al- raennan óróa vegna atvinnu_ leysis í Þýzkalandi, Frakklandi og fleiri löndum. SLÆMT ÁSTAND í BRETLANDI Bretar stefna nú óðfluga í meira atvinnuleysi en þar heí’- ur þekkzt eftir heimsstyrjöld- ina siðari. Meir en 860 þús. manns, eða 3,8% allra vinnandi manna, eru á atvinnuleysisskrá. Þessi tala er þó ekki einhlít, því að margir, sérstaklega konur, skrá sig ekki. Lítil von er til að úr atvinnuleysi dragi og reiknað er með hálfri annarri milljón atvinnulausra á miðju ári 1976. 3retar verja milljónum punda til endurþjálfunar fyrir at- vinnulausa. En fólk er tregt til að takast á hendur nýtt starf eða flytjast búferlum, þó að það geti fengið vinnu við sitt hæfi annars staðar. Hjá strætis- vögnunum í London eru t. d. 2700 vagnstjórastöður lausar. Áform Brezka stáliðjusam- bandsins um að segja upp 22 þús. manns mæta harðri and- stöðu á sama tíma og kola- námufélög ríkisins leita log- andi ljósi að mannskap. Meðan svo er ástatt hjá öðrum hafa verkalýðsleiðtogar í sumum greinum opinbers rekstrar sett fram kröfur um 30% kaup- hækkun um leið og verðlag hef- ur hlaupið upp úr öllu valdi eða um 25% á ári. ATVINNULEYSIÐ f ÞÝZKA- LANDI í V-Þýzkalandi, háþróaðasta iðnríki Evrópu, sýna nýjustu tölur, að ein milljón manna eru atvinnulausir og 922 þús. vinna styttan starfsdag. Núverandi 4,4% atvinnuleysi er skelfilegt miðað við 0,7 og 0,8% á árun- um 1970-71. Ekki er búizt við, að úr atvinnuleysinu dragi fyrr en í fyrsta lagi einhvern tím- ann á næsta ári. Hinir gömlu góðu dagar, þegar ekki tókst að fá mannafla í hundruð þús- unda starfa virðast löngu liðnir og langt í að þeir komi aftur, ef þá nokkurn tíma. Hlutskipti atvinnulausra í Þýzkalandi er ekki jafnömur- legt og víða annars staðar. At- Verkamenn í Skotlandi mót- mæltu atvinnuleysi nýlega. — Að neðan: Nýútskrifaður há- skólastúdent bíður eftir vinnu. vinnuleysisbætur nema um 68% af nettótekjum allt að 18,400 krónum á viku í eitt ár. Að auki greiða tryggingar fjölskyldubætur mánaðarlega, 2400 kr. með fyrsta barni, 3500 með öðru og 6000 kr. með hverju barni til viðbótar. Alþýðusambandið í Þýzka- landi hefur hvatt stjórnvöld í Bonn til að létta enn undir með atvinnulausum og auka enn fjárhagsaðstoð við þá. DREGUR ÚR ATVINNU í FRAKKLANDI í 20 ár var hagvöxturinn í Frakklandi um 5% að meðal- tali á ári. Síðustu fimm árin hafa að jafnaði orðið til 300 þús. ný störf á ári hverju. Stjórnvöld í París vaenta aftur á móti aðeins 2% hagvaxtar fyrir árið 1975. í maímánuði voru 800 þús. skráðir atvinnulausir í Frakk- landi. Sérfræðingar í öðrum löndum telja þó að raunveru- lega séu nærri milljón Frakk- ar án atvinnu. Hagfræðingar franskra verkalýðsfélaga nefna jafnvel enn hærri tölur. Helzta áhyggjuefnið nú: Til viðbótar munu 650 þús. manns, sem hafa nýlokið námi, leita eftir atvinnu í haust. Frönsk stjórnvöld hafa ný- 18 FV 7 1975
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.