Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1991, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.01.1991, Blaðsíða 53
„Drepi menn útgáfustarfsemina innanlands í dróma er stutt í að fjölþjóðleg- ar samsteypur taki alfarið við verkefnum Islendinga á þessu sviði.“ um flytjendur lagsins. Einungis höf- undar tónlistar fá greitt fyrir flutning á lögum sínum heima og erlendis, aðal- lega vegna þeirrar hefðar sem hefur fyrir löngu skapast með STEF-gjöld- um. Þetta er aðeins eitt dæmi um það skilningsleysi sem ríkir í okkar garð og gefur augaleið að illa gengur að stuðla að útflutningi íslenskrar tón- listar þegar svona er í pottinn búið, “ sagði Steinar Berg ennfremur. Þórunn Hafstein í Menntamála- ráðuneytinu var spurð út í þessa sálma. Hún sagði að haustið 1987 hefði verið skipuð nefnd í ráðuneytinu til að fara ofan í saumana á Rómar- sáttmálanum og hefði sú nefnd enn ekki formlega lokið störfum. Það væri rétt að íslendingar væru ekki aðilar að þessum sáttmála og ástæður fyrir tregðu íslenskra stjómvalda þar að lútandi væru af margvíslegum toga. Ljósvakamiðlarnir hér á landi væru t.d. ekki þess fýsandi, enda ljóst að þeir færu verr út úr slíkum samningi en erlendir miðlar þar sem afar lítið af íslenskri tónlist væri flutt þar. Þá yrði í þessum efnum að gæta hagsmuna margra aðila og því væri öll samningsgerð á þessu sviði afar flók- in. „En þetta mál er enn í skoðun og einnig er verið að athuga hvort ekki sé þörf á að staðfesta alþjóðlega við- skiptasamninga með einfaldari hætti en nú er gert, en til þess þyrfti laga- breytingu,“ sagði Þórunn Hafstein lögfræðingur í Menntamálaráðu- neytinu. RISARNIR Á MARKAÐNUM Þegar litið er á íslenska hljómplötu- útgáfu kemur í ljós að árlega eru seld- ar um 100 þúsund plötur eða geisla- diskar og virðist láta nærri að íslenskt efni sé um 25-30% af markaðnum í heild. Á síðustu áratugum hafa fjöl- mörg íslensk útgáfufyrirtæki lagt nið- ur starfsemi, sem sýnir afar erfið rekstrarskilyrði á þessu sviði. Þar á meðal eru Fálkinn, sem var elsta fyrirtækið, SG-hljómplötur, Gramm- ið, Tony-Records, Eskimó, Tónaút- gáfan, Míta, Hljómplötuútgáfan, ÁÁ- Records, Hitt leikhúsið, Hljóðaldett- ur, Taktur, Sýrland, Ýmir, Þor og Þursabit. Langstærstu útgáfufyrir- tækin í dag eru Steinar hf. og Skífan hf. en þau voru stofnuð fyrir um það bil hálfum öðrum áratug. Fyrirtækin eru nokkuð jafnvíg á þessum markaði með samtals yfir 90% markaðshlut- deild að sögn þeirra Jóns Ólafssonar og Steinars Berg. Bæði voru þau upphaflega stofnuð með það að mark- miði að gefa út íslenska tónlist ein- göngu, en fljótlega kom í ljós að úti- lokað var að byggja afkomuna ein- göngu á því. Þess vegna hafa þau þróast út í viðamikla starfsemi svo sem rekstur hljómplötuverslana, út- gáfu myndbanda og innflutning af ýmsu tagi. Steinar Berg lagði á það áherslu að íslenski markaðurinn væri einfaldlega of lítill til að brauðfæða höfunda, út- gefendur og flytjendur. „Okkar við- brögð við þessu hafa verið aukin áhersla á annan rekstur, en nú rekum við 7 verslanir með tónlistarefni í Reykjavík og einnig höfum við tekið aukinn þátt í myndbandavæðingunni. Hins vegar höfum við alls ekki lagt útgáfustarfspmina á hilluna og m.a. unnið þrotlaust að því að markaðs- setja íslenska tónlist erlendis. Þar eru vaxtarmöguleikar að mínu mati en til þess að takist að nýta sér þá verða menn að skapa eins hagstæðar að- stæður heimafyrir og unnt er. Upp- eldisstöðvamar eru á Islandi, hvort sem menn eru að tala um tónlistina sjálfa eða þá atvinnustarfsemi sem tengist útgáfunni. Án þeirra verður ekki um neinn útflutning að ræða. í þessum bollaleggingum okkar felst auðvitað trú á íslensku tónlistarfólki og nægir að nefna frábæran árangur íslenskra óperusöngvara erlendis til vitnis um að hér er ekki um neina oftrú að ræða. Tónlistin er mikilvæg- ur lfluti íslenskrar menningar og ekki fráleitt að ætla að einmitt á því sviði felist mestir möguleikar í útflutningi á okkar menningu. Drepi menn hins vegar útgáfustarfsemina innanlands í dróma er stutt í að fjölþjóðlegar sam- steypur taki alfarið við verkefnum Is- lendinga á þessu sviði. Slíkt væri menningarlegt slys,“ sagði Steinar Berg að síðustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.