Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1977, Qupperneq 47

Frjáls verslun - 01.12.1977, Qupperneq 47
Brauð hf, Framleiðir um 60 tegundir af brauði og kökum Fjórar nýjar brauðtegundir komu nýlega á markað Brauð hf. hóf starfsemi sína í Auðbrekku 32 árið 1965, en var stofnað tveimur árum áður. Upphaf- lega tóku þrír bakarameistarar sig saman og stofnuðu fyrirtækið, þeir Óskar Sigurðsson, Kristinn Albertsson og Ha.ukur Friðriksson. Fyrirtækið framleiðir nú um 60 tegundir af brauðum og kök- um, og í hverjum mánuði eru notaðir 2000 sekkir af mjöli í framleiðsluna. í allt er framleiðslunni dreift í um 140 verslanir út um allt land. Kristinn Albertsson og Hauk ur Friðriksson, bakarameistar- ar reka nú Brauð hf. og ræddi F.V. við þá báða um fram- leiðslu fyrirtækisins. FRAMLEIÐA ÚR TÍU TEGUNDUM AF MJÖLI Brauð ihf. var fyrsta fyrir- tæki sinnar tegundar hér á landi sem byggt er upp þann- ig, að það veiti kjörbúðunum þjónustu, að sögn þeirra Krist- ins og Hauks. — Nú s.l. tvö ár hefur orðið mikil breyting á notkunarvenj- um fólks, sagði Kristinn, í þá átt að það neytir meira af brauði með grófu korni og gamla góða hveitið er á undan- haldi. Nú framleiðum við t.d. úr tíu tegundum af mjöli, en fjórum tegundum áður. Brauð hf. framleiðir 45 teg- undir af alls konar kökum og hörðu brauði s.s. kringlum og tvíbökum. Brauðtegundirnar, sem framleiddar eru eru 15. Árið 1973 byggði Brauð hf. hluta af húsinu nr. 11 í Skeif- unni og setti þar á stofn brauð- gerð, sem er eingöngu hönnuð fyrir brauð. Þar er brauðið framleitt og pakkað, en dreif- ing fer fram frá Auðbrekk uunni. Daglega aka fimm bíl- ar vörunni um Reykjavíkur- svæðið. FJÓRAR NÝJAR BRAUÐ- TEGUNDIR Á MARKAÐINN — Við höfum alltaf, og sér- staklega í seinni tíð, sagði Kristinn reynt að bæta og laga framleiðsluna. Um nokkurt. skeið var hjá okkur danskur sérfræðingur, og hefur hann farið í gegnum alla brauðfram- leiðslu okkar. Náði hann mjög góðum árangri og erum við nú nýbyrjaðir að framleiða fjórar nýjar tegundir af brauðum. Fyrst má nefna heilkornsrúg- brauð, inniheldur sérstaka teg- und af rúgi, sem er ákaflega hollur þeim, sem við meltingar- truflanir eiga að stríða. Hálf- sigtibrauðið er blanda af sigti- og hveitimjöli, ákaflega létt og bragðgott, og hefur þó nokkuð geymsluþol. Þriðja tegundin er kölluð Sviss kraftbrauð, en eins og nafnið ber með sér er þetta tegund, sem er ákaflega mikið notuð í Sviss og löndunum þar í kring. Þetta brauð inniheldur kryddtegund, sem gefur því sérstakt bragð. Fjórða tegund- in heitir smjörbirkisbrauð, á- kaflega létt með kardimommu- bragði, ætlað til neyslu með kaffi. FLYTJA INN SJÁLFIR MJÖL OG SYKUR — Við höfum einnig bætt umbúðirnar og höfum haft for- göngu um, að kaupmaðurinn hafi eðlileg laun fyrir að selja þessa vöru, og nú er allt annað að selja vöruna, en það var Unnið að innpökkun á brauði og kökum. fyrir fjórum árum, sagði Hauk- ur. — Um 1974 urðu nokkrir erfiðleikar hjá fyrirtækinu vegna þess, að verð á hráefni var mjög hátt á heimsmarkaði, sagði Kristinn. Við brugðumst þannig við að við fórum að kaupa okkar vöru beint erlend- is frá, og náðum þannig hag- stæðari kjörum en hér heima. Nú flytjum við inn allt okkar mjöl og sykur sjálfir frá Belgíu, Noregi, Danmörku og Frakk- landi, sagði Kristinn að lokum. FV 12 1977 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.