Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1977, Side 65

Frjáls verslun - 01.12.1977, Side 65
— Maðurinn var gjörsamlega ofurölvi, dómari. Hann lá á fjórum fótum á götunni. — Eg mótmæli þessu, kallaði verjandinn. Þetta þarf alls ekki að þýða, að skjólstæðingur minn hafi verið undir áhrifum. Sérhver borgari á að hafa leyfi til að ganga á fjórum fótum, jafnvel þó hann eigi á hættu að vera kallaður sérvitringur. — Virðulegi dómari. Maður- inn lá á fjórum fótum og var að reyna að rúlla upp hvítu röndinni á miðri götunni. Heyrt fyrir utan Sigtún. — Heyrðu lögregluþjónn. Þessir strákar eru alltaf að ó- náða mig með allskonar skrítn- um tilboðum. Vilduð þið ekki taka þennan litla, feita? — Ég heyrði að þú værir byrjaður með hrossarækt. Þekkir þú eitthvað til hrossa- ræktar? — Nei, en hestarnir gera það. — Ungi maður, sagði konan á ströndinni, sem var svolítið far- in að reskjast. — Mér er svo kalt. Gæti ég fengið baðslopp- inn þinn lánaðan svolitla sfcund? — Ég hef betri hugmynd, kæra frú. Af hverju högum við okkur ekki bara eins og við sé- um gift? — Vá, stundi konan af til- hlökkun. — Það finnst mér miklu betri hugmynd. — Flýttu þér þá heim, kerl- ing, og náðu í þinn eigin slopp. Þetta gerðist í lcikhúsinu. .4 fremsta bekk sat sérkennilegur náungi með hund sér við hlið. Og hundurinn skenimti sér al- veg konunglega. Hann sló lopp- unirni á magann og næstum grét af hlátri. — Mjög merkilegt, sagði kona á næsta bekk fyrir aftan. — Já, finnst yður ekki, svar- aði herramaðurinn og sneri sér við. — Þett'a er sannarlega merkilegt, því að hann hafði alls enga ánægju af sögunni, sem leikritið' er byggt á. — Má ég segja nokkur orð við frúna? spurði þjónustu- stúlkan. — Ég hef tekið eftir því, að þér vornð að reyna við póstinn í fyrradag, garðyrkju- manninn í gær og nágrannann í dag. Ef þér látið manninn yð- ar ekki heldur í friði, þá verð ég bara að segja upp og fara annað. — Hvaðan kemur þú eiginlega? — Nú er þetta ekki hægt lengur. Þú ert búin að fá þrisvar sinnum kauphækkun í morgun. FV 12 1977 65

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.