Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1991, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.01.1991, Blaðsíða 52
Tónlist af nótum er ekki skattskyld en ef hún er reidd fram á plastskífum, þarf að greiða fimmtu hverja krónu af sölu í ríkissjóð! ríkissjóðs af niðurfellingu skattsins af þessari útgáfu gæti nurnið 20-25 mill- jónum króna á ári. ÁLITNIR POPPARAR Margar spurningar vakna þegar lit- ið er á þessi mál. Hvers vegna hefur útgefendum tónlistar ekki gengið bet- ur í baráttu sinni? Hvers vegna er bókmenntum annars vegar og tónlist hins vegar mismunað í skattlagningu? Og síðast en ekki síst: Hafa tónlistar- menn og útgefendur ekki barist nógu vel? Við báðum Steinar Berg, sem hefur verið forsvarsmaður útgefenda um árabil, að svara þessum spurning- um. „Auðvitað má alltaf segja sem svo að við höfum ekki barist af nægilegri hörku en ýmislegt hefur þó verið reynt. Raunar finnst mér að nú sé að rofa til og í sannleika sagt held ég að þeir, sem um þessi mál fjalla, viður- kenni að hér þurfi úr að bæta. Megin- skýringin á þessari stöðu er hins veg- ar sú að enn sem komið er snobba ekki nægilega margir fyrir íslenskri dægurtónlist. Ráðamönnum kann að þykja sem hér sé um ómerkilegan iðnað að ræða og að þama starfi ein- göngu popparar með áhuga á ómerki- legum dægurflugum. Þarna er auðvit- að hættulegur misskilningur á ferð- inni því ef dægurtónlist fær ekki að dafna er skammt í að önnur tónlist leggist af. Þar við bætist að útgefend- ur hér á landi gefa út fjölbreytta tón- list af ýmsu tagi, allt frá klassík upp í popp og allt þar á milli.“ Steinar kvaðst vona að með nýrri kynslóð manna, sem ólust upp á sjöunda og áttunda áratugnum, ykist „Tónlistin er mikilvægur hluti íslenskrar menningar og ekki fráleitt að ætla að einmitt á því sviði felist mestir möguleikar í útflutningi á okkar menningu.“ skilningur á sjónarmiðum tónlistar- manna og lagði m.a. áherslu á að nú- verandi menntamálaráðherra virtist vera hliðhollur sjónarmiðum tónlist- arfólks hvað varðaði afnám virðis- aukaskatts af íslenskum hljómplöt- um. En það er ekki bara á þessu sviði sem útgefendur eru að krefjast viður- kenningar. Steinar Berg hefur um árabil gert tilraunir með að markaðs- setja íslenska tónlist erlendis og bent á að þar sé um íslenskan iðnað að ræða og útflutningsstarfsemi sem gæti aflað þjóðarbúinu gjaldeyris- tekna. Á því sviði hefur sama skiln- ingsleysið verið til staðar og um leið skortur á stuðningi við þá viðleitni að flytja út íslenska menningu. SAMNINGAR BROTNIR „Við Islendingar höfum aldrei skrif- að undir ákvæði gagnkvæmra samn- inga milli þjóða sem á að tryggja út- gefendum og flytjendum tónlistar tekjur af flutningi hennar erlendis. Það þýðir að ef t.d. lag eftir Mezzof- orte er flutt í útvarpi í Þýskalandi fá- um við ekki krónu þótt útgáfuréttur- inn sé ótvíræður og sama er að segja 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.