Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1991, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.01.1991, Blaðsíða 5
RITSTJORNARGREIN OFULLKOMINN MARKAÐUR Árið 1990 var algert metár á hinum unga örtvaxandi en ófullkomna hlutabréfamarkaði okkar íslendinga. Markaðurinn er engu að síður byrjaður að taka á sig mynd og ýmis einkenni eru farin að koma í ljós. Gífur- leg verðhækkun hlutabréfa í ýmsum fyrirtækjum hef- ur vakið vonir fólks og miklar væntingar. Þessar miklu hækkanir valda einnig áhyggjum vegna þess að eitt hið versta sem gæti komið fyrir er að boginn yrði spenntur svo hátt að til verðfalls kæmi og þar með mikilla von- brigða þeirra sem eru að feta sig áfram í fjárfestingum á þessum markaði. Islenski hlutabréfamarkaðurinn er enn sem komið er borinn uppi af þjónustufyrirtækjum. Þær raddir heyrast að óhjákvæmilegt sé að meira framboð verði af hlutabréfum í framleiðslufyrirtækjum til að auka breidd á þessum markaði. Ánægjulegt er til þess að vita hve mikinn og vaxandi þátt einstaklingar taka í fjárfestingum á hlutabréfa- markaði. Sæmilegur skattaafsláttur vegna kaupa á hlutabréfum hefur þar ótvírætt mikil og hvetjandi áhrif. Hvatning til þátttöku almennings í atvinnulífi með hlutabréfakaupum er gamalt og gott baráttumál sem skilningur hefur fengist á hin síðari ár af hálfu stjórnvalda. Það er ánægjuleg staðreynd. Hins vegar berast fréttir af því að einhver lftill hluti fólks reyni að misnota þessi skattahlunnindi með því að selja hlutabréfin strax eftir áramót. Þannig er til- gangur þeirra ekki sá að fjárfesta í hlutabréfum, held- ur að ná sér í skattaafslátt. Sú hegðun er gegn anda laganna og stjórnvöldum ber að breyta reglum þannig að misnotkun af þessu tagi gangi ekki upp. Reglur um almenningshlutafélög þurfa að vera til stöðugrar athugunar. Það kann að vera að rýmka þurfi reglur vegna minni fyrirtækja, t.d. í sjávarútvegi, og auðvitað fleiri atvinnugreinum, þannig að þau þurfi ekki eins mikinn fjölda hluthafa og eins víðtæka upp- lýsingaskyldu og krafist er í stærri fyrirtækjum. Með þessu væri gerð tilraun til að breikka hlutabréfamark- aðinn. Eitt af stærstu vandamálum þessa markaðar er hve ófullkomin verðskráning hlutabréfanna er. En þar er auðvitað um eitt af grundvallaratriðum markaðarins að ræða. Á það er bent að verðbréfafyrirtækin eru öll í eigu bankanna. Þau eru sum hver í tengslum við ýmis af þeim fyrirtækjum sem skráð eru hjá verðbréfafyrir- tækjunum og menn hafa áhyggjur af því að sjálfstæði vanti gagnvart fyrirtækjum á markaðinum og því sé erfitt að treysta á fullkomlega fagleg og hlutlaus vinnubrögð við verðskráningu hlutabréfa og ákvarð- anir um kaup á hlutabréfum, sem m.a. renna í sér- staka sjóði verðbréfafyrirtækjanna sem hafa yfir miklum fjármunum að ráða. Smæð þjóðfélagsins og návígi vegna tengsla og kunningsskapar á litlum markaði, gerir það að verk- um að þeim, sem taka ákvarðanir um verðskráningu og kaup hlutabréfa hjá íslensku verðbréfafyrirtækjun- um, er mikill vandi á höndum. Þeir eru ekki öfunds- verðir af þeirri ábyrgð sem á þeim hvflir og með störf- um þeirra verður örugglega fylgst á gagnrýninn hátt. Það er bein afleiðing af smæð þjóðfélagsins og þýðingu þess að vel takist til í þessum mikilvægu og viðkvæmu viðskiptum. ISSN 1017-3544 Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Helgi Magnússon - RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Valþór Hlöðversson - AUGLÝSINGASTJÓRAR: Sjöfn Sigurgeirsdóttir og Kristrín Eggertsdóttir — LJÓSMYNDARAR: Gránur Bjamason, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — UTGEFANDI: Fróði hf. — Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, súni 82300, Auglýsingasúni 31661 - RITSTJÓRN: Bíldshöfði 18, sími 685380 - STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson — AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson — FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir — ÁSKRIFTARVERÐ: 2.490 kr. (415 kr. á eintak) - LAUSASÖLUVERÐ: 499 kr. - SETNING, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: G. Ben. prentstofa hf. — LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.