Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Síða 8

Frjáls verslun - 01.03.1992, Síða 8
FRETTIR DAVÍÐ SCHEVING THORSTEINSSON: STEIKTAR GÆSIR FUÚGA EKKI - EKKI TEKIÐ ÚT MEÐ SITJANDI SÆLDINNI AÐ VINNA MARKAÐI ERLENDIS í athyglisverðri ræðu, sem Davíð Scheving Thorsteinsson flutti á ársþingi iðnrekenda um útflutning á íslensku vatni, gerði hann mönn- um grein fyrir eigin reynslu af því að vinna merkjavöru sess á neyt- endamarkaði erlendis og varaði við of mikilli bjart- sýni. Hann sagði að þetta væri þrotlaus vinna og ekkert nema puð: „Allt sem ég hef sagt ykkur hingað til er til að vara ykkur við og líka til að brýna það fyrir ykkur að það fljúga ekki steiktar gæsir upp í munninn á þeim sem ætla út í nýja framleiðslu eða ætla sér að reyna að selja merkja- vöru á neytendamarkaði erlendis.“ Davíð lýsti m.a. í ræðu sinni þeim vanda sem menn gætu staðið frammi fyrir á sviði vöruþróunar. Hann nefndi þetta dæmi til að sýna mönnum fram á þann kostnað og þá þol- inmæði sem þyrfti að lifa við áður en árangur næð- ist: „... það var eytt mikilli Davíð Scheving Thorsteinsson. orku og peningum og það leið langur tími frá því að við fórum fyrst að hugsa um eigin umbúðafram- leiðslu þar til fyrsta dósin sá dagsins ljós. Nánar til- tekið: 6 ár og 7 mánuðir, 167 flugferðir, 24 lestar- ferðir, 130 ferðir í bílum, gisting á 92 mismunandi hótelum, heimsóknir til 252 fyrirtækja í 116 borg- um og bæjum í 97 lönd- um, 74 fundir/námskeið/ þjálfun og 10 fagsýningar í fjórum heimsálfum. Og svo, eftir 6 ár og 7 mánuði, var framleiðslan gjörsamlega misheppnuð þegar hún hófst, svo mis- heppnuð að hún var nærri búin að ríða þessu rót- gróna fyrirtæki að fullu.“ En allt fór vel að lokum og nú er útflutningur á vatni á vegum fyrirtækis- ins í örum vexti og fram- leiðslan hefur unnið sér sess á hinum harðsótta merkjavörumarkaði er- lendis. EINN ÞINGMANNA ALÞYÐUFLOKKSINS: „VILIUM LÖG UM EINOKUN OG HRINGAMYNDUN Á UNDAN EINKAVŒÐINGU" Einn af þingmönnum Alþýðuflokksins tjáði Frjálsri verslun að ekki kæmi annað til greina en að sett yrðu lög um einok- un og hringamyndun sem tækju á valdasamþjöppun í þjóðfélaginu áður en far- ið yrði í að einkavæða. Hann sagði að þeir væru ekki tilbúnir að standa að sölu ríkisfyrirtækja á meðan sú hætta væri fyrir hendi að „kolkrabb- inn“ gæti gleypt þau fyrir- tæki sem boðin yrðu til kaups. Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri í Iðnað- ar- og Viðskiptaráðuneyt- inu, segir að í ráðu- neytinu sé nú unnið að gerð lagafrumvarps um samkeppnislög sem snið- in séu að Evrópurétti. Vinna ráðuneytisins er á lokastigi og verður frum- varpið væntanlega sent stjórnmálaflokkunum og hagsmunaaðilum til kynningar og umsagnar í byrjun apríl. Hann á von á því að frumvarpið komi til kasta Alþingis nú í vor. Endurskoðun á hluta- félagalögum er svo á döf- inni næsta haust og er búist við því að sú vinna verði einnig unnin af em- bættismönnum ráðuneyt- isins. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessi væntan- legu samkeppnislög og endurskoðuð hlutafé- lagalög taka á þeirri ein- okun, hringamyndun og samþjöppun valds sem ýmsir hafa talið sig sjá örla á í viðskiptalífi okk- ar. 8

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.