Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1977, Page 15

Frjáls verslun - 01.12.1977, Page 15
Hótel Esja Nýting á gistirými frá 1. jan- úar til nóvemberloka 73,0% — tískusýningar og kaldir réttir nýir þættir í starfseminni á 9. hæð Ein bcsta nýting á gistirými, sem verið hefur á Hótel Esju náðist á þessu ári. Gistinýting frá 1. janúar itil októberloka nam 73,7%, en var 67,4% á sama tíma í fyrra. Gistinýting frá 1. janúar til nóvemberloka í ár var hins vegar 73,0%, en 65,3% á sama tímabili í fyrra. Fyrstu tíu dagana í desember var nýtingin 63,7%. Kom þetta fram í spjalli, sem F.V. átti við Steindór Ólafsson, aðstoðarhótelstjóra á Esju ný- verið. í hádeginu er boðið upp á kalda rétti í Skála- felli. Á myndinni virða hótcl- stjórarnir Erling Aspelund t.h. og Steindór Olafsson fyrir sér réttina ásamt Sveini Sæmundssyni blaðafulltrúa Flugleiða t.v. ÞJÓÐVERJAR OG SKANDI- NAVAR GISTU AÐALLEGA I SUMAR Það voru mestmegnis Evr- ópubúar, Þjóðverjar og Skandi- navar, sem gistu á Hótel Esju síðastliðið sumar, en þá var hó- telið iðulega fullt og sagði Stein- dór, að svipað væri bókað fyrir næsta sumar. Aðalgistitíminn er frá byrjun maí til septemberloka. Yfir vetrartímann gista á Esju nær eingöngu íslendingar, sem koma til Reykjavíkur, bæði í helgarferðum Flugleiða frá stöðum annars staðar á land- inu og aðrir sem leið eiga til höfuðborgarinnar s.s. fólk í við- skiptaerindum. íþróttahópar gista iðulega á Esju, en þeir koma hingað jafnt á sumri sem vetri. Sagði Steindór, að það sem einna verst hefði komið við hótelreksturinn á þessu ári væru hinar gífurlegu hækkanir bæði á hráefni, víni og launum, sem fólk í öllum rekstri þekkir. NÝR ÞÁTTUR í STARFSEM- INNI Á 9. HÆÐ Síðast í nóvember hófst nýr þáttur i starfseminni á 9.. hæð. í hádeginu er boðið upp á kalda rétti eins og síldarrétti og kjöt- rétti, en matsala hætti þar eft- ir að Esjuberg tók til starfa, og var því eingöngu boðið þar upp á vínveitingar þar til nú að þessu er breytt. Höfðu rnarg'- ir látið í ljós óskir um að aftur væri farið að bjóða upp á mat í Skálafelli. Var mikið um að menn úr viðskiptalífinu byðu þangað gestum, bæði innlend- um og erlendum. Gestir þar geta hlýtt á Ijúfa tónlist af seg- ulböndum fyrri hluta vikunnar, en um helgar er leikið á raf- magnsorgel. Ákveðið hefur verið að efna til tískusýninga vikulega á hótelinu i vetur, að sögn Stein- dórs. Sýningarnar verða á fimmtudagskvöldum í Skála- felli og verður fyrirtækjum boðið að sýna vöru sína, en Modelsamtökin sýna fötin. Sagði Steindór, að þetta gæti orðið skemmtileg nýbreytni fyr- ir Reykvíkinga og gesti hótels- ins i skammdeginu. MEGRUNARFÆÐI í TENGSL- UM VIÐ SJÓNVARPIÐ Esjuberg, veitingasalurinn á jarðhæðinni hefur náð miklum vinsældum. Þar eru nú boðnar í hádeginu auk allra ann- arra rétta þrjár tegundir af mat með fáum hitaeiningum, og sagði Steindór að kveikjan að því, að farið hefði verið að bjóða megrunarfæði væru megrunarþættirnir sem voru í sjónvarpinu. Fenginn var manneldisfræð- ingur til að útbúa þessa rétti, sem eru roast beef, kjúk- lingar og fiskur, allt kaldir rétt- ir, ásamt hrásalötum og grófu brauði. Sagði Steindór að þetta væri þáttur í því að veita sem besta þjónustu til handa við- skiptavinunum, hvort sem þeir væru sælkerar eða að hugsa um línurnar. FV 12 1977 15

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.