Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1977, Qupperneq 15

Frjáls verslun - 01.12.1977, Qupperneq 15
Hótel Esja Nýting á gistirými frá 1. jan- úar til nóvemberloka 73,0% — tískusýningar og kaldir réttir nýir þættir í starfseminni á 9. hæð Ein bcsta nýting á gistirými, sem verið hefur á Hótel Esju náðist á þessu ári. Gistinýting frá 1. janúar itil októberloka nam 73,7%, en var 67,4% á sama tíma í fyrra. Gistinýting frá 1. janúar til nóvemberloka í ár var hins vegar 73,0%, en 65,3% á sama tímabili í fyrra. Fyrstu tíu dagana í desember var nýtingin 63,7%. Kom þetta fram í spjalli, sem F.V. átti við Steindór Ólafsson, aðstoðarhótelstjóra á Esju ný- verið. í hádeginu er boðið upp á kalda rétti í Skála- felli. Á myndinni virða hótcl- stjórarnir Erling Aspelund t.h. og Steindór Olafsson fyrir sér réttina ásamt Sveini Sæmundssyni blaðafulltrúa Flugleiða t.v. ÞJÓÐVERJAR OG SKANDI- NAVAR GISTU AÐALLEGA I SUMAR Það voru mestmegnis Evr- ópubúar, Þjóðverjar og Skandi- navar, sem gistu á Hótel Esju síðastliðið sumar, en þá var hó- telið iðulega fullt og sagði Stein- dór, að svipað væri bókað fyrir næsta sumar. Aðalgistitíminn er frá byrjun maí til septemberloka. Yfir vetrartímann gista á Esju nær eingöngu íslendingar, sem koma til Reykjavíkur, bæði í helgarferðum Flugleiða frá stöðum annars staðar á land- inu og aðrir sem leið eiga til höfuðborgarinnar s.s. fólk í við- skiptaerindum. íþróttahópar gista iðulega á Esju, en þeir koma hingað jafnt á sumri sem vetri. Sagði Steindór, að það sem einna verst hefði komið við hótelreksturinn á þessu ári væru hinar gífurlegu hækkanir bæði á hráefni, víni og launum, sem fólk í öllum rekstri þekkir. NÝR ÞÁTTUR í STARFSEM- INNI Á 9. HÆÐ Síðast í nóvember hófst nýr þáttur i starfseminni á 9.. hæð. í hádeginu er boðið upp á kalda rétti eins og síldarrétti og kjöt- rétti, en matsala hætti þar eft- ir að Esjuberg tók til starfa, og var því eingöngu boðið þar upp á vínveitingar þar til nú að þessu er breytt. Höfðu rnarg'- ir látið í ljós óskir um að aftur væri farið að bjóða upp á mat í Skálafelli. Var mikið um að menn úr viðskiptalífinu byðu þangað gestum, bæði innlend- um og erlendum. Gestir þar geta hlýtt á Ijúfa tónlist af seg- ulböndum fyrri hluta vikunnar, en um helgar er leikið á raf- magnsorgel. Ákveðið hefur verið að efna til tískusýninga vikulega á hótelinu i vetur, að sögn Stein- dórs. Sýningarnar verða á fimmtudagskvöldum í Skála- felli og verður fyrirtækjum boðið að sýna vöru sína, en Modelsamtökin sýna fötin. Sagði Steindór, að þetta gæti orðið skemmtileg nýbreytni fyr- ir Reykvíkinga og gesti hótels- ins i skammdeginu. MEGRUNARFÆÐI í TENGSL- UM VIÐ SJÓNVARPIÐ Esjuberg, veitingasalurinn á jarðhæðinni hefur náð miklum vinsældum. Þar eru nú boðnar í hádeginu auk allra ann- arra rétta þrjár tegundir af mat með fáum hitaeiningum, og sagði Steindór að kveikjan að því, að farið hefði verið að bjóða megrunarfæði væru megrunarþættirnir sem voru í sjónvarpinu. Fenginn var manneldisfræð- ingur til að útbúa þessa rétti, sem eru roast beef, kjúk- lingar og fiskur, allt kaldir rétt- ir, ásamt hrásalötum og grófu brauði. Sagði Steindór að þetta væri þáttur í því að veita sem besta þjónustu til handa við- skiptavinunum, hvort sem þeir væru sælkerar eða að hugsa um línurnar. FV 12 1977 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.