Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1977, Page 47

Frjáls verslun - 01.12.1977, Page 47
Brauð hf, Framleiðir um 60 tegundir af brauði og kökum Fjórar nýjar brauðtegundir komu nýlega á markað Brauð hf. hóf starfsemi sína í Auðbrekku 32 árið 1965, en var stofnað tveimur árum áður. Upphaf- lega tóku þrír bakarameistarar sig saman og stofnuðu fyrirtækið, þeir Óskar Sigurðsson, Kristinn Albertsson og Ha.ukur Friðriksson. Fyrirtækið framleiðir nú um 60 tegundir af brauðum og kök- um, og í hverjum mánuði eru notaðir 2000 sekkir af mjöli í framleiðsluna. í allt er framleiðslunni dreift í um 140 verslanir út um allt land. Kristinn Albertsson og Hauk ur Friðriksson, bakarameistar- ar reka nú Brauð hf. og ræddi F.V. við þá báða um fram- leiðslu fyrirtækisins. FRAMLEIÐA ÚR TÍU TEGUNDUM AF MJÖLI Brauð ihf. var fyrsta fyrir- tæki sinnar tegundar hér á landi sem byggt er upp þann- ig, að það veiti kjörbúðunum þjónustu, að sögn þeirra Krist- ins og Hauks. — Nú s.l. tvö ár hefur orðið mikil breyting á notkunarvenj- um fólks, sagði Kristinn, í þá átt að það neytir meira af brauði með grófu korni og gamla góða hveitið er á undan- haldi. Nú framleiðum við t.d. úr tíu tegundum af mjöli, en fjórum tegundum áður. Brauð hf. framleiðir 45 teg- undir af alls konar kökum og hörðu brauði s.s. kringlum og tvíbökum. Brauðtegundirnar, sem framleiddar eru eru 15. Árið 1973 byggði Brauð hf. hluta af húsinu nr. 11 í Skeif- unni og setti þar á stofn brauð- gerð, sem er eingöngu hönnuð fyrir brauð. Þar er brauðið framleitt og pakkað, en dreif- ing fer fram frá Auðbrekk uunni. Daglega aka fimm bíl- ar vörunni um Reykjavíkur- svæðið. FJÓRAR NÝJAR BRAUÐ- TEGUNDIR Á MARKAÐINN — Við höfum alltaf, og sér- staklega í seinni tíð, sagði Kristinn reynt að bæta og laga framleiðsluna. Um nokkurt. skeið var hjá okkur danskur sérfræðingur, og hefur hann farið í gegnum alla brauðfram- leiðslu okkar. Náði hann mjög góðum árangri og erum við nú nýbyrjaðir að framleiða fjórar nýjar tegundir af brauðum. Fyrst má nefna heilkornsrúg- brauð, inniheldur sérstaka teg- und af rúgi, sem er ákaflega hollur þeim, sem við meltingar- truflanir eiga að stríða. Hálf- sigtibrauðið er blanda af sigti- og hveitimjöli, ákaflega létt og bragðgott, og hefur þó nokkuð geymsluþol. Þriðja tegundin er kölluð Sviss kraftbrauð, en eins og nafnið ber með sér er þetta tegund, sem er ákaflega mikið notuð í Sviss og löndunum þar í kring. Þetta brauð inniheldur kryddtegund, sem gefur því sérstakt bragð. Fjórða tegund- in heitir smjörbirkisbrauð, á- kaflega létt með kardimommu- bragði, ætlað til neyslu með kaffi. FLYTJA INN SJÁLFIR MJÖL OG SYKUR — Við höfum einnig bætt umbúðirnar og höfum haft for- göngu um, að kaupmaðurinn hafi eðlileg laun fyrir að selja þessa vöru, og nú er allt annað að selja vöruna, en það var Unnið að innpökkun á brauði og kökum. fyrir fjórum árum, sagði Hauk- ur. — Um 1974 urðu nokkrir erfiðleikar hjá fyrirtækinu vegna þess, að verð á hráefni var mjög hátt á heimsmarkaði, sagði Kristinn. Við brugðumst þannig við að við fórum að kaupa okkar vöru beint erlend- is frá, og náðum þannig hag- stæðari kjörum en hér heima. Nú flytjum við inn allt okkar mjöl og sykur sjálfir frá Belgíu, Noregi, Danmörku og Frakk- landi, sagði Kristinn að lokum. FV 12 1977 47

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.