Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1977, Síða 63

Frjáls verslun - 01.12.1977, Síða 63
íslenzk fyrirtæki Skrá yfir öli starfandi fyrir- tæki á Islandi — samkvæmt upplysingum Hagstofu íslands Viðskiptahandbókin „íslensk fyrirtæki 1977—1978“ er kom- in út í áttunda sinn. Bókin er að vanda endurbætt frá fyrri útgáfu og er að þessu sinni 800 blaðsíður ,sem er 200 síðum meira en í fyrra. Markverðasta nýjung í bók- inni að þessu sinni er sú, að þar er nú listi yfir öll starfandi fyr- irtæki á íslandi, samkvæmt skrá Hagstofu íslands. Þar er að finna nafn, heimilisfang, nafn- númer og símanúmer, auk flokkunar í starfsgreinar, eftir alþjóðlegri starfsflokkaskrán- ingu. Fyrirtækjum er raðað í stafrófsröð í hverju byggðar- lagi. MJÖG ÍTARLEGAR UPPLÝSINGAR Ef til vill er þó gildi bókar- innar „íslensk fyrirtæki“ hvað mest fyrir það, að þar er að finna mjög ítarlegar upplýsing- arar um fyrirtæki, sem skráð eru í bókinni. Þar er ekki að- eins að finna heimilisfang, síma, nafnnúmer og söluskattsnúmer, heldur einnig stofnár, starfs- mannafjölda, upplýsingar um stjórn, framkvæmdastjóra og aðra starfsmenn, eftir óskurn hvers fyrirtækis. Eftir óskum eru birt nöfn skrifstofustjóra, deiidarstjóra, fulltrúa, verk- stjóra og annarra stjórnenda í fyrirtækinu. Þá eru greinargóð- ar upplýsingar um alla starf- semi fyrirtækja, svo sem fram- leiðslu, þjónustu, umboð og fleira. Með þessum upplýsing- um getur wæntanlegur við- skiptaaðili skapað sér ljósa mynd af fyrirtækinu, aldri þess og stærð, sem getur verið gagn- legt í viðskiptum . í fyrra var tekin upp sú nýjung ,að hafa fremst í bókinni ýmsar upplýsingar á ensku, fyr- ir erlenda viðskiptamenn. Sagt er frá Islandi almennt, sam- göngum, gjaldeyris- og inn- flutningsreglum og fjarskiptum. Þá er sagt frá atvinnuvegum landsmanna, helstu fjölmiðlum, llcnure not tomÍHnthinimportant publication. „Grænu síð,urnar“ hafa vakið athygli erlendra viðskiptaaðila. Þar eru skráð á ensku um 6000 íslenzk fyrirtæki. og samtökum atvinnuveganna, auk helstu ríkisstofnana, sem fjalla um atvinnulífið. Getið er um helstu sendiráð og ræðismannsskrifstofur og skrifstofur Flugleiða erlendis. Þá eru undirfyrirsagnir í við- skipta- og þjónustuskrá, og skrám yfir íslenska innflytj- endur og útflytjendur með bæði enskum og íslenskum texta, til þæginda fyrir útlendinga. Þetta hefur orðið til þess að auka mjög gagnsemi bókarinnar fyr- ir erlenda viðskiptamenn, auk þess sem dreifing hennar hefur verið aukin mjög erlendis. I bókinni er umboðaskrá, þar sem skráð eru vörumerki fyrir þær vörur, sem fyrirtæki í bók- inni flytja inn. Skrá þessi hefur farið sístækkandi og er þegar orðin til mikilla þæginda, við að finna hver er umboðsmaður fyrir tilteknar vörur. Oft hef- ur reynst erfitt að afla þeirra upplýsinga og er hér leitast við að leysa þann vanda. ÞJÓNUSTU- OG VIÐSKIPTA- SKRÁ NÆR TIL ALLS LANDSINS Þá hefur það mikið gildi að bókin nær til landsins alls. Þjónustu- og viðskiptaskrá nær til alls landsins, en ekki aðeins til Reykjavikur, eins og t.d. er í símaskránni. HELMINGI ÚTBREIDDARI EN NOKKUR ÖNNUR VIÐSKIPTAHANDBÓK „íslensk fyrirtæki" er nú orð- in helmingi útbreiddari en nokkur önnur viðskiptahand- bók á landinu og veitir meiri upplýsingar en nokkur önnur. Ritstjóri bókarinnar er Hrönn Kristinsdóttir. Bókin er send ókeypis til þeirra, sem skrá fyrirtæki sín í henni, en fæst keypt á skrif- stofu Frjáls framtaks hf. að Ár- múla 18, Reykjavík. PV 12 1977 63

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.