Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1975, Side 76

Frjáls verslun - 01.07.1975, Side 76
Á undanförnum árum hafa 3K lagt megináherslu á að framleiða eldhúsinnréttingar og eru þeir stærstu framleiðendur í þeirri grein hérlendis. Þá framleiða þeir mikið af inni- og útihurðum, fataskápar eru væntanlegir frá þeim og í nýju versluninni má sjá mjög skemmtileg húsgögn framleidd í verksmiðjunum. Það eru bæði bólstruð húsgögn, skrifstofu- húsgögn, eldhúsborð og stólar, húsgögn í barnaheimili og fleira. Afkoma 3K-samsteypunnar var mjög góð sl. ár og allt bendir til þess að svo verði einnig í ár. — Það eru því miður allt of fáir íslendingar, sem gera sér grein fyrir því hve mikla að- stoð hægt er að fá í fornn góðra ráða erlendis frá, sagði Olafur Haraldsson, fram- kvæmdastjóri 3K. — Vissulega er oft dýrt að fá ráðgjafa til þess að dveljast hér um tíma, en mín reynsla er sú að þessi útgjaldaliður sé fljótur að borga sig niður. Hagi hf. Akureyri: Kostir plastsins eru margir — Það á að selja fólki plast sem plast en ekki að reyna að selja bað undir fölsku flaggi sem eitthvað annað efni. Kost- ir plastsins eru margir. Það er endingargott og gefur mikla möguleika í litum og samsetn- ingu. Þess vegna hefur Hagi h.f. haldið sig við þetta efni ein- göngu við framleiðslu eldhús- innréttinga og nú stefn,um við að því að fara að hreifa fyrir okkur með ýmsar tegundir af öðrum húsgögnum úr plasti með haustinu, segir Haukur Árnason forstjóri Haga h.f. a Akureyri. Hagi var stofnaður árið 1961 af átta iðnaðarmönnum á staðn- um, en nú vinna um 40 manns í byggingavinnu á vegum fyrir- tækisins og um 20 manns starfa á verkstæði. Að sögn Hauks eru það eingöngu eldhúsinnrétting- ar, sem eru smíðaðar á verk- stæðinu. Varð Hagi fyrstur til þess að hefja framleiðslu inn- réttinga gerðum úr spónaplöt- um með álímdum plastdúk. Plastið er keypt inn frá Þýzka- landi og er límt á spóninn í sérstakri vél. Getur Hagi með þessu móti boðið viðskiptavin- um sínum upp á mikinn fjöl- breytileika í litavali og staðall- inn, sem er notaður, gefur einn- ig ótal möguleika við uppsetn- ingu innréttinga í eldhús af ólikum stærðum og gerðum. Aðferðin, sem notuð er við að líma plastið á spóninn, hefur rutt sér mjög til rúms í hús- gagnaframleiðslu í Evrópu. Húsgögnin eru þá gjarnan fram- leidd í sterkum litum og eru notuð í svefnherbergi, barna- herbergi og víðar. Húsgögn úr þessu efni verða heldur ódýrari en spónlögð húsgögn, en til þess að verðið náist virkilega niður þyrfti að framleiða hverja teg- und í miklu magni og hér á landi fær enginn einn aðili nægilegt fjármagn lánað til þess að reka „alvöruverk- smiðju“ af því tagi. Hagi h.f. er til húsa á svo- kallaðri Óseyri á Akureyri og hefur þar til umráða 1300 fer- metra húsnæði, en í ráði er að auka húsnæðið upp í 2000 fer- metra fyrir árið 1977. Þegar það húsnæði er fengið getur Hagi verið með 25 manns við framleiðsluna og annast um 15- 20% af heildarframleiðslu eld- húsinnréttinga í landinu auk húsgagnaframleiðslunnar, sem áður er nefnd. Haga-innréttingar eru seldar beint frá verksmiðjunni á Ak- ureyri og auk þess eru þær seldar í versluninni Haga-eld- húsið að Suðurlandsbraut 6 í Reykjavík. Haga-eldhúsin hafa um nokknrt skeið þótt ótrúlega ódýr og jafn- framt vönduð, en þau er,u gerð úr plasti. Framleiðandi lief- ur í hyggju að þreifa fyrir sér með framleiðslu fleiri húsgagna úr plasti innan tíðar. 76 FV 7 1975

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.