Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1979, Side 9

Frjáls verslun - 01.10.1979, Side 9
Ingvi Ingvason tók hinn fyrsta október s.l. við störfum framkvæmdastjóra Rafha. Ingvi er fæddur áriö 1944. Hann lauk námi í rennismíði árið 1966 og hóf síðan nám í tæknifræði hér heima og lauk síðan prófi sem véltæknifræð- ingur frá Tækniskóla Álaborgar í nóvember 1971. Strax eftir nám hóf Ingvi störf hjá h.f. Raf- tækjaverksmiðjunni í Hafnarfirði (Rafha). Þar starfaði Ingvi fimm fyrstu árin sem tæknifræð- ingur í tæknideild og sá um hönnun og tækni- leg verkefni verksmiðjunnar. Árið 1977 er hann ráðinn sem aðstoðarframkvæmdastjóri Rafha og síðan framkvæmdastjóri frá og með fyrsta október eins og áöur sagöi. í viðtali við blaðið sagði Ingvi að störf sín sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins, væru aðallega á sviði stjórnunar og ráðgjafar fyrir viðskipta- vinina. „Um. 50% framleiðslunnar er heimiliselda- vélarnar sem framleiddar eru undir nafni Rafha," sagði Ingvi. „Að öðru leyti eru framleiddir rafhitarar til upphitunar á húsum, síðan er það flúorlampa- framleiðslan og loks sérsmíðadeild, sem sér um sérsmíði tækja í hótel og mötuneyti." — Hvernig kanntu síðan viö nýja starfið? „Þetta er ákaflega fjölbreytt starf og við- fangsefnin eru mörg og erfið úrlausnar sér- staklega kannski fjármögnun rekstrar fyrirtæk- is sem starfar í þjóófélagi sem býr við 60% verðbólgu. I orði ríkir mikill skilningur stjórn- valda á vandamálum iðnaðarins, en ég er ekki enn farinn að sjá að skilningurinn sé eins mikill á borði. Eggert Ágúst Sverrisson hefur verið ráðinn fulltrúi forstjóra Sambands íslenskra sam- vinnufélaga. Verkefni hans er að skipuleggja og koma á áætlunargerð og kostnaðareftirliti innan fyrirtækisins. Eggert Ágúst er fæddur árið 1947. Hann út- skrifaðist úr Verslunarskólanum árið 1968 og lauk prófi frá viðskiptadeild Háskóla íslands í janúar 1973. Strax á eftir fór hann til Genfar og vann þar um skeið hjá International Trade, Center, það er hluti af Unctad sem er ein af alþjóöastofnunum Sameinuðu þjóðanna. Síð- an vann hann hjá Útflutningsmiöstöð iðnaðar- ins og árið 1974 varð hann rekstrarráðgjafi hjá ráðgjafafyrirtækinu Hagvangi. Þar starfaði hann fram á mitt þetta ár, að hann réðst til Sambandsins. „Mér líkar vel við þetta starf," sagði Eggert Ágúst Sverrisson í viðtali við blaðið. „Starfið felst mikið í endurskipulagningu og söfnun upplýsinga og úrlausn þeirra. I þessu starfi mínu þarf ég að hafa samskipti við mikið af fólki innan fyrirtækisins og er það ekki síst meó ánægjulegri hlutum þess."

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.