Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1977, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.12.1977, Blaðsíða 63
íslenzk fyrirtæki Skrá yfir öli starfandi fyrir- tæki á Islandi — samkvæmt upplysingum Hagstofu íslands Viðskiptahandbókin „íslensk fyrirtæki 1977—1978“ er kom- in út í áttunda sinn. Bókin er að vanda endurbætt frá fyrri útgáfu og er að þessu sinni 800 blaðsíður ,sem er 200 síðum meira en í fyrra. Markverðasta nýjung í bók- inni að þessu sinni er sú, að þar er nú listi yfir öll starfandi fyr- irtæki á íslandi, samkvæmt skrá Hagstofu íslands. Þar er að finna nafn, heimilisfang, nafn- númer og símanúmer, auk flokkunar í starfsgreinar, eftir alþjóðlegri starfsflokkaskrán- ingu. Fyrirtækjum er raðað í stafrófsröð í hverju byggðar- lagi. MJÖG ÍTARLEGAR UPPLÝSINGAR Ef til vill er þó gildi bókar- innar „íslensk fyrirtæki“ hvað mest fyrir það, að þar er að finna mjög ítarlegar upplýsing- arar um fyrirtæki, sem skráð eru í bókinni. Þar er ekki að- eins að finna heimilisfang, síma, nafnnúmer og söluskattsnúmer, heldur einnig stofnár, starfs- mannafjölda, upplýsingar um stjórn, framkvæmdastjóra og aðra starfsmenn, eftir óskurn hvers fyrirtækis. Eftir óskum eru birt nöfn skrifstofustjóra, deiidarstjóra, fulltrúa, verk- stjóra og annarra stjórnenda í fyrirtækinu. Þá eru greinargóð- ar upplýsingar um alla starf- semi fyrirtækja, svo sem fram- leiðslu, þjónustu, umboð og fleira. Með þessum upplýsing- um getur wæntanlegur við- skiptaaðili skapað sér ljósa mynd af fyrirtækinu, aldri þess og stærð, sem getur verið gagn- legt í viðskiptum . í fyrra var tekin upp sú nýjung ,að hafa fremst í bókinni ýmsar upplýsingar á ensku, fyr- ir erlenda viðskiptamenn. Sagt er frá Islandi almennt, sam- göngum, gjaldeyris- og inn- flutningsreglum og fjarskiptum. Þá er sagt frá atvinnuvegum landsmanna, helstu fjölmiðlum, llcnure not tomÍHnthinimportant publication. „Grænu síð,urnar“ hafa vakið athygli erlendra viðskiptaaðila. Þar eru skráð á ensku um 6000 íslenzk fyrirtæki. og samtökum atvinnuveganna, auk helstu ríkisstofnana, sem fjalla um atvinnulífið. Getið er um helstu sendiráð og ræðismannsskrifstofur og skrifstofur Flugleiða erlendis. Þá eru undirfyrirsagnir í við- skipta- og þjónustuskrá, og skrám yfir íslenska innflytj- endur og útflytjendur með bæði enskum og íslenskum texta, til þæginda fyrir útlendinga. Þetta hefur orðið til þess að auka mjög gagnsemi bókarinnar fyr- ir erlenda viðskiptamenn, auk þess sem dreifing hennar hefur verið aukin mjög erlendis. I bókinni er umboðaskrá, þar sem skráð eru vörumerki fyrir þær vörur, sem fyrirtæki í bók- inni flytja inn. Skrá þessi hefur farið sístækkandi og er þegar orðin til mikilla þæginda, við að finna hver er umboðsmaður fyrir tilteknar vörur. Oft hef- ur reynst erfitt að afla þeirra upplýsinga og er hér leitast við að leysa þann vanda. ÞJÓNUSTU- OG VIÐSKIPTA- SKRÁ NÆR TIL ALLS LANDSINS Þá hefur það mikið gildi að bókin nær til landsins alls. Þjónustu- og viðskiptaskrá nær til alls landsins, en ekki aðeins til Reykjavikur, eins og t.d. er í símaskránni. HELMINGI ÚTBREIDDARI EN NOKKUR ÖNNUR VIÐSKIPTAHANDBÓK „íslensk fyrirtæki" er nú orð- in helmingi útbreiddari en nokkur önnur viðskiptahand- bók á landinu og veitir meiri upplýsingar en nokkur önnur. Ritstjóri bókarinnar er Hrönn Kristinsdóttir. Bókin er send ókeypis til þeirra, sem skrá fyrirtæki sín í henni, en fæst keypt á skrif- stofu Frjáls framtaks hf. að Ár- múla 18, Reykjavík. PV 12 1977 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.