Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1975, Side 79

Frjáls verslun - 01.07.1975, Side 79
Óskar Sigurðsson er deildar- stjóri. Deildin er sú fyrsta sinn- ar tegundar hérlendis. Leður- húsgögnin í JL-húsinu eru bæði innlend framleiðsla og einnig eru þar innflutt húsgögn. Áhugi fyrir húsgögnum af þessu tagi hefur aukist verulega á síðustu árum og virðist fólk ekki leng- ur horfa í það að borga um 100 þúsund krónum meira fyr- ir vönduð leðurhúsgögn en það þyrfti að gera, ef það keypti sett með tauáklæði. í JL-húsinu getur að líta um 8 tegundir af íslenskum settum, sem hægt er að fá í 10-15 lit- um. Húðirnar, sem eru notaðar í húsgögnin, eru yfirleitt norsk- ar eða franskar og ef pantaðir eru sérstakir litir er afgreiðslu- frestur á húsgögnunum um það bil 2 mánuðir. Flestir vilja hafa léttan blæ yfir húsgögnunum, en þó er þungur stíll alltaf vinsæll af ákveðnum hópi fólks. Gæði ís- lensku leðurhúsgagnanna eru fyllileg'a sambærileg við er- lenda framleiðslu. Hins vegar mættu íslenskir húsgagnafram- leiðendur gjarnan vera svolitið fljótari á sér við að tileinka sér nýjar línur í húsgagnatískunni. JL-húsið hefur látið gefa út sérstakan kynningarbækling, þar sem birtar eru myndir af ýmsum vörum, sem eru á boð- stólnum. Bæklingur þessi er sérstaklega ætlaður fyrir við- skiptavini úti á landi, sem geta hringt til fyrirtækisins í síma 10600 og fengið hann sendan. Von er á nýjum bæklingi með haustinu, en mikill hluti við- skiptavinanna í JL-húsinu er fólk utan af landi. — Verslunin er opin á venjulegum af- greiðslutíma, en frá september til áramóta er opið til kl. 10 á föstudögum og hefur sú þjón- usta verið mjög vinsæl. Augsýn á Akureyri: Það vandaðasta héðan og frá IMorðurlöndunum „Akureyringar eru varfærnir í húsgagnakaupum. Þeir vilja gjarnan skoða fyrst livað er að fá í verslunum í Reykjavík áð- ur en þeir Iáta sannfærast um að vörurnar, sem við bjóðum upp á séu gjaldgengar. Gerir þetta miklar kröfur til okkar, sem verslum með húsgögn á Akureyri.“ Þetta sagði Benjamín Jóseps- son, eigandi húsgagnaverslunar- innar Augsýnar á Akureyri. Augsýn hefur verið starfrækt frá því 1969 að Strandgötu 7 og býður verslunin upp á fjöl- breytt úrval af innlendum hús- gögnum og einnig lítils háttar af erlendum húsgögnum. Verslunin er aðallega með húsgögn frá Kristjáni Siggeirs- syni og auk þess frá Úlfari Guð- jónssyni og Víði og er verð á hinni innlendu framleiðslu hag- stætt miðað við erlenda vöru. —■ Það eru hvergi betri hús- gögn framleidd í heiminum en á Norðurlöndum, segir Benja- mín. — Á síðastliðnu ári hóf ég innflutning á norskum og dönskum húsgögnum. Norsku húsgögnin eru frá fyrirtækinu Vatne Lenestolfabrikk A/S og frá Sunn-expá samsteypunni, en þau dönsku eru frá Fritz Han- sen A/S. Húsgögnin frá Vatne eru úr stáli og tré og eru klædd leðri. Þau eru hönnuð af Sig- urd Resel, en dönsku húsgögnin eru hönnuð af Arne Jacobsen og Verner Panton. Þá er ég einnig með nokkuð af sænskum og finnskum húsgögnum. Allt eru þetta vörur í sérflokki, sem uppfylla sívaxandi kröfur við- skiptavinanna um stíl og gæði. í versluninni getur að líta ýmsa listmuni, en Benjamín segist kaupa þessa muni inn fyrir fagurkera bæjarins, sem vilja skreyta heimili sín með óvenjulegum munum. Þá er einnig hægt að fá Crown- veggfóður á staðnum, en vin- sældir veggfóðurs eru alltaí jafnmiklar. Hins vegar er fólk orðið varkárara með liti og munstur á veggfóðri en það var fyrir nokkrum árum. Loks sagði Benjamín, að ef kaupa ætti inn góð húsgögn í stofu og borðstofu væri það til- tölulega ódýrara nú en það var fyrir nokkrum árum, ef miðað er við þær hækkanir, sem hafa orðið á íbúðarverði á sama tíma. Norrænt sófasett í sýningarsal Augsýnar. FV 7 1975 79

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.