Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1977, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.12.1977, Blaðsíða 35
Þrátt fyr- ir nýbygg- ingar á lóðinni hefur skól- inn starf- semi í leiguhús- næði víða uin horg- ina. fengin af þeim tilraunum sem nú er verið að gera. Löggjafar- gleði og reglugerðasetning er ekki einhlít. F.V.: — Hvernig viljið þér lýsa hlutverki háskólans í þessu kerfi miðað við núver- andi ástand og hvernig hefur það breytzt með tímanum? Rektor: — Ef von mín um atvinnutengt framhaldsskóla- stig rætist, held ég að ekki þurfi að óttast örtröð í Háskóla íslands. Stór hluti ungs fólks mundi skila sér beint út í at- vinnulíf hvers byggðarlags inn- an við tvítugt. Nægilegur hópur mundi samt sækja á háskóla- mið, bæði í hagnýta framhalds- menntun í verklegum greinum og misjafnlega hagnýtt fræði- legt nám í hugvísindagreinum. Við slíkar aðstæður ætti há- skólinn að leggja mikla áherslu á rannsóknaþáttinn og uppeldi vísindamanna annars vegar og mótun víðsýnna menntamanna með fjölþætta þekkingu hins vegar ,sem gætu orðið leiðtog- ar þjóðarinnar á sínu sviði. Slíkur háskóli ætti einnig að leggja rækt við fullorðins- fræðslu á margvíslegum svið- um með námskeiðahaldi, ekki sízt fyrir þá, sem innan tvítugs- aldurs hafa haslað sér völl í at- vinnulífinu og komið fótunum undir sig fjárhagslega, en óska þess síðar að auka við þekk- ingu sína og menntun til lífs- fyllingar. Endurmenntunarnám- ske.'ð fyrir eldri kandidata ættu einnig að vera innan há- skólans. F.V. — Er háskólinn að öllu leyti i takt við tímann og er hann að skila þjóðinni þeim árangri, sem getur talizt „praktískur“ á hverjum tíma? Hve praktískur á hann að vera? Rektor: — Vafalaust er hann það ekki. Við getum hins vegar spurt, hvað sé taktur tímans. Ætli mönnum vefjist ekki tunga um tönn, þegar hann á að svara því. Tíminn spilar að jafnaði á marga strengi sam- tímis. Eilíflega má deila um það hversu hagnýtt háskólanám eigi að vera og hvar séu mörk hins hagnýta og óhagnýta. Ég er einn þeirra, sem tel ekkert óeðlilegt við það að hafa hag- nýtar, tæknilegar og verklegar námsbrautir við háskóla, sem einkum er ætlað að fullnægja þörfum atvinnulífs og stjórn- sýslu fyrir starfskrafta. Ég tel meira að segja vafasamt, hvort slíkar námsbrautir innan Há- skóla íslands séu nægilega hag- nýtar í dag eða í takt við tím- ann. Hins vegar verður háskóli, sem vill rísa undir því nafni í merkingunni ,,universitas“, að bjóða upp á margt annað en það, sem hagnýtt getur talizt þá og þá stundina. Háskóli verður bæði að fylgjast með í önn dagsins og hefja sig yfir hana og horfa til framtíðarinn- ar. Hann á að vera stofnun hræringa og strauma, þar sem ekkert er svo ómerkilegt, að við það megi ekki fást, en jafn- framt verður hann að ástunda þá iðju að skilja kjarnann frá hysminu. Umfram allt verður hann þó að vísa á bug mennta- hroka og forðast fílabeinsturna. F.V.: — Háskólamenntun hef- ur orðið almennari en á ár- um áður. Samrýmisit' það algjörlega háskólanum sem vísinda- og rannsóknarstofnun að uppfylla svo „almennar“ kennsluskyldur sem hann ger- ir nú, eða væri þörf á æðri akademískri stofnun í núver- andi skipulagi? Rektor: — Ég trúi ekki á það, að fjölgun stofnana leysi í sjálfu sér neinn vanda. Það er rétt, að Háskóli íslands hefur fremur verið kennslustofnun en rannsóknastofnun. Hin öra fjölgun stúdenta um alllangt skeið hefur gert það nauðsyn- legt, að kennsluhlutverkið sæti í fyrirrúmi. Ég held, að breyt- ing sé nú að verða á rannsókn- unum í hag. F.V. — Heyrzt hafa gagnrýn- israddir á þá þróun, að ýmsum námsgreinum, sem áður vor.u hluti af hinu almenna skóla- kerfi hafi verið skipað í röð há- skólagreina. Þetta á t.d. við um hjúkrunarmcnntun. Menn ótt'- ast að með þessu sé verið að skapa nýja stétt í heilbrigðis- kerfinu til mikils kostnaðar- auka fyrir samfélagið. Dæmi FV 12 1977 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.