Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1991, Blaðsíða 66

Frjáls verslun - 01.01.1991, Blaðsíða 66
BRÉF FRÁ ÚTGEFANDA YFIRLÝSINGAGLEÐI Að undanförnu hafa Islendingar getað fylgst með hinum skelfilegu stríðsátökum í Austur- löndum fjær í beinum útsendingum sjónvarps. Þegar þetta er skrifað veit enginn hvenær eða hvemig því stríði lyktar né heldur hvaða áhrif það muni hafa. Það er þó mjög líklegt að það muni hafa víðtæk áhrif um allan heim og koma illa við efnahag margra þjóða. Svo kann t.d. að fara að stríðið þurrki út í einni svipan þann litla hagvöxt, sem búist var við á Islandi á árinu 1991, og verði einnig til þess að annaðhvort verði hætt við bygg- ingu álvers hérlendis eða að þeim framkvæmd- um verði frestað. Væri það mjög miður þar sem þar var að finna helsta mögulega vaxtarbroddinn í íslensku atvinnulífi á næstunni. A sama tíma og blóðug átök standa í Austurlöndum nær eru hör- mungaratburðir að gerast í Eystrasaltsríkjun- um, atburðir sem stefna þeirri miklu þíðu og lok- um hins kalda stríðs milli austurs og vesturs í hættu. Nútíma fjölmiðlatækni hefur einnig fært þau átök inn á stofugólf Islendinga. Atökin við Persaflóa og í Eystrasaltsríkjunum hafa orðið til þess að upp hefur runnið gósentími fyrir þá íslenska stjórnmálamenn, sem ánægju hafa af sviðsljósi fjölmiðla, og það hefur lítt stað- ið á yfirlýsingum frá þeim. Islendingar hafa löng- um getað, sennilega mest smæðar sinna vegna, haldið sig í fjarlægð frá pólitískum alþjóðaátök- um og lengst af höfum við rekið skynsamlega utanríkispólitík. Við höfum skipað okkur í bar- áttuhóp þeirra þjóða sem kenna sig við lýðræði og hafna ráðstjórn í einni eða annarri mynd. Við höfum í raun fá önnur vopn í þeirri baráttu önnur en atkvæðið okkar í samfélagi þjóðanna. Það var okkur ekki síður gleðiefni en flestum öðrum þegar ríki Austur-Evrópu losnuðu eitt af öðru undan okinu á liðnu ári og það var stolt okkar að þíða í samskiptum stórveldanna hófst einmitt á fundi leiðtoga þeirra í Reykjavík. Eftir allar yfirlýsingarnar, þar sem m.a. er tal- að um blóðhunda og fasistafanta, hvarflar óneit- anlega að venjulegum mönnum að þessir stjórn- málamenn séu ekki uppi á réttum tíma. Það hefði verið munur að eiga slíka baráttumenn í frelsis- baráttu íslendinga sem stóð í nærfellt sjö aldir! Vitanlega á Island að láta rödd sína heyrast í samfélagi þjóðanna og við eigum ekki að vera með neina minnimáttarkennd þótt landið sé lítið og þjóðin fámenn. Við verðum þó að gera okkur grein fyrir stöðu okkar og fyrst af öllu að fjar- lægja bjálkann úr eigin auga áður en við gerum nokkuð annað. Það orkar engan veginn tvímælis að við stefnum hægt en markvisst til stjórnkerfis miðstýringar og ríkisforsjár. Þótt vitanlega sé mikill munur á stjórnkerfi okkar og því, sem gerist í ófrjálsum löndum eða einræðisríkjum, þá ber samt að vara við þeirri hættu sem kerfið okkar býður upp á. Það þarf ekki endilega að skaka vopn til þess að koma á ríkishyggju, það getur gerst nánast án þess að nokkur taki eftir því. Verkefni íslenskra stjórnmálamanna og ís- lenska þjóðþingsins er fyrst og fremst að leysa þau miklu vandamál sem við Islendingar eigum við að glíma og finna t.d. svör við því af hverju hagvöxtur hefur nánast ekki verið neinn hér- lendis á síðasta áratug á meðan hefur miðað verulega áleiðis hjá flestum nágrannaríkjum okkar. Það skyldi þó aldrei vera að skýringarinn- ar væri m.a. að Ieita í því að ríkið hefur tekið of mikið til sín, bæði af fjármunum og mannafla. Mönnum er kannski vorkunn þótt þeir freistist til þess að láta stór orð falla og láta á sér bera þegar tækifæri gefst, ekki síst þegar prófkjörs- barátta og síðan kosningabarátta fyrir alþingis- kosningar er rétt að hefjast. En það væri skyn- samlegra fyrir stjórnmálamennina að yfirbjóða hver annan á einhvern annan hátt en með yfir- lýsingum um viðkvæm alþjóðamál. Við Islend- ingar höfum engan áhuga á því að verða „mann- kynslausnarar" á borð við þá sem James Thurber lýsir í hinu fræga kvæði sínu um síðasta blómið í heimi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.