Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1991, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.01.1991, Blaðsíða 10
Fréttir REYNIR BLEKKINGAR - VEIKAR VARNIR LYFJAFRÆÐINGS í desember birti Morg- unblaðið grein eftir Reyni Eyjólfsson lyfjafræðing þar sem hann reyndi á veiklulegan hátt að bæta nokkrum orðum við varn- arræður þeirra sem hafa í allt haust freistað þess að verja hið háa lyfjaverð sem Islendingar búa við. Nú voru rökin fyrir hinu háa lyfjaverði þau að tímaritið Frjáls verslun, sem ekki er í miklum metum hjá lyfsölum eftir að blaðið birti faglega og ítarlega úttekt sl. haust á verðlagi lyfja í landinu, væri dýrt í samanburði við erlend fagtímarit. Tvennt er til vandræða í þessum samanburði. I fyrsta lagi það að engin sanngirni er í því að bera saman verð á íslenskum blöðum eða tímaritum, sem gefin eru út á ís- lensku fyrir íslenskan markað, og erlendum blöðum og tímaritum sem gefin eru út á ensku fyrir alheimsmarkað. Saman- burður af þessu tagi geng- ur einfaldlega ekki vegna þess að markaður fyrir efni á íslensku er 250.000 manns en mark- aður fyrir efni á ensku er um allan heim þar sem hundruðir eða þúsundir milljóna manna geta les- ið ensku. Þetta var Reyni auðvit- að ljóst en hann ákvað samt að reyna að slá ryki í augu lesenda. Honum hlýtur auðvitað að vera ljóst að lyf er hægt að fjöldaframleiða og selja um allan heim við vægu verði í krafti fjöldafram- leiðslunnar, ef vilji er fyrir hendi. Sala lyfja á heimsmarkaði er ekki háð tungumálakunnáttu þjóða og fjöldafram- leiðslu lyfja eru ekki sett- ar skorður vegna mis- munandi tungumála ein- stakra þjóða og svæða. Hitt, sem er til vand- ræða í samanburði Reyn- is, er það að hann bar ekki einu sinni rétt sam- an. Þannig bar hann verð á Frjálsri verslun út úr búð á Islandi saman við verð á erlendum tímari- tum erlendis í stað þess að bera það saman við verð á þessum tímaritum út úr búð á íslandi. Með þessu móti reyndi hann vísvitandi blekkingar. Hann sagði í grein sinni að MacUser USA kostaði 160 ísl. krónur og Mac World kostaði 214 Verð lyfja og tíraarita Ur því að VH og ýmsir aðrir vitr- ingar vandlætast yfir lyfjaverði hef ég gert svolítinn samanburð á verði Frjálsrar verslunar og 3 erlendra tímarita. Þetta eru allt mánaðarrit. Öll erlendu tímaritin eru vönduð og heimsþekkt. Verð er Jausasöluverð og er prentað á blöðin. Stærð í blaðsíðum er tilgreind. (US $ = 54,29 kr. skv. gengisskráningu 22. nóv. 1990). Bls. Kr. ($) Frjáls verslun okt. 90 76 496 MacUscr USA, des. 90 404 160 (2,95) MacWorld, des. 90 370 214(3,95) SdcntiTic Amerícan, des. 90 102 190 (3,50) Frjáls verslun er þrefalt dýrari en MacUser og meira en tvöfalt dýrari en MacWorld eða Scientific American. Var einhver að segja að lyf væru dýr á íslandi? Urklippa úr grein Reynis Eyjólfssonar lyfjafræð- ings. ísl. krónur. Af þessu dró hann þá ályktun að Frjáls verslun væri þrefalt dýr- ari en MacUser og meira en tvöfalt dýrari en Mac World. Og hann klikkti út með því að spyrja: „Var einhver að segja að lyf væru dýr á fslandi?“ Sannleikurinn er hins vegar sá að MacUser kostar 336 krónur og Mac World kostar einnig 336 krónur út úr búð hjá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar í Reykja- vík! Reynir hefði örugg- lega getað aflað sér þess- ara upplýsinga ef hann hefði viljað hafa saman- burð sinn réttan — í stað þess að reyna blekkingar. Frjáls verslun er 39.6% dýrari en fyrr- nefnd tímarit en ekki „þrefalt" dýrari eins og Reynir hélt fram. A þessu er talsverður munur. Þessi raunverulegi verð- munur getur varla talist Frjálsri verslun óhag- stæður þegar litið er á stærð markaðar fyrir ís- lenskt lesmál. Frá undirritun samningsins milli greiðslukortafyrirtækjanna og Tryggingamið- stöðvarinnar. Fremri röð frá vinstri: Einar S. Einarsson framkvæmdastjóri VISA, Gísli Ólafsson, forstjóri TM og Gunnar Bæringsson, framkvæmdastjóri Eurocards. VISA OG EUROCARD: SEMJA VIÐ TRYGGINGAMIÐSTÖÐINA Bæði greiðslukortafyr- irtækin, VISA ÍSLAND og EUROCARD, hafa samið við Tryggingamiðstöðina hf. um að annast ferða- tryggingar korthafa sinna frá og með 1. janúar 1991. Hér er um mjög stóran tryggingasamning að ræða á íslenskan mæli- kvarða, sem tekur til um 125.000 korthafa, eða helmings þjóðarinnar. Áætlað er að iðgjöld kortafyrirtækj anna vegna þessa samnings muni nema um 50 millj- ónum króna á árinu 1991. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.